Miðvikudagur, 28. ágúst 2013
NIMBY
http://en.wikipedia.org/wiki/NIMBY
Þetta er nimbyism á sem sorglegastann hátt.
Sorglegt
hvells
![]() |
Orðum verða að fylgja efndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki alltaf verið að tala um mikilvægi þess að þétta byggð? Eða er málið að þétta byggð á öðrum stöðum?
Guðrún (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 15:23
jú það á að þétta byggð... akkurat þarna
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 15:25
Ég bjó þarna fyrir nokkrum manuðum síðan, rétt hjá honum Guðna.
Voðalega var ljótt að sjá þennan reit óbyggðan í svona langan tíma. Alveg síðan ég flutti þarna 2007.
Nú á loksins að byggja á þessum reit. Glæða honum nýju lífi með mannlífi og fólksfjölda.
Kjörið fyrir Guðna og aðra að fá sem flesta nágranna. Maður er manns gaman eins og sagt er.
kv
Sleggjan
sleggjan (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 20:20
Leitt að vita ekki hver þú ert Sleggja, fyrrverandi granni! Það er enginn að biðja um að ekkert verði byggt þarna, bara eitthvað minna en allt að tíu hæða stórbygging með allt að 150 íbúðum en bílastæðafjölda sem dugar alls ekki fyrir slíkt byggingarmagn, nema menn trúi þeim óraunsæju væntingum borgaryfirvalda að fólk muni ferðast á hjóli eða með strætó. Það gengur ekki upp, enda verða íbúðir þarna seldar með þeim upplýsingum að næg stæði séu hjá Krónunni, Myndlistaskólanum og annars staðar í nágrenninu. Sem er ekki satt, tala nú ekki um þegar allur þessi fjöldi bætist við. Svo tala borgaryfirvöld líka fjálglega um að tiltölulega litlar og ódýrar íbúðir vanti á þessu svæði. Athugaðu hversu stórar íbúðirnar verða og hvað þær munu kosta... Allt er þetta líka í hrópandi ósamræmi við nýsamþykkt aðalskipulag þar sem áhersla er lögð á lágreista byggð sem falli vel að nærliggjandi húsum. Nimby snimby, fáum endilega falleg fjölbýlishús en ekki þetta flykki sem fyrirhugað er. Kær kveðja, Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.