Laugardagur, 21. september 2013
Sorgleg staðreynd
"Foreldrar séu almennt ekki meðvitaðir um hvaða leiki börn þeirra eru að spila"
Ég á í raun bágt með að trúa þessu. Ef ef þetta er satt þá er þetta áfellisdómur yfir foreldrum. En mig grunar þó að foreldrar vita alveg hvað þau eru að kaupa... þau kaupa ofbeldisleikinn með fullri meðvitund.
Svo þegar krakkinn er orðinn ofbeldisfullur eiturlyfjafíkill þá byrja foreldrar að kenna "kerfinu" um sína eigin vanhæfni.
hvells
![]() |
Foreldrar vita ekki hvað þeir eru að kaupa fyrir börnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
HVersu HEIMSK/UR geturðu verið? GTA lætur krakka EKKI byrja í dópi né verða ofbeldisfull.
Ekkert frekar en kvikmyndir.
Geðveikt fólk (eins og þú) mun fremja ofbeldi sama hvort þau hafa spilað tölvuleiki eða ekki.
Anepo, 21.9.2013 kl. 11:15
Anepo
Mundi þykja vænt um ef þú sýnir smá kurteisi hér í kommenta kerfinu.
Það er greinilegt að þú ert að snúa úr mínum orðum viljandi. Eða skilur ekki færsluna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2013 kl. 11:29
Það er til fullt af foreldrum sem telur að sé hægt að kaupa sér vinsældir og frí frá uppeldi með því að kaupa eitthvað svona fyrir börnin sín. Eina sem það veit er að "allir" foreldrar hinna barnanna leyfir sínum börnum að spila hann og það vill ekki vera vonda, gamaldags foreldrið.
Þetta er auðveldasta leiðin fyrir marga foreldra og náttúran leitar ávallt auðveldustu leiðarinnar.
Það er einnig þannig að fólk lagar sig að umhverfinu, hvernig sem það er. Fyrir foreldrum er hugtakið "óæskilegur félagsskapur" mjög skiljanlegt af þessum ástæðum.
Hér má sjá umhverfið og félagsskapin sem GTA V býður uppá:
http://www.youtube.com/watch?v=sDsJbAFWdIE
Ég stiklaði á stóru í þessu vídeói, en fyrir augu bar meðal annars:
Tilefnislaus slagsmál sem enduðu flest á því að spilarinn sparkaði og traðkaði á liggjandi mann.
Spilarinn keyrir viljandi mótorhjóli sínu yfir lifandi hænu þannig að úr varð hænuklessa.
Spilarinn keyrir á bíl sínum yfir hund sem liggur emjandi á meðan spilarinn skýtur úr hríðskotariffli á lögregluna og aðra bílstjóra.
Spilarinn keyrir yfir vegfarendur á gangstéttinni að gamni sínu.
Það sem einkenndi fólkið sem býr þennan GTA heim var heimska, ljótt orðbragð og ofbeldishneigð.
GTA hefur frá upphafi höfðað til markhóps sem einhverja hluta vegna þarf að svala einhverji fýsn fyrir tilefnislaust ofbeldi og glórulausri hegðun. Það að þessi leikur skuli setja sölumet er heiminum ekki sérstakur vitnisburður að mínu mati.
Steðjan (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 13:29
Okeym, Rólex.. Það er val hvers og eins að keyra yfir fólkið í þessum leik og skjóta það og annað, þú þarft ekki að gera það og ef þú fylgir sögunni í leiknum er hann ekkert öðruvísi heldur en hver annar leikur sem hefur ekki ganga vegfarendur. Það að það skuli vera gangandi vegfarendur í þessum leik þá getur þú EF þig langar að skjóta allt og alla gert það en fylgir alls ekki sögunni.
Í free roaming leikjum, eins og t.d. Need for Speed: Hot Pursuit, þegar þú ert ekki að keppa þá hefur þú val hvort þú viljir fylgja umferðareglunum eða ekki. Spurninginn er, hvað velur þú?
En mig langar endilega að þú bendir mér á hvar þessar staðreyndir séu að fólk sem spilar þessa leiki séu á leið til glötunar í ofbeldi og dópneyslu!
Mm (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 15:57
Það má vel vera að það sé hægt að spila GTA eins og kórdrengu. En til þess að geta sparkað í liggjandi fólk eða keyrt yfir gangandi vegfarendur þá þurfa leikjahönnuðir að leggja töluverða vinnu í animation, hljóðsetningu og fleira til þess að þetta sé hægt. Lögðu leikjahönnuðir einnig vinnu í að gera spilandanum kleift að aðstoða gamalli konu yfir gatnamót? Get ég keypt málningu og málað yfir eitthvað grafitti á leið minni um bæinn? Hélt ekki.
Aðrir leikjaframleiðendur setja ekki inn þessa möguleika, af hverju helduru að framleiðendur GTA gerðu það?
PS: Ég hef ekki haldið því fram að spilendur væru á leið til glötunar en þetta er ekki mannbætandi viðurværi.
Steðjan (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 18:35
Rétt hjá hvellinum. Þeir sem kunna ekki að ala upp krakka kenna skólanum/kerfinu um. Svo þegar þetta gengur lengur þá kenna þeir BUGL og Meðferðarstofnunum um,,,,aldrei skal líta í eigin barm.
Ég hef ekki tekið eftir bólu í umsóknum í landbúnaðarháskólanum eftir að allir byrjuðu að spila leikinn Farm Ville.
@Mm Rólex,,er það nýja slangrið hjá unga fólkin, athyglisvert.
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 20:24
@Steðjan
Vélin Havoc eða PhysX hafa þann möguleika að ekki þarf að gera allt leikið. Annars ef þeir eru að verja sig og annað í leiknum geta þeir gert Copy/Paste af óvin sem reynir að verja sig og gerir það sama fyrir alla aðra NPC í leikjunum. Í raun er nóg að gera einn karakter þannig og síðan fylla þeir mappið af sama karakter í mismunandi búning.
@sleggjan
Ég held að það sé bara ég sem nota þetta :)
Mm (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.