Klúður

Ljóst er að allar aðgerðir Semkeppniseftirlitsins hafa verið klúður.

Hvernig er olíumarkaðurinn í dag?

Hvernig er geiðslukortamarkaðurinn í dag?

Hvernig er matvörumarkaðurinn í dag?

Þetta verður enn eitt ruglið. Hvellurinn spáir því.

Þeir beita 10. og 11 grein sem segir

10. gr. Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar.

11. gr. Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð.

 

hvells


mbl.is Rannsaka meint ólögmætt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, það var reynt að gera eithvað í þessu með olíufélögin og það endaði með því að samkeppnisyfirvöld voru hökkuð í spað af þáverandi ríkisstjórn, yfirmenn settir á kanntin og nýtt lið fengið inn.

Og hvað á fólk að lesa úr því að þingmeirihlutanum hlakkar núna rosalega til þar sem það á að skera allan "eftirlits iðnaðin" niður.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 14:49

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef við viljum skapa hér hagvöxt og efla lítil og meðalstór fyrirtæki er nauðsýnlegt að skera niður allt óþarfa skriffinsku.

Möppudýrin verða að finna sér eitthvað annað til að gera.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2013 kl. 17:14

3 identicon

Það sem þú ert að segja jafnast á við að segja að það ætti að stórskera niður hjá götudeild lögreglunar þar sem fólk þarf að komast leiðar sinnar hratt og við viljum ekki að einhverjir ríkisplebbar eru að hægja á umferðini.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 18:58

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei. Nú ertu að skrumskæla það sem ég var að segja.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2013 kl. 21:21

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir svona húsleitum.

Á fákeppnismarkaði er oft hætta á samráði, Samkeppniseftirlitið og þeir sem hafa lært Hagfræði 101 hljóta að vita það. 

Greiðslukortafyrirtækin borguðu stórar upphæðir og voru það ekki símafyrirtækin líka sem játuðu og greiddu sekt?

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2013 kl. 21:45

6 identicon

Hvells, ekki skrumskæling heldur umorðun, Lögreglan er eftir allt bara annar armur eftirlits iðnaðarins ekki satt og hefur áhrif á mörg lítil fyrirtæki.

Það sem þarf að gera er að benda á hvaða hlut "skriffinskunar" er ofaukið og taka hann út í staðin fyrir því að blóta henni allri og fjarlægja þætti sem allir eru sáttir við.

Hvað finnst þér til dæmis vera ofaukið þegar það kemur að litlum fyrirtækjum?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband