Sunnudagur, 1. september 2013
núna?
Article One, Section 8 of the Constitution says "Congress shall have power to ... declare War". But the last time Congress declared war was during World War II.
Korea, Vietnam, Grenada, Panama, Iraq, Bosnia, Afghanistan, Iraq (again), Libya
all were fought without a formal declaration from Congress.
afhverju núna?
hvells
![]() |
Segja að Obama hafi gert mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
kannski veit Obama það innst inni hversu súríalískt það yrði að hefja hernað gegn sýrlandi....kannski...
el-Toro, 1.9.2013 kl. 12:30
Þingið hefur samþykkt þessi stríð með því að fjármagna þau og þarf ekki sérstaklega að lýsa yfir stríði. En varðandi Sýrland að þá er Obama búinn að mála sig út í horn eftir að hafa lýst yfir að notkun efnavopna þýddi inngrip. En nú vill enginn vera með nema Frakkland og þá vill hann að þingið kjósi svo hann geti falið sig á bakvið hinn "lýðræðislega vilja" ef þingið hafnar í stað þess að hætta sjálfur við og missa trúverðugleika.
Stefán (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 13:14
Sem betur fer hætti obama við, þarmeð veikjast hryðjuverkamennirnir sem hann ætlaði að styðja,
vonandi nær Assad forseti að stöðva heri stjórnarandstöðunnar sem eru btw öfgafullir íslamstrúamenn. Obama og Cameron eru menn sem eiga ekkert að vera í stjórn.
atryay (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 14:10
held að þetta sé rétt mat hjá Stefán
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2013 kl. 14:43
við ættum ekki að festa okkur í því sem minna skiptir. horfið til heildarmyndarinnar...!
bandaríkin geta ekki og munu ekki leifa sýrlandi að dafna með Assad við stjórnvöldin...
...þetta ástand í sýrlandi er því að kenna að bandaríkin vilja ná áhrifum þarna á kostnað rússana. hvorugir eru tilbúnir að gefa tommu eftir.
stríðið í sýrlandi hefði auðveldlega getað verið stöðvað fyrir löngu síðan. en bandaríkin eru hörð á því að styðja uppreysnamenn....þrátt fyrir að vitað sé með vissu að hinir svokallaðir al-Qaeda stríðsmenn séu innan þeirra vébanda. og að stofna hin fáránlegu samtök vinir sýrlands er náttúrulega súríalísk tilraun til að fá okkur til að trúa því að þeir vilji frið....þegar þeir vilja bola Assad frá völdum með vopnavaldi uppreysnarmannana.
stjórnvöld vesturlanda vilja ekki og hafa engan áhuga á að stöðva stríðið meðan Assad er að vinna það. að sama skapi vilja rússar ekki missa sín áhrif í landinu með því að samþykkja að bola Assad burt.
síðustu fréttir af gas sprengingum og því öllu saman og að börn séu að deyja....eru aðeins notuð af fjölmiðlum til að fá samþykki okkar fyrir árás á sýrland....
....sem betur fer er fólk ekki eins grænt og elítan vill að við séum !!!
el-Toro, 1.9.2013 kl. 17:21
el toro
þannig að þetta var allt sviðsett bara?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2013 kl. 18:26
það sagði ég aldrei !!!!!
á síðustu mánuðum hefur það verið til umfjöllunar í ýmsum vestrænum fjölmiðlum, ásamt náttúrulega öðrum....að uppreysnarmenn hafi beitt efnavopnum.
nú hef ég ekki neinar sannanir fyrir því að þeir hafi beitt þeim....ekkert frekar heldur en ég og þú höfum sannanir að sýrlandsstjórn hafi beitt efnavopnum þann sama dag og skoðunarmennirnir komu til landsins.
það er kannski harði kjarnin í þessari efnavopna-umræðu....að engar sannanir liggja fyrir....bandaríkin segjast hafa sannanir fyrir því að Assad hafi beitt efnavopnum um dagin....EN ÞEIR ÚTSKÝRA ÞAÐ EKKERT NÁNAR, SÝNA ENGAR SANNANIR....
