Hættum að Lífrænt rækta

 "Lífræn ræktun skilar ekki eins mikilli uppskeru og hefðbundin landbúnaðarframleiðsla. Það þyrfti því að taka meira land undir ræktun með tilheyrandi álagi fyrir umhverfi og dýralíf."

Lífrænt ræktun er einhverskonar markaðsbrella fyrir vestrænt fólk. Lífrænt er hipp og kúl í dag. Munurinn sáralítill. Minni skordýraeitur á ávexti sem dæmi. Kallað "hollara". Skordýraeitur hefur ekki drepið neinn ennþá.

Hættum að lífrænt rækta. Þvert á móti getum við þróað okkur áfram í efrðabreyttum matvælum. Þá getum við framleitt meira af matvælum á minna svæði.

Til þess að fæða heiminn.

Þeir sem vilja halda áfram í Lífrænni ræktun, hvaða lausnir hafið þið? Eiga hinir að svelta svo þið getið fengið ykkur lífræn epli sem smakkast næstum eins og venjuleg?

 

Hérna er erfðabreyttur tómatur. Stór og flottur, Fæðir miklu fleiri en venjuleg stærð.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Lífrænt bjargar ekki hungruðum heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Mér leiðist þessi samanburður.

Nútíma landbúnaður er ekki sjálfbær. Til að mynda í Bandaríkjunum kostar um 10 hitaeiningar að framleiða eina hitaeiningu. Og þetta er eitthvað svipað í flestu löndunum í kringum okkur, í það minnsta ekki hagstætt hlutfall. Þetta var ekki svona, það var þannig að landbúnaður var í raun kerfi sem miðlaði sólarorku svo við gætum lifað en núna göngum við á jarðeldsneytum ... við erum gangandi olíu tunnur ef svo má að orði komast. Stóri tómaturinn fæðir heldur ekki fleiri nema að hann sé ræktaður með sjálfbærum hætti, þegar moldin er mergsogin með met afköstum þá vex ekkert lengur og enginn borðar heldur.

Þetta gildir um alla ræktun, lífræna eða hefðbundna ef áherslan er ekki á sjálfbærni þá er kerfið sprungið fyrirfram.

Bara svona til að undirstrika að þá þýðir "ósjálfbær" það sama og "mun ekki endast".

(Nenni ekki að vitna í greinar en efnið er ekki flókið að finna með leitarvélum, stafsetningarvillur á ég þó sjálfur).

-S

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 16.9.2013 kl. 21:59

2 identicon

f

Sleggjan (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 22:09

3 identicon

Eigum að nota tækniframfærir í matvælaframleiðslu eins og öðrum geirum.

Einfaldlega erfðabæta matinn til þess að koma í veg fyrir hungursneið í framtíðinni.

Sleggjan (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 22:10

4 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Það á að nýta allar framfarið eins og hægt er, en ræktað magn á fermeter skiptir engu ef kerfið er ekki sjálfbært, þ.e. fyrirsjáanlegt að það gangi upp til nógu langs tíma að það skipti máli o.s.frv. Ef ræktunaraðferðin rýrir jarðvegin til ónýtis á 200 árum þá tekur það 100 ár með sömu aðferðum ef þú notar plöntu sem er með tvöfalda uppskeru (einföldun en þú sérð hvað ég er að fara). Ef það er fyrirsjánlegt að við munum redda þessu innan 50-100 ára (í dæminu að framan) þá getur sú aðferð verið réttlætanlegt, þ.e. til þess að "kaupa" okkur tíma vegna þess að við vitum að við munum redda þessu.

Ég hef bara ekki séð þau plön ennþá.

Vestrænt samfélag hendir meira en það étur ... það er ekki vísbending um sjálfbærni. Það kann að vera til kerfi sem við getum nýtt okkur sem leifir okkur að nýta matarafganga og annað ruls þannig að heildar summan komi vel út, en ég held við séum ekki að því núna.

Eftir því sem ég hef séð þá er lífræna ræktunin oftar nær því að vera sjálfbær, sérstaklega ef maturinn er ekki fluttur langar leiðir á matardiskana. Ég er ekki í heilögu stríði út af þessu og vel til dæmis ferskleika fram yfir ræktunaraðferð þegar ég vel mér mat út í búð. Ég held líka að ein stærsta sneiðin í að fæða heiminn er að við sem höfum gnægð matar á mann ættum að borða minna og aðstoða umheiminn í að eyða fáfræði.

