Miðvikudagur, 11. september 2013
Hræðsluáróðs klúður
Kristján Möller segir
"Þá sagði hann að ef borgaryfirvöld ætli að halda því til streitu að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýri verði hann ekki lengur Reykjavíkur. Flugið færist til Keflavíkur og fyrir vikið verði nýr Landspítali ekki reistur í höfuðborginni heldur ætti að reisa hann á Vífilstöðum í Garðabæ. Með því færu sex þúsund störf úr höfuðborginni."
Já ok.....
Er þetta eitthvað sem er í hans heilabúi eða hefur hann einhverjar heimildir fyrir þessu?
Á að henda öllum teikningum og skipulagi um nýjan spítala í ruslið og byrja uppá nýtt?
Er það góð meðferð á skattfé.
Er svona meðferð á skattfé eitthvað sem er þekkt í Samfylkingunni. Svona fyrir framtíðar kjósendur í borginni.
hvells
![]() |
Lokaorrustan um flugvöllinn hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það ættu allir að vita að KLM og Samfó kunna að forgangsraða með heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga......sbr. Vaðlaheiðargöng...
Þjóstólfur (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 18:27
Það hlýtur að vera hægt að nota teikningar af spítalanum sjálfum, hvort heldur hann rís í Rvík eða einhverstaðar annarstaðar.
Hjörtur Herbertsson, 11.9.2013 kl. 18:37
Tæknisjúkrahús á að vera á Vífilstöðum. Þar er nóg landrími og aðgengi úr öllum áttum mjög gott, ef skipuleggjendur hafa eitthvað vit. (Það eiga að vera útlendingar með vit og þekkingu á infrastruktur). Íslendingar eiga ekki að koma nálægt því dæmi. Flugvöllurinn á að vera á sínum stað og flugbrautirna eiga að lengjast, sem er mjög auðvelt og alls ekki svo kostnaðarsamt.
Að troða tæknisjúkrahúsi inn í miðbæ með vonlausu aðgengi fyrir sjúkrabíla og umferð yfir höfuð, er skammsýni vitleysingsins. Á starfsfólkið kannski að búa í sama húsi og sleppa öngþveitinu?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 18:40
Sammála V.Jóhannssyni. Þegar að því kemur að nýr spítali verður byggður, verði hann á Vífilsstöðum, gott aðgengi, nóg pláss og ríkið á landið nú þegar.
Hvumpinn, 11.9.2013 kl. 18:45
Ja... bara stækkka flugvöllin.
Er ekki málið að færa bara keflavíkuflugvöllin í 101
þetta mesta vitleysa sem ég hef lesið í dag.
Og það hefur verið hörð samkeppni.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2013 kl. 19:27
Ég vil færa Vaðlaheiðargöngin suður - á milli Rvk og Vífilsstaða....ég meina ...það styttir nafnið á göngunum...
Pollýanna (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 19:33
Dóóó...það er alveg jafnlangt nafn!
Pollý (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 19:38
Að stækka flugvöllin á ég við að lengja flugbrautirnar.
Það er nóg pláss út í sjó og þetta eykur öryggi.
Þetta er flottur völlur með þremur flugbrautum, sem er mikið öryggisatriði, enda byggður af fólki með vit.
Unga fólkið í dag veit ekkert um hvað málið snýst, enda þarf það ekki að hugsa.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.