Miðvikudagur, 28. ágúst 2013
Harpan
Í fyrstu var ég mjög ósáttur. Mér fannst hapan einsog risastór flatskár. Svo mikið "2007" og algjör mistök. Svo hefur Harpan unnið til mikla verðlauna og svo virðist sem að túristar og fagmenn gefa Hörpunni fullt hús.
Núna er ég hættur að vera neikvæður og er orðinn hlutlaus.
Spurning hvort maður endar sem hollvinur Hörpunar eftir nokkur ár og fleiri verðlaunir.
hvells
![]() |
Arkitektastofur fá fleiri verkefni erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Það þarf s.s. bara einhver gerviverðlaun til að þú missir sjónar af því að Harpan er dýrast hús sinnar gerðar per haus í öllum heiminum? Hefur þú komið í Hörpuna? Þangað hef ég ekki komið og ætla ekki, reksturinn er í klessu þó ekki megi ræða það og menn ferlega fljótir að gleyma kostnaðinum. Þú kemur til með að borga hann þó þú áttir þig ekki á því.
Helgi (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 12:28
Þetta var ekki gerfiverðlaun heldur virtustu arkitektsverðlaun í heiminum. Þetta er kallað nóbelsverðlaun fyrir arkitekta.
En það er satt að húsið er of dýrt og í raun algjört glapræði að byggja svona dýrt hús.
En ég hef komið í Hörpuna nokkrum sinnum á fyrirlestra eða uppistand. Svo legg ég þarna í bílastæðakjallaranum þegar ég fer í vinnu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 12:30
Þegar/ef þeir koma rekstrinum í plús skal ég fyrirgefa fortíðina.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 13:36
@3: Það skiptir engu máli þó þeir komi rekstrinum í plús, opinberir aðilar þurftu að taka lán fyrir þessu bulli og af þessum lánum munum við borga næstu áratugina hvort sem okkar líkar það betur eða verr.
Vitlaus hugmynd verður ekki betri þó einhver fáránleg verðlaun séu hengd á skrímslið. Harpan var mistök, er mistök og verður mistök.
Helgi (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.