Háskólar og hagræðing

Menn þreytast aldrei á að tala um að hér eru 7 háskólar og það þarf að hagræða. En enginn þorir að nefna grunnskólanna því þá fer bland.is á yfirsnúning.

"

Afar ólík þróun eftir skólastigum
Á föstu verðlagi hafa útgjöld til menntamála, mæld sem fjárframlög á hvern nemanda, aukist um 6% á síðustu 15 árum. Heildartalan segir þó lítið um þá þróun sem hefur átt sér stað innan skólakerfisins.
Þannig hefur fjárframlag til hvers grunnskólanema aukist verulega yfir tímabilið, eða um 29%. Á sama tíma hefur framlag til til hvers framhaldsskólanema lækkað um 16% og háskólum er nú úthlutað um 31% minni fjármunum á hvern nemenda en fyrir 15 árum (sjá hér). Þannig hafa fjármunir beinlínis færst frá háskóla- og framhaldsskólastigi yfir á grunnskólastig.
Mælikvarðar á námsárangur hafa haldist nokkuð stöðugir innan grunnskólakerfisins og kjör helstu starfsstétta eru áframhaldandi bitbein í kjaraviðræðum. Það bendir því flest til að kerfislægir þættir valdi þessu mikla kostnaðarauka fremur en uppbygging kerfisins. 

"

http://www.vi.is/um-vi/frettir/nr/1593/

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það fór allt í bál og brand þegar Besti og XS sameinuðu grunnskóla fyrir tveim árum.

Mega þessir tveir flokkar fá hrós fyrir það sem gott er gert.

http://www.visir.is/frettaskyring--skiptar-skodanir-um-sameiningar-i-grunnskolum/article/2012702089963

Lasta þá svo fyrir slæma hluti að sjálfsögðu.

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2013 kl. 13:30

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ja þeir fá mikið hrós fyrir þetta... en það er mikil skömm á því að það voru sjálfstæðismenn sem drulluðu mest yfir þessa aðgerð.

tilgangur heldar meðalið!!!

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2013 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband