Miðvikudagur, 4. september 2013
Framsóknarvíxillinn
Framsókn ber ábyrgð á glórulausu 90% lánunum til að fixa atvkæði.
ÍLS hefur verið á könnu Framsóknar frá upphafi. Það hefur kostað okkur landsmenn 170 milljarða. Verst að við getum ekki sent þennan víxil á XB.
En samt vogar forsætisráðherra að ljúga að þjóðinni að tapið sé "einungis" 40milljarðar
hvells
![]() |
Gæti þurft að brúa 170 milljarða gat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
90% lán eru möguleg í flestum, ef ekki öllum löndunum í kringum okkur og er jafnvel hægt að fara í 95% í t.d. Danmörku.
Hér fór fólk offari þar sem að flestir reiknuðu ekkert sjálfir heldur létu bankann um það. Það er íslendingum nefnilega eðlislægt að trúa öllu sem að verslunaraðilar segja þeim og kvarta svo undan verkjum að aftan.... enda eru íslendingar einir verstu (og heimskustu) neytendur í Evrópu, jafnvel í víðri veröld. Yfirleitt versla íbúar Evrópu (þeirra landa sem við berum okkur saman við) með töluverðri meðvitund (um hlutfallslegan kostnað, uppbyggingu verðs, álagningu osfrv.) meðan að íslendingar versla meðvitundarlausir og uppá krít.
Það eru 90% lán bankanna sem settu ekkert hámark á veðsetningarhlutfall eða hámarksupphæð (Íbls var með 25 millur) sem kostuðu mikið en þau lán er voru að fullu í skilum voru flest hver "tekin yfir" af íbúðalánasjóði.
Af þeim lánum sem Íbls veitti er nefnt 40ma tap, restin af yfirteknum vondum lánum.
Síðan er það að í stað þess að glíma við tapið hefur undanfarin ár verið sett inn í hítina "fjárfesting" frá ríkinu....
Þeir sem fóru varlega við gylliboðin eru að njóta þess í dag.
T.d. að endurfjármagna aðeins þegar að 4,15% vextirnir buðust í stað þess að spenna bogann svo hátt að ein lítil vaxtabreyting hefði sett þá á hliðina.
Það að reyna að kenna pólitískussum um er bara "pointing finger & assigning blame". Almennt hegðuðum við okkur eins og bjánar og uppskárum eftir því.
Óskar Guðmundsson, 4.9.2013 kl. 16:54
stjórnmál um allan heim eru bara brandari.
lélegur.
finnst það ekki mikill lýðræði að fá að stjórna sirka hverjir ræna okkur í það og það skiptið, eða hinn valkostinn hver fær að vera stjórnsöm hræðslugjörn mamma í 4 ár.
sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 17:05
Nei það er ekki rétt að 90% lán séu einhver regla annarsstaðar. Þvert á móti.
Það var alveg vitað fyrirfram á sínum tíma að gífuregur skði yrði af þessu kosningaloforði framsóknarmannaflokksinns og allar skammstafanir, innanlands sem utan, vöruðu sterklega við þessu og báðu framsóknarmenn um að haga sér einu sinni eins og menn og hætta við vitleysuna - án árangurs. Því fór sem fór hundruða milljarða skaðakostnaður lagðist á herðar almennings.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2013 kl. 17:22
Og ps. lítið hefur heyrst um svokölluð Lyklalög eftir að Elítan komst að kjötkötlunum. Þessvegna kom mér á óvart að heyra einhvern sjallann taka það mál upp á dögunum og sagði eitthvað á þá leið að ,,það væri stefna sjalla". Þ.e. að fólk gæti skilað lyklunum og laust allra mála o.s.frv.
Eg ætlaði ekki að trúa mínum eyrum þegar ég heyrði sjallann segja þetta (þingmaður sem eg man nú ekki hver var)
Það er augljóst að þeir sem tala á þann hátt að bara ekkert mál væri að setja þetta í lög, þ.e. að hægt sé að skila lyklum og labba burt, - þeir hafa ekkert kynnt sér efnið.
Að sjálfsögðu er það stórmál sem mundi hafa afleiðingar og ófyrirséða keðjuverkun á allan hátt.
Það er ekkert tilviljun að þetta fyrirkomulag er hvergi.
Já já, þá nefna menn BNA - en málið er þar er það með allt öðrum hætti en menn tala hér. Er ekkert einfallt dæmi í BNA. Það er allskyns atriði sem spila inní þar og gott ef ekki að tryggingafélög séu í raun á bakvið dæmið sem bakköpp. Bara allt annað kerfi og flóknara og margslungnara í BNA og alls ósambærilegt við það sem menn eru að tala um hér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2013 kl. 17:29
Hafi menn athugasemdir við lán yfir 80% veðrýmis, hlýtur að þurfa að gera sömu athugasemdir við lán sem eru fyrst 80% og hækka svo í 90% og enda loks með því að fara langt yfir 100%. Glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á því nú þegar hverskonar lán það eru sem hafa þennan séríslenska eiginleika.
;)
Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2013 kl. 21:10
Guðmundur
Ein spurning til þín
Þú ert alltaf að segja að bankarnir eru að græða á tá og fingri á verðtryggðum lánum.
Hvernig stendur þá á því að ÍLS sé á kúpunni?
Hvernig getur það staðist vist að veita verðtryggt lán sé ávísun á ofsagróða?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2013 kl. 22:00
Hvells,
Það er grundvallar munur á rekstri ÍLS og rekstri viðskiptabanka.
"Tap" Íls er tilkomið af nokkrum ástæðum. Ein ástæðan er að eftir hrun fengu a.m.k. sumir bankar og sparisjóðir að "selja" Íls hluta af útlánum sínum sem þeir og gerðu, þ.e. þann hluta sem var lélegastur og yfirfærðu þannig hugsanlegt tap sitt yfir á Íls. Önnur ástæða eru of mikil eða óvarkár útlán Íls til byggingarverktaka og slíkra aðila. En stærsta ástæðan er sú að Íls á ekki eigið fé til þess að lána út og fær því fé að láni frá öðrum aðilum svo sem lífeyrissjóðum (á a.m.k. 3,5% vöxtum + verðtryggingu) sem Íls endurlánar svo íbúðakaupendum. Það hefur sýnt sig undanfarin ár að það er fjandi erfitt fyrir íbúðakaupendur að standa undir 4-5% vöxtum að viðbættri verðtryggingu og jafnvel þó að kaupendurnir/lántakendurnir nái að standa undir þessari vaxtabyrgði þá hækka lánin og hækka oft langt umfram markaðsverð eða veðandlag fasteignanna. Þetta þýðir einfaldlega að hætti fólk að borga, sem margir gerðu/gera, getur Íls í reynd gengið að húsnæðinu upp í lánin, en þar sem lánin eru hærri en verðmæti hússins myndast þetta útlánatap.
Hjá viðskiptabönkunum er þetta aðeins öðruvísi þar sem þeir lána vissulega á svipuðum kjörum og Íls, en bankarnir eru ekki að lána annarra manna fé, þeir eru að mestu leyti að lána fé sem raunverulega er ekki til. Þ.e.a.s. fé sem verður til í tölvukerfi bankanna sjálfra. Fé sem er búið til úr "engu". Bankarnir hafa í reynd "einkaleyfi" á að búa til slíkt fé. Þegar fólk greiðir ekki slík lán til baka er það vissulega meðhöndlað sem tap í bönkunum og það jafnvel þó að raun tapið sé akkúrat ekki neitt þar sem peningarnir voru búnir til úr "engu". Þetta þýðir einfaldlega að vaxtatekjur bankanna eru svo háar (þ.e. vegna peningaprentunar og hefðbuninna vaxtatekna) að þrátt fyrir einhver óumflýjanleg útlánatöp eru þau miklum mun lægri en tekjurnar og þar með skilar bankinn hagnaði en ekki tapi.
Þá hafa bankarnir enn eina sérstöðuna. Hún er sú að þegar banki tapar útláni, þ.e. fær ekki lán greitt til baka afskrifar bankinn útlánið að einhverjum tíma liðnum í bókhaldinu hjá sér. Tapið er meðhöndlað sem rekstrarkostnaður í þeim skilningi að það er notað til þess að dregið frá tekjum bankans sem "lækkar hagnað" bankans og þar með skattgreiðslur. Bankinn getur hins vegar og gerir haldið áfram að innheimta kröfuna, þrátt fyrir að hún hafi verið afskrifuð hjá bankanum og nýtt til þess að lækka skattbirgði bankans. Þetta mega þó engin önnur fyrirtæki, en bankar gera.
Hægt væri að leysa rekstrarvanda Íls með því einfaldlega að breyta sjóðnum í banka, þ.e. leyfa honum að "prenta peninga" með sama hætti og viðskiptabönkunum, en það myndi skapa önnur vandamál svo sem fyrir lífeyrissjóðina. Hvert ættu þeir þá að lána peningana sína.
Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 22:38
1. Fengu að "selja" lán til ÍLS. Hef ekki heyrt það. Þú mátt koma með heimildir. En ÍLS átti þá ekki að "kaupa" einhverja þvælu. Það á að reka ÍLS sem alvöru fyrirtæki. Hver ber ábyrgðina á því að hafa "keypt" rusl? XB? Hver tók þá ákvörðun?
2. Bankarnir lánuðu líka til verktaka. En einsog ég sagði í færslunni þá er verðtryggt lán ekkert óvísun á gróða þú þarft að kunna að lána. Það má ekki afgreiða tapið sem "óvarkár lán". Bestu bankarnir kunna að locata capitalið á sem bestan hátt og það þarfnast gríðarlega færni. Banki (eða lánastofnun) sem lánar óvarkárt er einsog bílvélavirki sem kann ekki að laga bíl.
3. ÍBL er með eigiðfé. Í raun eru þeir að "prennta peninga" í miklu meira magni en bankarnir því eiginfjárhlutfallið hjá ÍLS er mun minna en bankana.
Úr ársreikningi 2012: http://www.ils.is/library/Skyrslur-og-samningar/arsskyrslur/%C3%81rsreikningur%20%C3%8Db%C3%BA%C3%B0al%C3%A1nasj%C3%B3%C3%B0s%202012.pdf
Eigið fé ÍLS er 14 milljarðar. Ekki 0kr einsog þú segir.
Eigiðfé ÍLS er 3,2% en t.d eigiðfjárhlutfall Landsbankans er 26%.
ÍLS er að prennta og prennta peninga. Meira en bankarnir er samt rekið með tapi.
Gæti kannski verið að verðtryggð lán er ekki eins mikið "gróðastíja" einsog margir halda fram?
Þú ert greinilega nýbúinn að horfa á "money as debt" myndina.... jafnvel bæði vol 1 og 2....
En rauveruleikinn er sá að Seðlabankinn er sá sem er að prennta peninga. Enginn annar.
En Fractional-reserve banking er ósköp eðlilegt kerfi og ef við höfðum það ekki þá væri lífskjör hérna mun verri en hún er í dag.
Þú getur lesið færsluna her að ofan um "moneymasters" sem segja að bara vegna BASEL 3 minnka lífskjör í kreppunni. En BASEL 3 er verið að minnka "peningaprenntunina" einsog þú kallar það.
hvells
hvellls
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 09:55
Hels það sé eitthvað til í því að lán hafi verið færð úr bönkunum yfir til Íbúðarlánasjóðs. Hvort þau hafi verið verri en önnur dreg eg í efa og hvernig fór með það dæmi fyrir rest skal eg ekki fullyrða um. þ.e. hvort lánin hafi síðan verið færð til baka til bankanna. Í upphafi voru einhver lán færð frá Kaupþing til seðlabankanns. Það snerist um veðsetningu minnir mig.
Reyndar vildu framsóknarmenn á sínum tíma að Íbúðarlánasjóður yfirtæki öll íbúðarlán bankanna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 11:03
Enda eru Framsóknarmenn fjármálasnillingar
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 12:42
Aðal gróði bankana er vegna vertryggðra lána og ofurvaxta.
Hvaðan kemur allur þessi gróði, ef ekki af verðtrygginguni og ofurvöxtum?
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 5.9.2013 kl. 15:08
Spurningin hjá sleggju&hvelli stendur eftir sem áður.
þ.e.a.s. að ef bankarnir græða svona á verðtryggingu&ofurvöxtum - afhverju græðir Íbúðarlánasjóður ekki?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 16:22
Af því að íbúðarlánasjóður situr á húseignunum sem hafa farið í gjaldþrot frekar en að láta þær á söllu.
Ef allar þær húseignir sem íbúðarlánasjóður hefur og setti þær á sölulista þá mundi húseignarrverð standa í stað eða jafnvel lækka örlítið.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 5.9.2013 kl. 16:41
Óframbærileg skýring.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 16:43
Bankar eru með margar eignir sem annaðhvort eru ekki á sölu eða hafa verið til sölu og ekki selst.
Sem dæmi er Landsbankinn með dótturfélag sem heitir Hömlur ehf sem sjá um þessar eignir og nóg er til af þeim.
Þannig að þessi skýring heldur ekki vatni Jóhann.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 16:54
Ps. Ok. eg gæti keypt skýringar eins og JK kemur með - að hluta til. Að hluta til. En ekki sem alsherjar skýringu. Skýringin hlýtur að liggja annarsstaðar því munurinn er svo mikill og upphæðir svo stórar.
Opiber skýring á hagnaði bankanna er sögð vera aðallega ,,arðsemi eigin fjár"
Svo er að vinna sig útfrá því. Hvað er ,,eigið fé" bankanna?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 16:54
Arsemi eigið fjár er bara hagnaður deilt með eigið fé í bönkunum.
Það er í sjálfu sér ekki skýring á hagnaðinum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 17:28
En ef við skoðum árshlutareikning Landsbankans sem er nýgefinn út og skoðum hvar tekjurnar koma.
Í fyrsta lagi græðir LB 7 milljarða á muninum á vaxtatekjum og vaxtagjöldum.
Vaxtatekjur eru t.d innlán í Seðlabanka, skuldabréf, lán til fjármálafyrirtækja, lánt til viðskitpavina.
Vaxtagjöld eru t.d skuld við Seðlabanka, innlán frá viðskiptavinum, útgefin skuldabréf.
Endurmat útlána tekjufærðist um 3 milljarða. Lánasafn fyrirtækja var aukið um 4,2 milljarða en lán hjá einstaklingum var LÆKKAÐ um 950milljónir. Athugið það LÆKKAÐ Á EINSTAKLINGA.
Svo eru liðir einsog skuldabréf sem hækkuðu í virði, hlutabréf sem lækkuðu í virði, gjaldeyrishagnaður og svo framvegis.
Það er nóg að lesa ársreikning ÍLS og svo ársreikning bankana til að átta sig á þessu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 17:35
Nú er Lilja Mósesdóttir búin að skila sínu lyklafrumvarps-verkefni og góðu starfi á alþingi, með dyggri aðstoð stuðningsfólks hennar á sínum tíma. Ekki hentaði Sjálfstæðis-flokks-eigendum né Hreyfingar-flokks-eigendum það réttlætisfrumvarp á sínum tíma, frekar en öðrum flokks-eigendum.
Nú tala þeir Tryggvi Þór Herbertsson og Þór Saari digurbarkalega um hversu gott það frumvarp sé. Tryggvi Þór gerðist meira að segja svo djarfur að eigna Sjálfstæðisflokknum það frumvarp, á ÍNN fyrir stuttu síðan. Nú þarft þú aðeins að skerpa gagnrýnina á Hrafnaþinginu, kæri Ingvi Hrafn. Það er að segja, ef þú hefur vald til þess. (Takk annars fyrir ÍNN).
Svo heyrði ég nýlega Þór Saari hrósa þessu frumvarpi, í þætti með Höskuldi Höskuldssyni á Útvarpi Sögu, og hélt ég þá að ég værir farin að heyra ofheyrnir. Þessi Höskuldur þáttastjórnandi virðist hafa frekar tæpt minni, því Þór Saari kallaði Lilju Mósesdóttur "mesta hræsnara", á síðasta kjörtímabili, og Höskuldur hefur gleymt því. Eða hvað?
Nú spyr ég Þór Saari, fyrrverandi seðlabankastarfsmann og (ESB)-"Stjórnarskrá-Íslands"-stuðningsmann: hverjir eru hræsnararnir? Hvers vegna ekki "Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands"? Lýðræðissinnin Þór Saari svarar því vonandi?
Ég er alveg hætt að skilja í þessu Hreyfingar-sundrungar-hræsni-liði, og annarra flokka hræsni-liði. Vonandi getur einhver útskýrt þetta hegðunarmynstur fyrir mér.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2013 kl. 17:44
Þetta lyklafrumvarp er hræðilegt og brýtur eignaréttarákvæðið í stjórnarskránni.
Ef það fer í gegn mun það kosta ríkissjóð milljarða.
Ef þú heldur að 170milljarða tap á ÍLS sé mikið.... bíddu bara ef þetta frumvarp kemst í gegn.
Svo betur fer er Lilja Mós ekki lengur með völd.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 17:47
Það verður aldrei neitt ,,lyklafrumvarp" framkvæmt. Allaveg ekki eins og fél heldur að það sé. Vegna þess einfaldlega - að það er svo helvíti vitlaust.
Sleggja&Hvellur - jaaa, mér finnst þú glannalegur í skýringum á ,,eigin fé" og arðsemi þar á.
En hitt er svo annað að bankarnir eiga náttúrulega miklar eignir, skuldabréf og hlutabréf og bla bla. Er ekki bara málið að þetta drasl hefur almennt hækkað að virði? Ergo: Loftbóluhagnaður.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 17:57
Hvells,
Ég finn ekki í fljótu bragði heimildir fyirr því að lán hafi verið færð frá bönkunum til Íls. Ég fullyrði þó að það var gert og það ekki með leynd. Enda bæði man ég eftir þessum gerningi og hef séð skuldabréf sem framseld voru til Íls.
Og nei...Íls prentar ekki peninga. Uppistaðan í útlánum Íls
eru peningar sem sjóðurinn tekur að láni og endurlánar svo aftur. Slíkt lánsfé er að sjálfsögðu ekki eigið fé.
Varðandi ágæti hins svokallaða fractional reserve eða credit creation kerfis er ég þér algerlega ósammála. Ég get ekki betur séð en að kerfið þjóni í reynd einungis hagsmunum þeirra "ofurríku" og sé ein af meginástæðum þess að millistétt heimsins sé hægt og örugglega að hverfa og þeim fátæku eða fátækari sé að fjölga.
Sú skoðun mín hefur ekkert með þau myndbönd sem þú vísar í að gera.
Varðandi ársreikning Landsbankans hef ég það einfaldlega að segja að ég tek hann ekki trúanlegan. Það er bara mín skoðun. Ég minni á að síðasti ársreikningur síðasta Landsbanka þótti svo fínn að hann vann til verðlauna. Sá ársreikningur var hins vegar klárlega ekki réttur.
Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 20:03
Eg held þessi lán hafi verið færð yfir í upphafi til að verja það kröfuhafar gengju að þeim. Hugsanlega spilar eitthvað fleira inní ss. veðsetning og annað. Hvort þessi lán hafi verið færð til baka í bankana þegar þau Jóhanna g SJS höfðu með þrekvirki bjargað landinu og slegið upp skjaldborg um heimilin - eg skal egi fullyrða um það af eða á - þó eg halist jafnvel að því. Að þau hafi verið færð aftur yfir.
En þetta sýnir hve íslendingar vita í raun lítið um allar aðgerðir sem gripið var til í kringum Sjallahrunið og rústalagningu þeirra sjalla á landinu.
Málið er, að undanfarin ár hefur umræða um þetta efni verið í gíslingu framsóknartitt og framsjallaelítunnar og gerðir út allskyns skæruliðahópar af þeim framsjöllum til að trölla þessa umræðu og má nefna td. framsóknar-marinó og svokölluð ,,hagsmunasamtök heimilanna".
Að vísu verður að segjast að þessi HH samtök líta soædið út núna eins og Bósi Ljósár - áður en hann uppgvötaði að hann væri leikfang.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 21:21
Ástæðan fyrir stöðnun millistéttar er ekki vegna fractional reserve heldur vegna þess að það er millistéttin sem er ávalt skattpínd og reglur frá stjórnmálamönnum er mjög íþyngjandi. Þá er ég að tala um USA meðal annars.
Lausnin er að afnema ríkisábyrgð á bönknunum. Þá geta þeir ekki leyfst sér að lána eins mikið vegna þess að viðskiptavinir bankana kanna öryggi bankana áður en þeir leggja fé inn á innlánsreikninga.
