Föstudagur, 6. september 2013
Já sinnar höfðu rétt fyrir sér
Það er núna ljóst að já-sinnar höfðu rétt fyrir sér. Að Landbankabúið gæti borga Icesave og ekkert mundi falla á skattborgara.
En við létum þjóðrembuna þvælast fyrir okkur og sögðum NEI með tilheyrandi óbeinum kostnaði einsog lélegt lánstraust (féllum í ruslflokk) og almennt traust á markaði minnkaði.
Reynslan sýnir að JÁ sinnar hafa haft rétt fyrir sér í öllum þeim málum sem þeir hafa beitt sér fyrir og því á fólk að treysta á JÁÍsland þegar kemur að mati á ESB umsókn Íslendinga.
Sjá nánar á jaisland.is
hvells
![]() |
579 milljarðar endurheimst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða grjóti barðiru hausnum við núna???
Hver hefði borgað vextina ef já hefði verið svarið í icesave-málinu???
Því er auðvitað auðsvarað enda hefði það lent á mér og þér ásamt öllum hinum þegnum landsins í tvo til þrjá ættliði að minsta kosti...
Jaisland er mesta öfugmælabatterí sem finst hér á landi og er þeim ekki treystandi fyrir fimmaur, hvað þá evrusenti...
Ólafur Björn Ólafsson, 6.9.2013 kl. 08:48
Hvaða endemis rugl er þetta í þér, Hvellur? Veiztu ekki, að jafnvel samkvæmt Buchheit-samningnum hefðum við orðið að borga ÓAFTURKRÆFA VEXTI af því, sem ekkert var og engin þjóðarskuld? Þetta hefði allt lent á herðum þjóðarinnar vegna ólögvarinnar kröfu Breta og Hollendinga, alveg án tillits til þess, hvort þrotabú Landsbankans hefði átt fyrir þessu!
Miðað við aprílbyrjun þessa árs hefðum við verið búin að borga 65 milljarða króna skv. Buchheit-samningi Steingríms, allt í erlendum gjaldeyri, og meira myndi bætast við! Síðan þá hefði þetta enn versnað:
Daníel Sigurðsson véltæknifræðingur ritar nýlega á þá vefsíðu Samstöðu þjóðar:
Tilvitnun lýkur, og farðu nú að læra af þessu, Hvellur! Það er til lítils að ganga um með knallettuhvellum innan um fullorðið fólk, ef það leiðir til þess eins, að vanþekking þín á málum afhjúpast. En batnandi mönnum er bezt að lifa, og ég vona að þér auðnist að bæta ráð þitt.
Jón Valur Jensson, 6.9.2013 kl. 09:35
Það er eðlilegt að NEI-sinnar rísa uppá afturlappirnar þegar raunveruleikinn slær þá utanundir.
Óbeinn kostaður vegna þjóðrembu Íslendinga hefur kostað þjóðina MÖRGHUNDURÐ
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 09:43
MILLJARÐA
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 09:43
Enn eru til menn sem ekki viðurkenna að hafa verið á villgötum, leiddir áfram af blindri þjóðrembu og heimsku. Þannig er það enn þó staðreyndir blasi við.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.9.2013 kl. 09:50
Hvað hafa nei-sinnaðir þjórembingsbjálfar kostað þessa þjóð mikið? Hvað leggst mikill skaðakostnaður á herðar almennings og framtíðarkynslóða vegna fábjáháttalags þeirra?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2013 kl. 13:46
Vá, Já. Nú þegar þetta er komið svona vel á Hvells-hreint þá hljóta HUNDRUÐ MILLJARÐAR að vera komnir í hús eða mjög skammt undan. Einföldunar ESB-sinna raunveruleikinn er enn einu sinni lyginni líkastur.
Jón G (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 21:28
Hvellur, þú kemur ekki með nein rök í þessu svari þínu, og ekki bætir úr skák fyrir þér að fá til liðs við þig tvo harða vinstrimenn sem aðhyllast þverhausa-þankagang í þessu máli og hafa það hér helzt sér til raka, að Icesave-andstæðingar hafi verið haldnir heimsku og fábjánahætti! Þarna hæfir nú skel kjafti, þar sem þið þrír komið saman, og mundu, að Ómar Bjarki virðist mér vera sá, sem manna mest hefur talað illa um íslenzku þjóðina á síðari árum (á Eyjunni og Moggabloggi). Segðu okkur, hverjir vinir þínir eru, og við vitum þá meira um þig sjálfan. Ég held að Sleggjan, félagi þinn, sé hreinasta hátíð hjá þér sjáfum.
Jón Valur Jensson, 6.9.2013 kl. 21:45
Sé það nú, eftir að hafa lesið skotheldar röksemdir Ómars, að við hefðu grætt hundruðir milljarða ef við hefðum greitt 75 milljarða í óafturkræfa vexti til holland og bretlands. Hef ekki hugmynd um hvernig, en þessi Ómar virkar rosalega sannfærandi á mig. Maðurinn er augljóslega algjör snillingur, borgaðu vexti og þú færð þá margfalt til baka. Svo er manninum augljóslega illa við íslendinga, en vill þeim samt allt hið besta, þvílíkur snillingur þessi maður, enda blómstraði hann á málefnunum forðum daga.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 01:25
Lög EES um tryggingasjóð innistæðueigenda segja skýrt að þjóðríkin, sem falla undir þessi lög, séu ekki í ábyrgð. Eina sem lögin segja um ábyrgð ríkjanna er að þau eru skyldug til að sjá um að tryggingasjóður sé stofnaður, ekkert annað. Það eru svo bankarnir sem eru ábyrgir fyrir tryggingasjóðnum.
