Þriðjudagur, 10. september 2013
Ekki oft
Það er ekki oft sem maður les svona skemmtilegar og fræðandi greinar sem fær mann til að hugsa.
"
Á dögunum var efnt til herferðar gegn einnota innkaupapokum úr plasti, sem flestir nota þó að minnsta kosti tvisvar því þeir eru jafn handhægir undir sorp og innkaupin.
Tvennt er jafnan nefnt þegar hinir skelfilegu pokar eru teknir til bæna hjá umhverfissinnum. Annars vegar að þeir séu unnir úr olíu og hins vegar að þeir eyðist ekki fyrr en eftir mörg hundruð ár á haugunum.
En er það ekki nokkuð hagstætt af sjónarhóli flestra umhverfissinna að olíunni sé breytt í plastpoka í stað þess að brenna henni í bílvél? Þegar pokinn fer á haugana er olían í raun grafin aftur ofan í jörðina þaðan sem hún haggast ekki í mörg hundruð ár. Kolefnið ógurlega er því sent aftur í neðra, þaðan sem það kom. Mörg þúsund vísindamenn klóra sér daglega í kollinum í þeirri von að finna fleiri aðferðir en þessa til að binda kolefni.
Vefþjóðviljinn sér því ekki betur en að miðað við þessar forsendur geti menn kolefnisjafnað aksturinn út í búð með því að setja vörurnar í plastpoka og henda pokunum svo á haugana."
http://andriki.is/post/60797738106
mjög gott.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.