Þriðjudagur, 10. september 2013
Smíða stakk eftir vexti
Allt satt og rétt hjá Bjarna. Eftirlitskerfið er orðið að gríðarlegu bákni.... samt spotta þeir ekki iðnaðarsalt í mat.
Það á að minnka allt eftirlitskerfi. Besta eftirlitið er markaðurinn sjálfur. Höfum einfaldlega skýr lög og reglur og ef fyrirtæki brýtur á þér þá ertu í sterkri lagalegri stöðu.
Svo höfum við engnn pening fyrir ofvaxið bákn
"Ráðherrann sagði athyglisvert hversu lítið væri rætt um stöðu ríkissjóðs í umræðunni. Látið væri eins og til væri fjármagn í allt það sem vilji væri til þess að gera. Því miður væri það ekki rétt"
Þarna hittir Bjarna naglann á höfuðið.
hvells
![]() |
Auknar fjárfestingar í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Besta eftirlitið er markaðurinn sjálfur" eins og við sáum svo glöggt á þensluárunum þegar brugðist var við aðvörunum; "markaðurinn leiðréttir sig sjálfur". Og þrjú þúsund milljarða kostaði kjaftæði hálfvitanna.
Eða var það kannski meira?
Hvenær ætlar frjálshyggjumönnum að skiljast að það er ekki ætlast til þess af þeim að þeir tjái sig um efnahagsmál?
Sporin hræða.
Árni Gunnarsson, 10.9.2013 kl. 17:42
Kostar Ríkið ekkert að afnema verðtrygginguna, bara ganga í það á morgunn. Skrifa eina línu: Verðtrygging húsnæðis og bifreiðalána er bönnuð frá með deginum í dag.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 17:59
Og hvað töpum við miklum hagvexti vegna skorts á samkeppni, annars hruns fjármálakerfisins eða dauða nokkura tuga einstaklinga vegna innihalds matvara?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 19:10
Það eru enn í búðum her vörur sem búið er að taka af markaði- iðnaðarsalt gæti verið í notkun enn- við vitum það ekki- allt þetta fólk og nefndir- er að gera- ekki neitt !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 10.9.2013 kl. 19:54
Sástu fréttina Erla það á að hleypa 14 flóttamönnum til Íslands, hvernig væri að þú og aðrir færuð í mótmælaaðgerðir og stoppið þessa vitleysu.
Enga flóttamenn til Íslands.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 20:06
Elfar
Heldur þú að það sé hagur matvælafyrirtækja að drepa viðskiptavini sína?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2013 kl. 21:19
Nei, það er hagur matvælafyrirtækja að komast í sem ódýrustu vöruna til að geta undirboðið samkeppnisaðila sína. Þetta kapp í ódýrari og ódýrari vöru getur valdið vandræðum eins og þetta sýnir http://en.wikipedia.org/wiki/2008_Chinese_milk_scandal það var líka vinsælt fyrir þar síðustu aldarmót að þynna mjólk með vatni og bæta litin upp með hvítu blýi sem hafði skemmtileg áhrif.
Nýlegt en líkamlega skaðlaust dæmi er viðbótin á sykurvatni í kjúklingabringur til að auka þyngd þeirra sem er ekki athugavert nema það að þess var aldrei getið á pakkningum.
Eins og við höfum verið vitni að hér á Íslandi þá á siðferði til með að víkja fyrir græðgi þegar það er engin horfandi yfir öxlina á viðkomandi.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 09:25
Eflar
Heldur þú að þau fyrirtæki sem svindla á viðskiptavinum sínum verða lengi í rekstri?
Ef þú ert virkilega gráðugur og villt reka gott fyrirtæki til langstíma og græða sem mestan pening þá er best að bjóða viðskiptavinum uppá sem bestu, öruggustu vöruna.
Sjá topp fyrirtækin í dag.
Apple, Google, Microsoft og fleiri. Allt fyrirtæki sem reyna allt sem þau geta til að þóknast viðskiptavinum sínum.
Í samkeppni við hvoraðra.
Hvað væri Apple lengi starfandi ef þeir væru "gráðugir" einsog þú nefnir það og selja einhver gerfi plast síma sem nýja iPone 6 til þess að "græða sem mest"
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2013 kl. 14:37
Hvells
Síðast þegar ég leit þá eru flest íslensk olíufyrirtæki í góðum gír þrátt fyrir að hafa svikið stórfé af viðskiptavinum sínum í gegnum verðsamráð.
Google, Apple, Amazon og fleiri eru að gera það gott, Microsoft er reyndar að mjólka út síðustu dropana úr einokun sinni á notenda og fyrirtækjamarkaði og eru að dala hægt og rólega þökk sé Google, Apple, Amazon og fleiri.
En það eru til helling af fólki sem stofnar fyrirtæki fyrir skyndigróða eða þá að fólk tekur bara rangar ákvarðanir og veldur þannig viðskiptavinum sínum stórtjóni.
Eru ekki til dæmi um fyrirtæki sem reikna það einfaldlega út hvort það er hagkvæmara að borga út fyrir lögsóknir sem þeim berast frekar en að tryggja öryggi vöru/verksmiðju sinnar?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.