Mánudagur, 9. september 2013
Almannahagsmunir?
Það er enginn skaði í almannahagsmunum að færa flugvöllin um 50km.
Það eykur almannalífsgæði og því er nauðsýnlegt að flugvöllurinn fer til Keflavíkur.
hvells
![]() |
Taka verði tillit til almannahagsmuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Síðan hvenær er það í þágu almannahagsmuna að lengja samanlagða ferðaleið fram og til baka milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar um 170 kílómetra?
Rímar það við það, að það var talið til framdráttar almannahagsmunum þegar Hvalfjarðargöng voru gerð, en þau stytta ferðaleiðina um 82 kílómetra?
Ómar Ragnarsson, 9.9.2013 kl. 16:00
Hvernig færðu það út, Ómar, að ferðaleiðin lengist um 170 km????
Jóhann Elíasson, 9.9.2013 kl. 16:19
Það þarf að athuga það að margir landsbyggðarmenn sem nýta sér innanlandsflug eru á leið til útlanda.
Með því að lenda beint á keflvavíkurflugvöll þá sparar þú þér alla reykjanesbrautina fram og til baka eða 100km.... ekki 170km
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.9.2013 kl. 16:45
Ómar stillir þessu svona upp en það eru um 90km fram og til baka frá Rek til Kef en þessir 80km sem vantar þá upp í að þetta verði 170km er það að farþegar þurfa að fljúga þessa 80km ef völlurinn væri í Kef.
Það væri auðvitað alveg ómögulegt fyrir fólk að bæta þessum nokkrum mínútum á sig á flugi!!
Friðrik Friðriksson, 9.9.2013 kl. 17:00
Þá hækkar fargjaldið nóg til að farþegum fækki það mikið að flugfélögin bara hætta þessu.
200+ manns verða atvinnulausir með það sama, með tilheyrandi keðjuverkandi áhrifum.
Já, það er voða sniðugt að fljúga til EF.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.9.2013 kl. 18:12
Innanlandsflug mun ekki breytast þó að flugvöllurinn verði í kef.
Einsog ég sagði áðan þá er helmingurinn sem er að nýta sig innanlandsflug að fara erlendis hvort sem er og því er gríðarlegur sparnaður að geta lent beint í KEF og taka svo flugið til útlanda þaðan.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.9.2013 kl. 18:39
Hvers vegna er flugvöllurinn í Vatnsmýrinni aðalmálið umdeilda núna?
Er það vegna mófuglanna í Vatnsmýrinni, sem refurinn hefur nánast útrýmt á landsbyggðinni? Eða er það vegna þess að planið er að rækta bæði mófugla og ofurríka auðmenn í sama botnlausa mýrarfeni Vatnsmýrarinnar?
Eða á að hýsa ofurríka einstaklinga í skurðaðgerðir á nýja skurð-landsspítalann löngu planaða?
Er ekkert alvarlegra að í Reykjavík og víðar á Íslandi, og reyndar í eldfimum málum framtíðar-friðarheimsins þessa dagana, sem þarf að taka á strax?
Eða er heimsveldið búið að ákveða allar niðurstöður fyrir löngu, og látið eins og einhverjir "stjórnmálaflokkar" hafi valdið eftir sveitarstjórnar-kosningar?
Fölsk leiklist (lygi og blekkingar) er víst aðal-hæfileikasvið þeirra sem eiga stjórnmálaflokkana, og stjórna bak við svörtu leiklistartjöldin. Bæði þeirra gömlu, og þeirra nýju sem eru í burðarlið spillingar-heimsveldisins. Heims-Gallup-samþykktu á hverjum tíma, í spillingar-herteknu fjölmiðlunum.
Erna Sólberg er búin að kaupa köku í Noregi. Birgitta Jónsdóttir var stórtækari og keypti sína fyrstu íbúð á síðasta kjörtímabili, með verðtryggðu láni.
Þessar stelpur eru opinberandi sigurvissar, vegna Gallup-heimsveldisins planaðrar niðurstöðu.
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.9.2013 kl. 19:03
Hræðilegt til þess að kosningarnar muni fjalla um flugvöllinn enn og aftur!
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2013 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.