Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Gaman að vita
Það væri gaman að vita hvar þeir eiga heima sem hafa skrifað undir.
Skipulagsvaldið er í Reykjavík. Það þýðir lítið fyrir landsbyggðina að böggast útí skipulagsvald Reykjavíkur. Ekkert frekar en Reykvíkingar eru að pönkast útí skipulag fyrir norðvestan hæða.
Ekki þarf landsbyggðin að búa við stórhættulegan flugvöll í bakgarðinum sínum. Hvað gerist ef flugvél brotlendir í miðri Reykjavík?? Þá fer nú lítið fyrir sjúkraflugsrökunum.
hvells
![]() |
34 þúsund undirskriftir safnast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála, það væri fróðlegt að vita hvaðan þeir koma!
Spurning hins vegar hver á landið? Ef hagsmunir Reykjavíkur lægi undir í skipulagi annara sveitarfélaga myndi borgin væntanlega reyna að hafa þar áhrif! Með hvaða rökum segir þú að flugvöllurinn sé "stórhættulegur"? Hversu mörg banaslys hafa orðið á fólki á jörðu niðri vegna flugvallarinns? Og samanborið við umferð á jörðu, eigum við þá að loka þeim götum þar sem hafa orðið banaslys? Og loka þeim höfnum þar sem menn hafa fallið í og drukknað? Og hvað kemur það sjúkraflugsrökum við þótt flugvél brotlenti í Reykjavík? Má þá ekki fljúga með sjúklinga í flugvélum? Þessi rök þín eru rökleysa!
Reykjavík verður bara að ákveða hvort hún vill vera höfuðborg landsins eða ekki. Ef Reykjavík vill vera höfuðborg verður hún að sætta sig við að hafa samgöngur við aðra hluta landsins. Slíkt gildir um höfuðborgir annara landa. Hér eru ekki lestarsamgöngur og vegasamgöngur stopular vegna lélegra vega, veðurs og færðar. Flugið er því forsenda þeirrar þjónustu sem byggð hefur verið upp í Reykjavík. Það er því ekki hægt að taka flugvöllinn nema þá að ákveða hvernig skal veita þá þjónustu sem nú er sótt til Reykjavíkur. Um það snýst þetta mál.
Ingimar Eydal, 20.8.2013 kl. 23:53
Flugið getur flust til Keflavíkur.
Það mun bjarga fleiri mannslífum heldur en þetta meinta sjúkraflug.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2013 kl. 08:36
Sæll
Tek undir með IE, mjög málefnalegt innlegg.
Þó hvellurinn segi að flugvöllurinn sé stórhættulegur er ekki þar með sagt að hvellurinn hafi rétt fyrir sér? Erum við ekki líka með stórhættulegar götur í Rvk? Hvað ætli margir látist í umferðarslysum í Rvk árlega?
Hvað hafa margir látist í flugslysum á flugvellinum þau 70 ár eða svo síðan hann var byggður? Man hvellurinn hvenær síðast varð flugslys á vellinum?
Helgi (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 08:41
Sjúkrahúsið í Keflavík er mjög gott. Og hálftómt einnig vegna tækjaskorts.
Bætum Sjúkrahúsið í Keflavík. Flytjum flugið þangað. Sj Kef mun þá sinna öllum sjúkarflugum. Case closed.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 13:41
@4: Vel má vera að sjúkrahúsið í Keflavísk sé hálftómt varðandi tæki og búnað og það er vandamál út af fyrir sig. Hvað með læknana með sérfræðiþekkinguna? Eru þeir í Kef eða Rek? Ætlar þú kannski að flytja þá líka?
Staðsetning Rek flugvallar er ekki einkamál höfuðborgarbúa. Hvað ætli það kosti árlega í aukin eldsneytiskostnað (og auðvitað umferðarslys líka) að láta landsbyggðarfólk sem á erindi í Rek keyra frá Kef til Rek? Þú hefur einfaldlega ekki hugsað dæmið til enda frekar en margir aðrir.
Helgi (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 22:37
Kef tekur nokkra sérfræðinga, allsekki alla.
Hugsa í lausnum. Mikilvægt í svona málum.
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 10:48
@6: Já, mikilvægt er að hugsa í lausnum en hvað ef sérfræðingarnir vilja ekki skipta um starfsstöð? Ætlar þú samt að flytja þá?
Helgi (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.