-S

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 16.9.2013 kl. 22:34

5 identicon

Sleggja, skrif þín bera þess merki að þú ert ekki með á hreinu hvað "lífræn ræktun" er, og að þú skilur ekki athugasemd Sveins sem hefur greinilega rannsakað þetta málefni eitthvað. Eina leiðin til að tryggja matvælaframleiðsluna er að skipta algjörlega í lífræna ræktun því hún er sjálfbær.

Stóri tómaturinn þinn er næringarsnautt og eitrað drasl, og framleiðslan á þessu eyðileggur smám saman jarðveginn. Erfðabreytt matmæli eru algjört flopp og tími til kominn að fólk fari að athuga aðeins betur glansmyndafréttaflutninginn, með gagnrýnum augum.

símon (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 23:11

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Ef það ætti að fæða allan heiminn á grundvelli lífrænnar ræktunar þyrfti að eyða öllum regnskógum jarðar."

En samt eru sjálfskipaðir snillingar að hvetja til lífrænnar ræktunar.

Lífræn ræktun er flopp. 

Það er greinilegt að einhver hefur verið að sökkva sig ofaní nýju námskrá VG um "sjálfbærni"

Að halda því fram að bændur séu að rækta sína jörð í því yfirskyni að hún mun verða ónothæf í 200ár. Þetta er algjört rugl. Tæknin er eina sem mun bjarga manninum. Ekki lífrænt ræktun.

Þessi sjálfbærnissjónarmið hafa alltaf haft rangt fyrir sér.

Það voru snillingar einsog þið tveir sem vildu rækta maís til að búa til eldsneyti. Vegna "sjálfbærni" en hvað gerðist? Matarverð hækkaði uppúr öllu valdi og drap fjölda manns úr hungursneið...   vel gert.

ég er ekki með heimildir en þið getið gúglað ....  LOL

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2013 kl. 08:53

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Newsnight var einnig fjallað um erfðabreytt matvæli og hvaða hlutverki þau myndu gegna í framtíðinni við að koma í veg fyrir hungur í heiminum. Tortryggni gætir hjá mörgum út í erfðabreytta ræktun. Mikið er búið að rannsaka hvort slík matvæli geti á einhvern hátt verið hættuleg. Ekki hefur enn tekist með vísindalegum hætti að sýna fram á að erfðabreytt matvæli ógni heilsu manna."

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2013 kl. 09:00

8 identicon

Hverngi er með lífreænt ræktað, getur ekki hver sem er merkt grænmetið sitt sem lífrænt ræktað og verðlagt það út frá því.

Svona eins og það er ekkert mál að selja nautabökur, sem ekkert nautakjöt er í?

"beynt frá býli" er t.d. einn besti brandari sem saminn hefur verið.

Allt ferlið er nákvæmlega það sama, nema að bóndinn selur kjötið sjálfur, í stað Bónuss.

Og þá á helmingi hærra verði.

Öll ræktun, slátrun og vinnsla er nákvæmlega sú sama og kjötið í bónus.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 11:12

9 identicon

eg horfði a þetta video firir svona 2 arum siðan og for straks að herma eftir  . aður hafði eg lengi rægtað með eytri og tilbunum aburði .og eg get sint kverjum sem er að þetta virkar alveg eins og hann segir , eg ræka alt grænmeti sem eg þarf firir mina fjölskildu með engu eitri og engum tilbunum aburði og það besta er að það er sara litil vinna það versta er að þegar maður er buinn að borða heymarægtað I dalitinn tima er voðalega ervitt að eta buðar grænmeti .

her er linkurinn http://www.backtoedenfilm.com/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 12:02

10 identicon

"Eitrað drasl"

"Allt útí eitri"

Svo þegar kannað er hvaða eitur þessir minn eru að tala um, þá er það skordýraeitur. Það borða þeir með bestu lyst þegar þeir versla í Bónus eða fara á veitingastaði einhverstaðar.