...það er eins og við eigum að taka orðum bandaríkjanna sem heilögum sannleik, án þess að fá að sjá sönnunargagnið...það virkar ekki fyrir mig og ætti ekki að virka fyrir aðra heldur.
hversu vitlausir halda menn að Assad sé...að skjóta efnavopnum sama dag og skoðunarmennirnir mæta á svæðið....dæmið gengur ekki upp svona!
en aftur að meginmálinu sem allt snýst um í Sýrlandi. það er sá kaldranalegi sannleikur þessa lands, að Bandaríkin hætta ekki fyrr en Assad er bolað frá völdum....þeir nota hvaða afsökun eða aðgerðir, hversu ólögmætar sem þær eru samkvæmt hinu mikla alþjóðlega samfélagi, til að koma honum frá völdum...
...það eru öll vopn notuð...fjölmiðlar líka !!!
meðan rússland, íran og bandaríkin sleppa ekki taki sínu af málefnum sýrlands og vinna ekki saman að lokum þessa hildarleiks. þá er engin önnur leið fær fyrir þetta fornfræga land nema glötun...því miður. sannleikurinn svíður.
hér að neðan er linkur að áhugarverði grein á wikipedia. en þar segir frá ungri stúlku sem kom fram í fjölmiðlum, grátandi að segja frá því hvernig íraskir hermenn hefðu murkað lífið úr ungum börnum og gert allskyns óskunda...en fljótlega eftir þetta sjónvarpsævintýri, þá hófu bandaríkin þáttöku sína, í sínu fyrsta gulf war.
...eftir að írak hafði verið hent út úr kuwait, var svo farið að kanna þetta betur. þá kom í ljós að þessi stúlka var dóttir sendiherra kúwait í bandaríkjunum og hafði í raun aldrei komið nálægt neinu sjúkrahúsi í kuwait og saga hennar var vandlega skipulögð af "public relaition company", sem nefnist enn í dag Hill & Knowlton. en þetta fyrirtæki sá um fjölmiðlaherferðina fyrir björgun Kuwait eða Citizens for a Free Kuwait ....og var borguð af emírunum í Kuwait til að skapa jákvæða hugsun bandaríkjamanna fyrir hernaði bandaríkjanna í kuwait....
....hringir þetta einhverjum bjöllum ?????
http://en.wikipedia.org/wiki/Nayirah_(testimony)
http://en.wikipedia.org/wiki/Citizens_for_a_Free_Kuwait
kveðja og góðar stundir.
el-Toro, 1.9.2013 kl. 20:49
cia hefur hlrerað sýmtal á milli sýrlenskan herforingja og yfirmann hersisns sem er að skamma hershöfðingjan fyrir að hafa notað efnavopn
Svo hefur SÞ komist að þeirri niðurstöðu að allar líkur eru a því að efnavopn voru notuð.
þannig að sannarnir liggja fyrir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2013 kl. 22:43
"cia hefur hlrerað sýmtal á milli sýrlenskan herforingja og yfirmann hersisns sem er að skamma hershöfðingjan fyrir að hafa notað efnavopn"
Hef aldrei séð allt þetta viðtala eða hvað þá heyrt nöfnin á þessum mönnum.
Þessar lygar virka alveg örugglega fínt rétt eins og allar þessar lygarnar frá CIA fyrir Líbýu stríðið og bara eins og lygarnar virkuðu fínt fyrir Íraks stríðið, og auðvita trúa menn öllu frá Bandaríkjunum, eða má nokkuð benda á allar hinar lygarnar? History of
American False Flag Operations http://www.911review.com/articles/anon/false_flag_perations.html
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 23:32
Það er samt sem áður ákveðinn debatt innan BNA hvort þingið verði ekki alltaf að samþyggja stríð fyrirfram og Bush stjórnin var gagnrýnd fyrir að hundsa þingið, minnir mig. Gagnrýnd ekki síst af demókrötum.
