Þriðjudagur, 27. ágúst 2013
Bilaborgin
Sú hræðilega staðreynd að Reykjavík sé bílaborg er vegna skipulagsmistaka í fjölmörg ár. Í stað þess að þétta byggð var alltaf byggt austar og austar í Reykjavík. Og þar af leiðandi gerður borgaranna háða bílum sem stífla Ártúnsbrekkuna og Sæbrautina á hverjum morgni þegar fólk keyrir frá Austur til Vestur í vinnu.
En það er ekki þar með sagt að það er hægt að slá aðeins á vandann. Skaðinn er skeður en ef menn hisja upp um sig buxurnar og byrja að byggja þétt þá er hægt að bjarga því sem bjarga verður. Ég er ekki að sjá að þrenging á hinum og þessum götum geri gagn. Fyrst og fremst á að byggja innávið í Reykjavík svo fólk hefur val um bíl eða hjól.
hvells
![]() |
Reykjavík er bílaborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vill líka minna á það að þessi "tilraun" kostaði jafn mikið og auka skólastofa í korpuskóla myndi kosta. Sem íbúar grafarvogs hafa verið að berjast fyrir í 7 ár. Eða allt frá því að tímabundnu gámarnir sem únglingadeildin þurfti að sitja í, fengu svepp og gengu frá ónæmiskerfi tugum barna. Sum þeirra voru mörg ár að jafna sig.
Gunnar (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.