Ekki reyna að sannfæra mig að þessir menn sem tala um eitur hérna að ofan kaupa einungis lífrænt. Þeir kannski segja það í afmælum og fermingarveislum, en í alvöru þá fara þeir í Krónuna og Bónus fyrir budduna og vona að enginn sem var í afmælisveislunni sé að horfa.

sl

sleggjan (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 12:47

11 identicon

"Það er greinilegt að einhver hefur verið að sökkva sig ofaní nýju námskrá VG um "sjálfbærni""

Þið Sleggjan og Hvellurinn eru nú meiri fábjánarnir, vitið hvorki hvað "lífræn ræktun" né "sjálfbærni" er, og haldið að enginn sjái það á skrifum ykkar. Ég hef verið skráður í SUS í 17 ár, og lét mig hafa það að lesa mig vel til um þessi mál í hagfræði námi mínu, og bætti sérstaklega við mig tímum í náttúruvísindum til að þess að gera það almennilega.

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að fara ræða þetta málefni við ykkur, það væri bæði vonlaust og langt fyrir neðan mína virðingu - fáið einhvern fullorðinn til að skýra út fyrir ykkur þessa afstöðu.

símon (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 15:32

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég veit nákvæmlega hvað sjálfbærni er og lífræn ræktun.

Eyðileggja jarðveginn eftir 200ár? Ertu hræddur?

Það koma nýar tækniframfarir á þessum árum sem fixa það! 

Nýtum okkur þróun, tæknina,. Lífræn ræktun er sóun eins og kemur skýrt fram. "Ná ekki að fæða jarðarbúa". Varla vilt þú bera ábyrgð á því?

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2013 kl. 16:25

13 identicon

Sleggjan thú ert alveg í duftinu :/

david (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 16:45

14 identicon

Sveinn R. - er það ekki sjálfbærni að rækta helmingi meir en maður getur torgað?

Hvað er þá sjálbærni?

Að rækta helmingi minna en maður þarf til að lifa, eða hvað?

Þannig er nefnilega lífræna ræktunin og það er þessvegna sem menn brjóta niður land til ræktunar.

Það er vitað að indíjánar brendu niður skóga til að rækta matvæli og jarðvegurinn hélt næringi í tvö til þrjú ár og þá þurfti að brenna meiri skóg og svona koll af kolli. Er þetta aðferðin sem þú mælir með?

Úr hvaða fávitaskóla kemur þú?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 19:09

15 identicon

http://www.friatider.se/fns-klimatpanel-erkanner-vi-hade-fel-om-uppvarmningen

Smá upphitun fyrir þá sem styðja "Klimatkirkjuna".

Það á að lifa "natural" og hjóla!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 10:56

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hugsa sér hvað það myndi leysa mörg vandamál heimsins, ef fjölmiðlar heimsins myndu einungis hafa leyfi til að segja sannleikann.

Umræða um staðreyndir verða kannski að bíða, þar til komið er yfir móðuna miklu. Kristin samfélög hafa ekki staðið sig í að breiða út raunverulega sannleikann. Hvers vegna ekki?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.9.2013 kl. 22:08

17 identicon

Erfðabreytt matvæli hafa slæm langtíma áhrif á fólk, það byrjar að breyta DNA uppbyggingu líkamans t.d. Það er bóla að láta fólk halda að þetta sé virkilega skaðlaust.

Langtíma neysla getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks. Það á að banna erfðabreytt matvæli með öllu! Í fyrsta að þá eru ekki neinar rannsóknir sem hafa verið gerðar til að að telja mér og öðrum trú um að þetta sé skaðlaust, nema jú af þeim sem eiga hagsmuna að gæta, ekki er það rannsókn sem ég tek mark á. Ein langtíma rannsókn af hlutlausum aðilum bendir aftur á móti til þess að erfðabreytt matvæli hafi mjög skaðleg áhrif á heilsu fólks og ýtir undir allskonar sjúkdóma eins og krabba t.d

Það er alveg hægt að rækta lífrænt ofan í heiminn með réttri aðferð eins og að rækta upp jaðrveg og gera hann sjálfbæran, þannig kemur mun meira af uppskeru gheldur en nokkurn tímann af erfðabreyttu. Síðan hvenær þarf móðir náttúra hjálp frámannfólki hver með sinn galla? Hef lært að setja ekki traust mitt á menn og að treysta ákveðnum mönnum fyrir fæðu heimsins býður upp á alvarlegar afleiðingar fyrir jarðveg og fólk. Og jú þetta skordýra eitur hefur mjög slæmar afleiðingar á langtíma heilsu fólks

Gústi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband