Miðvikudagur, 28. ágúst 2013
ríkið og rvk
Það er mjög einkennilegt að heyra þennan kappa sem stendur á bakvið lending.is þekkir ekki málefnið. Það er ljóst að Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið en ekki ríkisstjórnin. Það er óskiljanlegt hvernig svona maður sem stofnar til svona söfnun gerir það á fölskum forsendum og fílfar alla þjóð sína í leiðinni.
Ég hvet fólk sem hafa skrifað þarna undir. Dragið undirskriftirnar til baka vegna fáfræði stofnanda lending.is.Þið hafði verið gerðir að fíflum.
hvells
![]() |
Nýtt met í undirskriftarsöfnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það vantar undirskriftalista fyrir þá sem vilja flugvöllinn burt
joi (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 14:44
En ég las einhvers staðar, að ríkið hefði það svæði sem flugvöllurinn er á á langtímaleigu og hefði þannig yfirráð yfir vellinum líka. Er það rangt?
Annars er ekkert skrýtið, að það hafi safnazt svona margar undirskriftir. Lega vallarins í Vatnsmýrinni er þverpólítísk, en ekki flokkspólítísk.
Austmann,félagasamtök, 28.8.2013 kl. 15:04
ríkið hluta af landsvæðinu
en það breytir ekki... RVK er með skipulagsvaldið.
Svo er umræðan um þetta algjört klám.
Menn sem vilja völlin burt eru álitnir morðingjar.
Það gerist ekki klámvæddara en það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 15:25
hvaða rugl er þetta í þér?
Það er engin að halda því fram að ríkið fari með skipulagsvald, enda beinist þessi söfnun gegn aðalskipulagstillögunni.. það er augljóst og þú ert sá eini sem sér það ekki.
Annar er algert aukaatriði hjá öllum þeim sem skrifa undir gegn hvaða stjórnvaldi það beinist, aðalatriðið er málefið, ekki hvaða flokkur er í stjórn.
stebbi (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 16:05
ömmmmm..... kannt þú ekki að lesa stebbi?
hvað segir forsögnin í fréttinni?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 17:15
„Stærsta áskorun á stjórnvöld frá upphafi“
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 17:15
Það er greinilegt hvellur að það er þú sem ekki kannt að lesa. Stjórnvöld er ekki bara ríkið. Reykjavík er líka Stjórnvöld. Stjórnvöld ná til bæði ríkis og sveitarfélaga.
Undirskriftarsöfnunin er til að leggja fram athugasemdir við aðalskipulagstillögu Reykjavíkurborgar. Þar liggur skipulagsvaldið og þangað þarf að beina undirskriftarsöfnuninni eins og fram kemur í fréttinni ef þú hefðir fyrir því að lesa hana.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 17:28
þegar talað er um "íslensk stjórnvöld" eiga að gera eitthvað þá er yfirleitt ekki verið að tala um borgar eða bæjarstjórnir.
Heldur ríkisstjórn íslands.
þanngi er það nú.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 19:27
Vefsíðan www.lending.is er mjög góð í þeim skilningi að hún fjallar málefnalega um það af hverju aðstandendur síðunnar vilja halda flugvellinum í Vatnsmýrinni.
En hver má hafa sína skoðun á flugvellinum og staðsetningu hans.
Það er hins vegar fráleitt að halda því fram að "kappinn" sem stendur fyrir síðunni sé fáfróður og haldi síðunni út á fölskum forsendum, enda er ekkert á síðunni sjálfri eða í fréttinni sem vísað er til sem bendir til slíkrar fáfræði.
Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 20:26
Ríkisstjórnin getur vel sett lög um Reykjavíkurflugvöll til að tryggja óbreytta starfsemi hans.
En það skiptir svo sem ekki öllu máli. Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að greiða bætur fyrir þessi 40% lands sem eru í eigu íslenska ríkisins, velji borgin að taka landið eignarnámi.
KIP (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 20:27
Stjórnvöld eru samheiti yfir ráðendur í viðkomandi málaflokkum. Í þessu máli er borgarstjórn Reykjavíkur stjórnvöld hvað varðar skipulagsvaldið.
Annars kann ég ótrúlega illa að meta þetta viðhorf þitt. Þú heldur sem sagt að menn skrifi undir svona lista til að lýsa yfir andstöðu við það fólk sem ræður ríkjum. Jú alveg 100% var það svoleiðis í undirskriftunum gegn breytingunum á veiðigjöldnum og engin þeirra sem ég þekki og skrifaði undir hafði í raun nokkra hugmynd um viðkomandi frumvarp.
En ég fullvissa þig um að í þessu máli er engin pólitík... þ.e. flokkapólitík.
stebbi (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 21:20
Kommonn Stebbi. Þú ert að reyna að segja að þeir sem skrifuðu undir veiðigjalda undirskriftalistann hafi ekkert vitað hvað þeir skrifuðu undir en í þessari undirskriftasöfnun átti allir sig á málavöxtum? Það er alveg eins hægt að snúa þessu við en það er engin leið að vita hvað allir eru að hugsa þegar þeir skrifa undir eitthvað eða greiða einhverjum atkvæði.
Kommentarinn, 29.8.2013 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.