Af hverju eru eiga viðskiptavinir að kanna bíla fram og aftur og reynslukeyra áður en þeir kaupa bíl? Afhverju kanna viðskiptavinir í þaula fartölvu eða snjallsíma áður en þeir kaupa? Þeir gúgla, kanna á netinu og spyrja vini og vandamenn. ..... en viðskiptavinurinn á að vera alveg heilalaus þegar kemur að því að leggja fé inn í banka. Allt tryggt uppí topp.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 22:32
vill benda þér á óðinn hjá vb.is hann lætur mann alltaf hugsa og hann talar af þekkingu
"
Ástæðan sem gefin er fyrir innstæðutryggingu er að með því sé verið að vernda neytendur. Það er vandséð að sú ástæða fái staðist enda væri miklu heilbrigðara að fólk legði peninga sína inn í skuldabréfasjóði þar sem hægt væri að dreifa áhættunni með því að eiga í mörgum mismunandi fyrirtækjum í stað þess að leggja þá inn í banka þar sem eini skuldarinn er bankinn og ein mistök bankans getur hleypt öllum innstæðunum í uppnám. Með því móti væru líka völd og miðstýring bankanna í atvinnulífinu minnkuð. Ef fólk kysi ríkistryggingu á peningalegum eignum sínum gæti það fjárfest í sjóðum sem ættu einungis ríkistryggð bréf."
http://www.vb.is/skodun/92792/
p.s ég var á sama máli og þú skúli... var reiður og mætti á austurvöll eftir hrunið og vildi XD burt. ... en ég hef núna öðlast meiri þekkingar á málefnum og hvernig þetta gengur fyrir sig.
vona að þú gerir það sama einvhertímann.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 22:36
En varðandi ársreikningana þá hefur lög um ársreikninga, lög um endurskoðendur og alþjóðareikningskilareglur verið hertar gríðarlega. Auk þess hefur FME margfaldað sitt eftirlit ásamt Seðlabankanum.
Ársreikningar bankana eru gerðir upp samkvæmt IFRS. Þeir eiga að vera skoðaðir í því samhengi og eru marktækir á þá vegu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2013 kl. 22:38
Ágæti Hvells,
Loksins er ég sammála þér um eitthvað....gerist ekki oft.
Kannski virka ég reiður og bitur af skrifum mínum. Held samt að ég sé það ekki alla vega vona ég að svo sé ekki.
En eins og þú hef ég kynnt mér fjármálafyrirtæki, markaðinn o.fl. Og það er allt satt og rétt að búið er að herða ýmsar reglur og eftirlitsaðilar eins og FME hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Ég get bara engan veginn séð að FME svo dæmi sé tekið sé að hafa eitthvað raunverulegt eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja. Og varðandi ársreikninga Landsbankans þá voru mjög skýr lög um ársreikninga og staðlar til staðar fyrir hrun.
Vandinn eins og ég sé hann er sá að nánast allir peningar sem "framleiddir eru" eru teknir að láni sem þýðir að hver nýr þúsund kall kostar þúsund kall + vexti. Þ.e.a.s. öll aukning fjármagns í kerfinu þýðir meiri skuldsetningu en sem nemur þessari aukningu. Sem aftur þýðir að ferlið getur ekki endað öðruvísi en með einhvers konar hruni eða gjaldþrotum. Slíkt kerfi gengur einfaldlega ekki upp til lengdar.
Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 23:43
Hvers konar leikrit eru Tryggvi Þór og Þór Saari að leika, og á hverra framfæri er það leikrit? Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirra brellum, með gagnrýnilausum hætti.
Ef er of erfitt að segja sannleikann opinberlega, þá á að segja það hreint út, en ekki undanbragða-útskýra það sem raunverulega er spurt um.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.9.2013 kl. 00:30
Ég held bara að athugasemd #13 haldi vatni eftir allt saman eftir að lesa athugasemdir sem koma á eftir.
Og ég er sammála Skúla, við höfum ekki hugmynd um hvort ársreikningur Landsbankans er réttur eða ekki.
Endurskoðendur hafa ekki gott orð á sér síðan fyrir hrun og ég býst við því að ekki hafi verið hreinsað til í KPMG, Earnest & Young, PowerHouse Cooper og Deloitte til að nefna einhver endurskoðendafyrirtæki.
Ég er viss um að allir endurskoðendurnir sem voru hjá þessum fyrirtækjum séu þar ennþá og ef þeir gátu ekki séð fjársvikin fyrir hrun, af hverju ættu þeir að sjá fjársvikin eftir hrun, eða voru aðrar ástæður fyrir að þeir gátu ekki séð fjársvikamilluna?
Ég held að þessi endurskoðunarfyrirtæki séu fyrirtæki sem spurja kúnnan "hvernig tölur viljið þið" og það er áður en þeir líta á reikningana þó svo ég viti lítið um það en svona kemur mér þetta fyrir sjónir.
Góður málsháttur sem á kanski vel við endurskoðendur og bókhaldara "liars can figure and figures can lie."
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 6.9.2013 kl. 05:04
Anna
Tryggvi Þór og Þór Saari?? Hvaða ár er hjá þér? 2009? Þeir eru ekki lengur þingmenn þú veist það? Ég veit ekkert hvað þessir kappar eru að gera og Þór Saari hefur bara stimplað sig útur umræðunni með algjörri þvælu í rannsóknarskýrslu íbúðarlánasjóð.
http://www.dv.is/frettir/2013/7/3/thor-saari-med-fleipur-i-skyrslunni/
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 08:07
Skúli þetta með vextina getur gengið upp vegna þess að fyrirtækin eru að skapa meiri verðmæti úr því hráefni sem þau fá. Þ.e vaxta meira en fjármagskostnaður.
Dæmi:
Hvað heldur þú að álið og glerið sem notað er í iPhone kostar?
Og hvað kostar svo iPoninn sjálfur.
Svona til gaman þá vill ég benda þér á þetta myndband
https://www.youtube.com/watch?v=qg1ckCkm8YI
Þá sérður hráefnið sem er notað í iPhone
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 08:15
auðvitað reru framsóknarmenn fjármálasnillíngar það vita allir
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 10:37
hversu mikið af ónítum lánnum færði noræna velferðarstjórnin frá bönkunum til íbúðarlánasjóð
kanski að hvellurin viti það
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 10:42
Það virðist enginn vita um það.
Ég var að biðja um heimildir hér að ofan vegna þess að ég hef ekki heyrt af þessu.
Trúi á þetta þegar ég sé það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 12:40
Hvells,
Já fyrirtækin sem taka lán skapa meiri verðmæti...sem þau selja fyrir PENINGA. Og þar sem hagkerfi okkar og heimsins er að stækka (m.a. vegna fólksfjölgunar) þarf auka peningamagn í umferð sem er aðalega gert með því að bankar "prenta" meiri peninga. En þar sem allir þessir nýprentuðu peningar kosta raunverulega meira (þúsundkallinn kostar t.d. 1200 eða eitthvað slíkt) og eru myndaðir með hærri skuld en verðgildi peningsins verða alltaf til meiri nýjar skuldir en nýjir peningar. Ath ég er ekki að tala um verðmætin bara peningana sjálfa. Það getur ekki endað öðruvísi en að einhverrir þeirra sem sitja uppi með skuldirnar munu ekki greiða þær (þeir hafa einfaldlega ekki peninga til þess).
Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 17:25
http://en.wikipedia.org/wiki/Money_creation
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 21:24
ÍLS tók yfir íbúðalán hjá sparisjóðunum: http://www.ruv.is/node/106462
Erlingur Alfreð Jónsson, 7.9.2013 kl. 20:50
Svo má velta því upp hver staða ÍLS hefði verið ef hann hefði fengið íbúðalán bankanna á þeim kjörum sem nýju bankarnir fengu þau á, þ.e. um 50% af skráðu virði, uppfært matið í sínum bókum í segjum ca.70% (getur verið önnur tala), það sem umfram er afskrifað og höfuðstóll þannig færður niður eins og B og D lofuðu að yrði gert. Hvar stæðum við þá? Og hvað hefði átt að gera fyrir viðskiptavini ÍLS á sama tíma?
Þá má einnig velta því fram hvers vegna íbúðalánin fóru ekki til lífeyrissjóðanna á sömu forsendum?
Erlingur Alfreð Jónsson, 7.9.2013 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.