Sunnudagur, 8. september 2013
óútskýrður?
Ég stórefa að þetta sé svona. Eða í raun er þetta bull.
Afhverju birtir BSRB ekki útreikningana á þessu?
Ég vill sjá gögn um þetta.
Með því að segja óútskýrður þá ertu að leiðrétta fyrir menntun og BA í kynjafræði er lögð að jöfnu við BS í efnaverkfræði.
hvells
![]() |
Karlar með 20% hærri laun í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Það er enginn óútskýrður launamunur - þetta er bara þessi venjulegi áróður.
Launamunur er enginn - karlar vinna meira og leita yfirleitt í hættulegri störf þar sem launin eru hærri. Hve margar konur eru frystitogarasjómenn? Hve margar konur eru vélstjórar? Hve margar konur vinna á olíuborpöllum? Ætli konur með próf í hár- og snyrtifræðiiðngreinum þéni jafnmikið og rafvirkjar og píparar? Menntunin er að lengd hin sama. Ætli þetta verði ekki næsti skandall?
Ég dáist að þér fyrir að nenna að skrifa um þetta en það er samt nauðsynlegt - mér dettur ekki í hug að taka mark á þessu. Niðurstaðan segir miklu meira um þá sem rannsaka þetta en þennan launamun sem þeir segja vera til staðar :-) Ætli kynjafræðingar hafi rannsakað þetta?
Helgi (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 17:37
Það er hamrað um þenna óútskýrðan launamun stanslaust allt árið. Í fréttum, í auglýsingum og svo má maður ekki fara í Kinguluna án þess að rekast á einhvern glervegg sem á að tákna það að konur geta ekki fengið stöðuhækkun.
Allt án heimilda nema fréttartilkinningar um að það sé svo og svo mikill launamunur kynjanna. Óútskýrður. Ég hef aldrei fengið að sjá forsendur né útreikninga um þetta. Fréttamiðlar éta þetta upp gagnrýnsilaust og þetta verður fyrsta frétt í fréttatímanum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2013 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.