Það að Obama fer þessa leið núna gæti skýrst af ofannefndu og ekki síður því að það að hefja hernaðaraðgerðir gegn Sýríu er ekkert einfalt og gæti dregið langa atburðarrás á eftir sér.
Þessvegna, miðað við stöðuna og umræðuna í dag, þá er sennilegast skynsamlegast að leita til þingsins.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2013 kl. 00:28
Varðandi efnavopnin, að þá er svo yfirgnæfandi líkur sem benda á Sýríustjórn að það jafngildir sönnun. 100% sönnun í þessum tilfellum getur alltaf verið erfið - sérstaklega eins og í þessu tilfelli þar sem Sýríustjórn hindraði og tafði aðgang eftirlitsaðila að svæðinu.
Almennt um Sýríu, að þá náttúrulega getur það ekkert staðist að fjölskylda Assad og um 10% Alavíta ráði öllu og hafi stjórnkerfið allt undirlagt af sínum mönnum. það er bara elítustjórn. Og elítustjórn býður spillingunni heim sem dæmin sanna.
Hitt er svo allt önnur umræða, að staðan fyrir botni Miðjarðarhafs er svo flókin og flækjustigið nær svo langt aftur - að alls ekkert er auðvelt að sjá fyrir sér hvað gerist ef Assad-stjórnin fer frá. Það má alveg hugsa sér langvinnt borgarastríð í framhaldinu. Og hugsanlega afleiðingar yfir landamæri.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2013 kl. 00:36
Ómar,
hvernær eru yfirgnæfandi líkur nóg til sektar ?
sýrlandsstjórn hindraði ekki aðgang að svæðinu....sveitir sýrlands og uppreysnarmenn voru enn að berjast á þessu svæði, eins og þú kannski manst, þá var skotið á bifreið skoðunarmannanna.
elítur eru allstaðar í öllum löndum....wake up !!!!
en Ómar, ég er sammála því að gaurar eins og Gaddafi og Assad eiga ekki að sitja á stóli sínum til æviloka....þannig hugsum við ekki lýðræði og viljum ekki sjá...
...við verðum líka að skilja samfélögin í kringum miðjarðarhaf....eins og staðan er í dag, bíður hún ekki upp á lýðræði sem við búum til. horfðu bara hvað er að gerast í egyptalandi...þessar þjóðir þurfa tíma....tíma sem við á vesturlöndum höfum haft, en ekki þau.
...en um það snúast hlutirnir ekki í sýrlandi í dag. vinsamlegast lestu athugasemd númer 7 aftur....við megum ekki og höfum ekkert gagn af því að hanga yfir smáatriðunum....horfum á heildarmyndina.
hvells,
...það er eins og við eigum að taka orðum bandaríkjanna sem heilögum sannleik, án þess að fá að sjá sönnunargagnið...það virkar ekki fyrir mig og ætti ekki að virka fyrir aðra heldur.
hvaðan hefurðu heimildir þínar að cia hafi hlerað samtöl sýrlendinganna ?
ég hef ekki séð þær. hef heldur ekki gefið mér tíma til að vafra mikið á netinu upp á síðkastið.
kv,
el-Toro, 2.9.2013 kl. 00:54
Sko, er enginn sérstakur stuðningsmaður hernaðaraðgerða á svæðinu. Eg bendi bara á eða reyni að benda fólki á, að yfirgnæfandi líkur eru á að Sýríustjórn hafi staðið að efnaárásunum. Bara einfaldlega vegna þess hvernig þær báru að og við hvaða aðstæður. þetta var inná yfirráðasvæði uppreisnaraðila og var framkvæmt með hertæknilegum hætti. Uppreisnarmenn hafa ekki getu til að beita efnavopnum á þennan hátt. Auk ess sem þeir höfðu þurft að strádrepa eigin stuðningsmenn.
Allt bendir til að Sýríustjórn standi að verkinu og þá vekur athygli hve þeir eru bíræfnir. Ghouta svæðið þar sem árásirnar urðu er aðeins örfáa kílómetra frá hótelinu þar sem eftirlitsnefnd SÞ dvaldi.
Það er engu líkara en þetta sé ögrun. Sýríustjórn veit án efa að Vesturveldin munu hika við að grípa til aðgerða. Vegna einfaldlega flækjustigsins.
Bæði uppreisnaraðilar og Sýríustjórn hafa verið ásökuð um að hafa notað efnavopn hingað til í stríðinu en þá aðallega Sýríustjórn. Öll þau tilfelli voru minni í sniðum og óljós sum.
Þetta tilfelli núna er annars eðlis. Þetta er miklu beinskeittara og gífurleg ógn fyrir uppreisnamenn. Að eiga á hættu að Sýríustjórn geti beitt efnavopnum í það og það skiptið. Mörg svæðin sem helst er barist um eru þess eðlis að erfitt er að ganga að uppreisnaraðilum. Það verðurþá bara að vera hús úr húsi bardagar með tilheyrandi stuðningsaðgerðum hertækja sem tekur langann langan tíma að yfirvinna. Syria er hópaskipt. Í borgunum eru ákveðin hverfi eða hlutar oft mestapart byggt ákveðnum hópi o.s.frv.og þessvegna er gríðarlega erfitt fyrir Syríustjórn að vinna afgerandi sigur á ákveðnum svæðum. Þrátt fyrir allt sitt herapparat.
Að beita efnavopnum í svona tilfellum, svona þráteflistilfellum hernaðarlega - það getur gjörbreitt stöðunni. Og gera það fyrir framan eftirlitsaðila og alþjóðasamfélagið - það er ákveðin skilaboð.
Sýríustjórn virðist hafa reiknað þetta alveg rétt. Vesurveldin hika.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2013 kl. 01:26
Sæll.
Það liggur alveg ljóst fyrir að efnavopnum var beitt og málið snýst ekki um það. Spurningin er hver beitti þeim?
Ég hef ekki nokkra minnstu trú á að Assad hafi beitt þeim. Hvers vegna ætti hann að gera það? Hann er nánast búinn að vinna og tapar í reynd á því að beita þeim. Hann þarf ekki að grípa til efnavopna enda nýtur hann stuðnings Rússa, Írana og Hezbollah.
Þessir uppreisnarmenn eru öfgasinnaðir súnníar og menn þurfa nú ekki að hafa fylgst vel með þessum átökum þarna til að vita að uppreisnarmenn eru margir hverjir erlendir og því nokkuð sama um innfædda Sýrlendinga - hugsa helst um það að koma shíum frá völdum þarna.
Uppreisnarmenn beittu að öllum líkindum þessum vopnum í von um stuðning frá alþjóðasamfélaginu og þar virðast flestir hafa kokgleypt þetta. Uppreisnarmenn eiga undir högg að sækja og því held ég að þeir hafi gripið til þessa ráðs. Assad er skíthæll en ég efast um að hann hafi gert þetta - uppreisnarmenn vonast til að alþjóðasamfélagið geri eins og gert var í Líbýu.
Af hverju ættu svo bandarískir skattgreiðendur að borga fyrir aðstoð við öfgamenn sem ekki fyrir svo löngu síðan réðust á Bandaríkin? Aðstoðin við Líbýu kostaði USA alveg um einn milljarð dollara og skömmu síðar var sendiherra þeirra í landinu síðan myrtur í þakklætisskyni.
Ástandið í Sýrlandi er ekki beint borgarastyrjöld heldur hluti af stærri átökum á milli súnnía og shía. Shíar hafa farið með völdin í Sýrlandi í talsverðan tíma en þeir eru minnihluti í Sýrlandi.
Helgi (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.