Föstudagur, 13. september 2013
áfall
"Mikill meirihluti forystumanna breskra fyrirtækja telur að það kæmi sér illa fyrir hagsmuni fyrirtækjanna ef Bretland segði skilið við Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun"
þetta hlýtur að vera áfall fyrir NEI sinna
hvells
![]() |
Slæmt fyrir fyrirtæki að yfirgefa ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru líklega margar ólíkar ástæður fyrir andstöðu við regluverk ESB, og aðild að því.
Ég hef oft bent á það, að innan ESB er ekki þörf að virða launa og starfskjör, ef fyrirtækin og starfsfólkið er frá sitt hvoru landinu.
Atvinnuleysið innan ESB bitnar fyrst og fremst á láglauna-starfsfólki í opinberum störfum, eins og t.d. hjúkrunar og ummönnunar-störfum.
Ekki mega þær stéttir á Íslandi við meiri skerðingum en orðið er.
Ekki er hægt að sætta sig við það, að enginn hefur eftirlit með, að aðildargjöldin fari raunverulega í það sem þeim er ætlað. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug, til að sjá hvernig það yrði misnotað í stjórnsýsluspillingunni á Íslandi.
Það er ekki hægt að hundsa staðreyndir sem margt fyrrverandi starfsfólk í Brussel segir, um vinnubrögðin og stjórnsýsluruglið hjá hinu svokallaða friðarbandalagi ESB.
Friðarbandalaginu, sem ætlaði, með Frakklands-foringjann í broddi fylkingar, að ráðast á eigur almennings í Sýrlandi, með sprengingum og tortímingu. Samningaleið að friðsamlegri og ábyrgri lausn, var víst ekki efst á lista hjá Frakklands-ráðherranum í ESB-friðarbandalaginu. Það er umhugsunarvert.
Það hefði verið nær hjá Frönsku þjóðinni að kjósa Evu Joly í síðustu kosningum. En það var reynt að sverta hana í kosningabaráttunni, af spillingarelítunni þar í landi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2013 kl. 12:09
"Atvinnuleysið innan ESB bitnar fyrst og fremst á láglauna-starfsfólki í opinberum störfum"
viltu útskýra nánar hvað þú átt við?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2013 kl. 12:23
Sæll.
Menn í þessari könnun "telja" að þetta komi illa út.
Ef Bretar færu úr ESB, sem er það rétta fyrir þá, yrðu pottþétt gerðir tvíhliða samningar milli ESB og Breta. Ef t.d. ESB ætlar að vera með leiðindi við okkur og Færeyinga getur ESB ekki stoppað sölu fisks héðan til ESB því ESB er sjálfu sér ekki nægt um fisk. Það er hræðilegt að fylgjast með ESB pönkast í Færeyingum.
@1: Eva Joly meinar ábyggilega vel en hún er sósíalisti og sósíalismi hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Frakkar munu læra þá lexíu á næstunni - hvort sem þeir vilja það eða ekki líkt og mörg önnur lönd.
Elítan innan ESB býr í fílabeinsturnum og mér finnst svolítið eins og hún spili á fiðlu um leið og allt brennur í kringum hana. Atvinnuleysi er vaxandi sem þýðir sífellt minni verðmætasköpun og þá sennilega rýrnandi skatttekjur. Hvernig haldið þið kumpánarnir að þetta fyrirmyndarríki ykkar endi? Bestu dagar skrifræðisbáknsins ESB eru liðnir.
Helgi (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 12:57
@Helgi
hvað viltu gera í gjaldmiðilsmálum Íslendinga? Raunhæfa lausn takk.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2013 kl. 17:47
@4:
Hvað er að krónunni?
Af hverju getum við ekki notað hana? Núna er það t.d. hún sem heldur uppi ferðamannaiðnaðinum. Evran er t.d. hluti af vanda ESB þó ýmsir ýmist vilji ekki viðurkenna það eða skilji það ekki.
Ekki reyna að segja mér að hún hafi fallið svo mikið í verði. Krónan er ekki eini gjaldmiðillinn sem fallið hefur í verði, US dollari hefur t.d. fallið í verði um 95% frá 1913. Ég man ekki til að hafa séð neinar tölur um evruna en hún hefur án efa líka fallið í verði frá því hún varð til.
Hérlendis er auðvelt að snúa núverandi slæmu ástandi í góðæri. Vandinn er að þorri kjósenda skilur ekkert i efnahagsmálum og kýs bölvaða sauði á þing - sauði sem vita álíka mikið og kjósendur um efnahagsmál. Áður en kjósendur missa alla virðingu fyrir alþingi væri þeim kannski nær að líta í eigin barm.
Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 17:52
Írland var í sama vanda og Ísland, me evruna,
Almenningur í Írlandi er með hærri meðallaun en Íslendinegar.
Soldið skrýtið að halda að gjaldmiðillinn Krónan sé góður gjaldmiðill, Disney dolllarinn er algengari
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2013 kl. 01:14
Skemmtilegt að svar Helga skuli vera framreitt "hvað er að krónunni?" með þeim sannfæringarkrafti.
Í stað þess að segja krónan með sjálfsöryggi.
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.