Fimmtudagur, 22. ágúst 2013
Slæm þróun
Ég hefði haldið að hægriflokkurinn XD væri til í að einfalda skattkerfið.
Þeir eru þvert á móti að flækja það enn frekar með ýmiskonar ívilnun.
Slæm þróun.
kv
Sleggjan
![]() |
Nýr starfshópur um skattaívilnanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Best væri að hafa þetta eins einfalt og hugsast gæti - þá væri vel mögulegt að leggja embætti skattrannsóknarstjóra niður.
Einstaklingar eiga að greiða 9% tekjuskatt, fyrirtæki greiða 9% tekjuskatt og vsk á að vera 5%. Leggja á niður fjármagnstekjuskatt sem og skatt af gróða starfsemi fyrirtækja, sölu eigna eða annars slíks.
Tekjur ríkisins myndu sennilega dragast saman til að byrja með en sennilega verða mun meiri eftir nokkur ár en þær eru í dag.
Svo þarf auðvitað að segja upp þúsundum opinberra starfsmanna og byrja á því að fækka þingmönnum og leggja niður störf aðstoðarmanna þingmanna og ráðherra.
Stjórnmálahræin eru að skipta sér að öllu mögulegu og ómögulegu og valda þjóðfélaginu og þegnunum með því verulegum skaða. Ef skattar yrðu lækkaðir niður í það sem ég nefni að ofan yrði ekkert atvinnuleysi haustið 2014.
Gott hjá þér að blogga um þessa dellu. Hvers vegna ekki bara að ákveða pólitískt einhverjar breytingar? Til hvers að vera með einhverjar blækur á aukalaunum við að véla um það sem þær ekki skilja?
Helgi (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 12:21
Sammála þessum tillögum þínum Helgi.
Prósentuupphæðin má svo deila um, finnst hún heldur lág, en ekki langt frá því rétta.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2013 kl. 12:41
Hvers vegna skattaívilnanir?
Út af hverju urðu þessar skattaívilnanir upphaflega til umræðu, og með þessari lendingu?
Það vantar heilu bækurnar inn í þessa frétt! Hvar eru fréttastofurnar rándýru, með það sem vantar inn í þessa frétt?
Við almenningur þurfum að fylgjast með upphafi, þróun og stöðu allra aðgerða ríkisstjórnarinnar, til að skilja og taka þátt í raunveruleikanum á ábyrgan og réttlátt gagnrýninn hátt.
Lýðræðinu og frelsinu fylgir siðferðis/almennings/samfélags-ábyrgð. Sannar opinberar upplýsingar og heiðarleiki eru grunnurinn að siðmenntar-samsettu samfélagi. Það er án efa samfélagsverkefni allra, og með fréttastofur sannleikans í upplýsinga-brúnni.
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2013 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.