Nýlegur dómur EES í þessu máli styður þetta.
Jóhannes (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 11:56
Og hvernig gengur Ómari Bjarka Kristjánssyni, Hvellinum og Jóni Inga Cæsarssyni að borga sinn hugsjónahlut í meintu "Icesave-skuldinni" til Breta og Hollendinga?!
Jón Valur Jensson, 7.9.2013 kl. 12:28
Nú nú. Varðandi Icesaveskuld þeirra framsjalla, þá er það þannig að Ísland borgar hana uppí topp (ekki aðeins lágmarkið) plús álag. Borgar Icesaveskuldina uppí topp plús álag.
Það væri svo sem í lagi því eignir hins fallna banka borga mestanpart - ef ekki værii fyrir skaðakostnaðinn sem var af völdum öfgaþjóðrembingskjána. Og er sá skaði stærri en upphaflega skuldin að öllum líkindum.
Þessum skaðakostnaði þröngvuðu öfgasinnar og þjóðrembingskjánar á herðar alls almennings og framítðarkynslóða, nýddust á landi sínu og þjóð, og skömm þeirra og aumingjaháttur mun verða uppi meðan þetta land er byggt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2013 kl. 13:19
Greinilegt er að þarna er n.k. minningagrein um Icesave málið. Það var alltaf vitað að eignir þrotabúsins væru nægar til að greiða skuldirnar. En það vildu æsingamennirnir ekki vilja vita.
Ríkisstjórn Jóhönnu vildi leysa þetta vandræðamál með samningum. Við urðum af meiri skell af frestun málsins en sem nam hagnaðinum við að draga þessa vitleysu á langinn.
Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2013 kl. 17:18
67 milljarða ÓAFTURKRÆFAR VAXTAGREIÐSLUR* værum við búin að inna af hendi til Breta og Hollendinga, miðað við 1. júlí þessa árs, skv. Icesave III-samningnum (Buchheit-samningum, sem átti að vera svo hagstæður og "kalt mat" "sjallans" Bjarna Benediktssonar, að rétt væri að samþykkja, og allt í beinhörðum gjaldeyri sem ríkissjóður væri búinn að sjá af í þetta svarthol ef þjóðin hefði ekki hafnað þessum ólögvarða samningi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011. Meira myndi svo bætast við með næstu greiðslum skv. samningnum!
En þið purkunarlausu Samfylkingar-snatarnir viljið ekki láta ykkur þetta og 12,9% fylgisniðurstöðu flokks ykkar í vor að kenningu verða!
Sem betur fer hefur þjóðin haft vit fyrir svona villingum, ykkur og Steingrími Joð, Jóhönnu og Bjarna Ben.!
Jón Valur Jensson, 11.9.2013 kl. 12:23
Því miður virðast sumir menn trúa því að jörðin sé flöt og ekki megi ræða annað. Alltaf var ljóst fyrir að nægar innistæður voru fyrir hendi. Útistandandi skuldir Landsbankans stóðu undir skuldbindingum Icesave.
Þessi þvergirðingsháttur kostaði okkur tugi milljarða að mati Björgvins Guðmundssonar sem taldi að tap okkar væri nálægt 60 milljörðum.
Því miður voru æsingamennirnir sem réðu ferðinni og fengu Ólaf Ragnar til að aðstoða sig. Og nú sitjum við uppi með fremur ráðalausa ríkisstjórn sem rauk af stað í bráðræði. Hún mun kosta okkur mikið áður en árið er liðið.
Guðjón Sigþór Jensson, 12.9.2013 kl. 07:31
Guðjón:
"Alltaf var ljóst fyrir að nægar innistæður voru fyrir hendi."
Jæja, var það "alltaf ljóst"?! Ekki var það málflutningur Jóhönnu þinnar né Steingríms árin 2010-11, til dæmis! Ekki heldur mat þjóðarinnar, þegar Icesave-samningarnir, með hrikalegum tölum, voru teknir til þjóðaratkvæðis.
"Útistandandi skuldir Landsbankans stóðu undir skuldbindingum Icesave."
Eitt var að standa undir "skuldbindingum Icesave" -- og reyndar ekki enn komið í ljós, hvort þetta dugar -- og annað að borga samningsvexti skv. Buchheit-samningnum. Þeir hefðu EKKI endurgreiðzt ríkissjóði úr þrotabúi Landsbankans.
Til hvers ertu að rita um þetta mál, ef þú veizt ekki svona grundvallar-staðreyndir?
Og annað blaður þitt hér bætir ekki upp þinn þekkingarskort. Farðu nú að sinna þínum bókum eða bara Esjunni. :)
Jón Valur Jensson, 12.9.2013 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.