Laugardagur, 7. september 2013
Vinstir menn og skattar
Vinstra stjórnin kom á fót "allir vinna" sem felur í sér endurgreiðslu á skatti til að skapa hvata til þess að ráða menn til að laga húsin sín. Skapar atvinnu.
Vinstri menn gáfu gríðarlegan skattafslátt til kísilver á bakka til að skapa hvata fyrir fjárfestingu. Skapar atvinnu.
Vinstri stjórn endurgreiðir skattta af rannsókn og þróun hjá nýsköpunarfyrirtækjum til að skapa hvata og störf.
Vinstri stjórnin bauð skattaafslátt ef þú fjárfestir í sprotafyrirtækjum.
Vinstri stjórnin endurgreiðir kvikmyndaframleiðunum kostnað til að auka tekjur og skapa störf.
Sam halda vinstri menn því fram að með því að lækka skatta ALMENNT þá skapi það enga hvata og engin störf... menn einsog Stefán Ólafsson kallar þetta vúdu hagfræði og þaðan af verra.
Sér enginn tvískynnunginn í þessu nema ég?
hvells
![]() |
Veltan hefur margfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Fínt hjá þér að vekja athygli á þessu.
Annars er ég alltaf að bíða eftir alvöru umræðu um skatta: Á hvaða forsendu má ríki/sveitarfélög innheimta skatta af fyrirtækjum og einstaklingum? Hvaða leyfi hafa þessi fyrirbæri til að taka fé af fólki og fyrirtækjum? Hvaða prinsipp leyfir það? Hvaða prinsipp stoppar þessa aðila í því að taka allar tekjur fólks af því?
Ég sagði í færslu á ykkar síðu fyrir ekki svo löngu síðan að allir skattar ættu að vera 9%: vsk og tekjuskattur á fyrirtæki og einstaklinga. Ef slíku yrði hrundið í framkvæmd á morgun yrði hér ekkert atvinnuleysi haustið 2014.
Helgi (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 18:19
Þetta er ekki tvískinnungur heldur stýring. Vinstri menn meina þetta.
Taka fyrst 50% skatta af launatekjum. Gefa síðan smáafslátt af kostnaði þegar afgangnum af laununum er ráðstafað.
Allir vinna? Sumir vinna og aðrir vinna - orðið sjálft felur í sér tvískinnung.
Kolbrún Hilmars, 7.9.2013 kl. 18:53
Já það er löngu kominn tími á að lækka skatta.
Ég sjálfur hef verið dálitið heitur fyrir http://www.fairtax.org. Hef lesið mig um þarna á vefsíðunni og finnst þeir vera með solid rök. Vera bara með 25% söluskatt og ekkert annað. Þá ertu bara að skattleggja neyslu. Sem er tækinlega séð valkvæð. En engann tekjuskatt né fjármagstekjuskatt. Atvinnuleysið mundi hverfi strax og fjölmörg fyrirtæki mundi vilja fjárfesta hér á landi og jafnvel hafa höfuðstöðvarnar á Íslandi.
En svo lengi sem það á að lækka einhver skatt. Hafa 9% skatt yfir línuna. Ég mundi stiðja það að sjálfsögðu líka. Allt annað en óbreytt kerfi.
Kolbrún
Góður punktur hjá þér og kómískt :)
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2013 kl. 19:13
áhugaverður pistill
Með Stefán Ó, hann neitar ekki að lægri skattar mynda hvata. Það sem hann kallar vúduhagfræði er að lækkun skatta auki tekjur. því lægri skattar, því hærri tekjur!
Sleggjan trúir á Laffer Kúrfuna.
Tekur eftir að ég segji "trúi", því í hagfræðinni virðist vera að það séu engar staðreyndir til að styðjast við, heldur aðeins kenningar.
kv
sl
Sleggjan (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 22:02
Endurgreiðslufyrirkomulagið í kvikmyndageiranum var nú raunar sett á í tíð hægri stjórnar, svona ef þið nennið að fakttékka bullið í ykkur.
kísilverið var blyunarlaust kjördæmapot, enda engan árangur að sjá af því.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2013 kl. 00:26
Jón
You crack me up everyday :D
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2013 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.