Þriðjudagur, 17. september 2013
Hættum með krónuna
Þessi mynd segir meira en þúsund orð. Krónan er ónothæf.
Hvar er fólkið sem sagði að Evran væri dauð fyrir svona tveim árum?
Hvar er fólkið (samtökin) sem segja að verðtryggingin sé frekar orsök verðbólgunnar í samanburði við gjaldmiðilinn.
Hagsmunasamtök Heimilanna?
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Segðu útflutningsgreinum okkar að krónan sé ónothæf.
Helgi (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 17:06
Þeir segja það sjálfir: CCP og Össur sem dæmi.
Sjávarútvegurinn hef ég ekki áhyggjur af. Veiddur fiskur selst. Ekkert flóknara.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2013 kl. 17:50
@2: Ekki vitna í Össur sem heimild varðandi efnahagsmál! Hann sagði sjálfur í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis að hann vissi ekkert um efnahagsmál en núna vill þessi maður fara með okkur inn í ESB af því þar er svo gott að vera?!
Stjórnendur CCP geta haft sínar prívat skoðanir eins og þá listir.
Varðandi það að segja að þú hafir ekki áhyggjur af sjávarútveginum vegna þess að veiddur fiskur seljist lýsir vanþekkingu.
Það skiptir okkur mjög miklu máli hvað fæst fyrir fiskinn okkar - vel má vera að veiddur fiskur seljist en ef hann selst á lágu verði getur það haft veruleg áhrif hérlendis. Arðsemi fyrirtækja er nokkuð sem skiptir alla máli. Höftin ræna nú þegar fyrirtæki nógu miklum tekjum svo ekki förum við að bæta vanhugsaðri stefnu við.
Þið kumpánarnir þurfið að skoða svolítið betur ykkar afstöðu gagnvart ESB. Ég var fylgjandi aðild þar til fyrir nokkrum árum - ég ætla ekki að halda því fram að það sé alslæmt að vera innan ESB en kostirnir eru hins vegar mun færri en gallarnir. Margir Bretar vilja t.d. úr ESB og ég man eftir að hafa lesið frétt fyrir nokkrum árum um nokkra óánægju innan Austurríkis með ESB. Ekki líta framhjá þessu. ESB er engin paradís.
Helgi (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 08:19
Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 18.9.2013 kl. 09:59
Það er hægt að skoða heildsöluverð á fiski í Evrum á netinu og það verð er mjög ásættanlegt.
Ekki halda að ef við skiptum um gjaldmiðil þá vill fólk altieinu borga minna fyrir fiskinn.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.9.2013 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.