Mánudagur, 9. september 2013
Engin afsökun
" En ég fullyrði það, að hluti af þessum vanda eru líka samskipti stjórnenda, starfsfólks og innri vandamál í skipulag. Og það er ekki óeðlilegt að slíkt komi upp í ljósi þess ástands sem verið hefur í íslensku samfélagi undanfarin fjögur ár."
Þetta er engin afsökun
Öll fyrirtæki í reksti þurfa að hafa góð samskipti. Ef þau eru ekki góð þá er það lagað.
En í Landsspítalanum er hægt að koma með þá afsökun að "hér varð hrun fyrir fimm árum"
Þetta er bara rugl og vitleysa og lýsandi dæmi þess að hið opinbera er óskilvirkt og mikil peningasóun.
Svo vill Kristján meiri peninga?
hvells
![]() |
Ráðherra segir meira þurfa en peninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Það er til einföld lausn á þessu: Einkavæðing
Helgi (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 12:30
Það má hleypa einkaframtakinu í heilbrigðiskerfið í meira magna.
Læknar eru frumkvöðlar. Ef þeir fá að taka frumkvæði til hagsbótar fyrir sjúklinga þá munum við upplifa betri þjónustu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.9.2013 kl. 13:44
Já, þjónustan yrði betri,,,, fyrir okkur sem höfum efni á henni.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 22:03
@3: Læknar gætu ekki verðlagt sína þjónustu að vild ef hér ríkti samkeppni. Geta t.d. fataverslanir, snyrtistofur, bílaumboð eða matvöruverslanir verðlagt sig að vild?
Ekki er nóg bara að einkavæða og halda þar með að allur vandi sé leystur - tryggja þarf samkeppni á markaðinum og það er yfirleitt best gert með því að halda hinu opinbera sem lengst frá viðkomandi markaði.
Helgi (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 13:51
Helgi, ég er alveg sammála því og er hrifin af einkavæðingu í principi. Ég hinsvegar lít yfir Íslenska markaðin og sé það að hefur nánast aldrei ríkt raunveruleg samkeppni enda er fjöldi aðila á markaðinum lítill og samráð er auðvelt.
Síðan er hægt að líta á það að með því að að vera nánast einrátt á markaðinum þá hefur ríkið haldið niðri launum allra mismunandi stéttana sem vinna við þetta og um leið og samkeppni um mannskap byrjar þá hækka laun allra sem veltur yfir í verðlagið.
Ef þú villt sjá dæmi um hvað skeður þegar ríkið fjarlægist framkvæmdina á verkinu og verður eingöngu greiðandi þá geturu litið á tannlækna og hvað skeði þegar þeir vildu fá meiri pening en ríkið var til í að greiða.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.