Kvótakerfið

Það er mjög gaman að hlusta á fólk sem er á móti kvótakerfinu í sjávarútveginum en hefur ekkert á móti mjólkurkvótunum.

Þetta er alveg eins.

Ef þú vilt byrja að fiska þá þarftu að kaupa margmilljóna kvóta.

Ef þú vilt byrja í mjólkurbransanum þá þarfut að kaupa margmilljóna kvóta.

Kvóti er settur á mjólkina til að halda uppi hærra verði til almennings.

Bjartur í Sumarhúsum kemur sterkur inn.

hvells


mbl.is Kaupa meiri mjólk af bændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvótakerfið er besta kerfið í sjávarútveginum.

Ég er hinsvegar ósammála þeirri stefnu að ríkissjóður gefir kvótann á 0kr til aðila. Sá aðili er heima í stofu og selur svo til útgerðarinnar og hirðir gróðann.

Kvóti er verðmætur. Kvóti er verðmætari en 0kr.

Þessvegna á ríkið að selja kvótann á hærri en 0kr.

Jafnvel á frjálsum markaði (nú hoppa frjáhyggjuhægrimenn hæð sína af gleði ekki satt).

Ríkissjóður er skuldugur. Fínt að nota kvótasöluna til að grynnka á skuldum. Og jafnvel lækka tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt í 20% í leiðinni ef vel tekst við kvótaleiguna árlega.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 10:53

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kvótinn er nú þegar á frjálsum markaði.

Ef þú vilt fara á sjó þá þarftu að kaupa kvóta. 

Ef ríkið tæki kvótan til sín þá væri það eignarupptaka sem er bannað samkvæmt stjórnarskrá Íslands. Mjög líklegt að ríkið verður skaðabótaskilt því meirihlutinn af kvóta hefur verið skipt um hendur þ.e þeri sem fengu kvótann gefins á sínum tíma hafa losað sig við hann. 

"Frá því aflamarkskerfið var tekið upp hafa yfir 80% af þeim veiðiheimildum sem úthlutað er á hverju ári hafa skipt um hendur."

http://www.liu.is/upplysingaveita/audlindagjald/gallar-fyrningarleidar/

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2013 kl. 16:29

3 identicon

Rétt er að kvótinn gengur kaupum og sölum. Mistök voru gerð í byrjun, tengt spillingu og ógeðisskap. Hlunnfara ríkissjóð svona gróflega eru hræðileg mistök. Ég vona að þú sért ekki að styðja þann hrottaskap.

Annars er hneiksli að Makrílkvótinn var gefinn á 0 kr. Það var engin eingarréttur. 

Svo má allur viðbótarkvóti fara á markað strax, fyrir ríkissjóð (borga niður skuldir).

sl

sleggjan (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband