Sjálfhverfir skuldarar

Einstaklingarnir blogga, mæta í útvarpsviðtöl og skrifa greinar. Það er erfitt að staðsetja þennan háværa hóp á pólitíska rófinu. Það er líka algjör óþarfi. Eitt eiga einstaklingarnir sameiginlegt. Ófarirnar voru öllum öðrum að kenna en þeim sjálfum. Vandamálið við hópinn, og áhrif hans á umræðuna, er þetta: Þið eruð ekki við. Stór hópur Íslendinga varð ekki fyrir svo risastóru fjárhagslegu tjóni að tilveran féll saman. Mörg íslensk fyrirtæki, stór og smá, sigldu í gegnum hrunið. Fyrirtækin hafa ef til vill ekki séð svona hagsveiflu áður, en þau vita að á Íslandi hefur aldrei ríkt stöðugleiki.

Afkvæmi hrunsins eru ekki allir þeir sem tjá sig um hruntengd efnahagsmál. Afkvæmi hrunsins eru þeir sem tala um málin út frá eigin hagsmunum og heimfæra þá yfir á alla aðra. Þeir tala um „okkur“ þegar þeir ættu að tala um „mig“. Vægið verður þar af leiðandi meira og fær aðra til að halda að vandamálið sé útbreiddara en raunin er.

Hagsmunir allra eru ekki þeir sömu. Það munu aðeins sumir hagnast á skuldaniðurfellingum og fjárútlátum ríkissjóðs þeim tengdum. Þeir sem vilja að aðrir borgi brúsann vegna afleiðinga eigin ákvarðana ættu að tala fyrir sjálfa sig.

vb

 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Best hefði verið að hafa engin afskipti af þessu öllu saman, láta markaðinn um að taka til. Bankar sem lána út um alla koppa og grundir eiga skilið að tapa fé, einstaklingar sem átta sig ekki á afleiðingum þess að taka lán eiga skilið að brenna sig.

Enginn verður óbarinn biskup!

Helgi (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 17:20

2 identicon

Hverngi er það, nú berast fréttir af því að erlendir kröfuhafar bankanna hafi viðrað hugmyndir um að stofna sjóð, til að styrkja ýmnis verkefni á Íslandi, og er stofnféð um 100 miljarðar.

100 Miljarðar króna.

Þetta kemur ríkinu ekkert við, og kostnaðurinn lendir EKKI á ríkinu né almenningi í landinu.

Erum við þá sammála um það að ef samningar nást við þessa sömu kröfuhafa að setja 300 miljarðar í lækkanir á húsnæðislánum að þá lendi sá kostnaður ekki á ríkinu?

Hvað segir Sleggjan um það?

Að ef kröfuhafarnir stofna sjálfir sjóð, sem svo útdeilir þessum peningum til lántakenda að þá kosti það ríkið eða skattgreiðendur ekki krónu.

Sammála?

Sigurður (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 23:46

3 identicon

Ef kröfuhafar setja persónulega 300 milljarða í að lækka skuldir heimilanna þá lendir það ekki á ríkinu Sigurður.

Semsagt ef kröfuhafar stofna sjóð og setja í skuldalækkun eins og þú nefnir. Þá get ég alveg kvittað undir þann gjörning. En ávinningurinn fyrir kröfuhafa er enginn. Kröfuhafar eru lífeyrissjóðir m.a. en ég er viljugur að líta fram hjá því þetta eina skipti.

kv

sl

sleggjan (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 13:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svigrúmið er til staðar í bókhaldi nýju bankanna þó það sé ekki auglýst.

Uppgefinn hagnaður þeirra eftir hrun mun duga fyrir þessu einn og sér.

Öndum rólega og höfum ekki óþarfa áhyggjur.

P.S. Ég mun ekki hagnast neitt persónulega á því þó að fasteignaveðlán verði leiðrétt. Það er of seint til þess. Bara svo það komi skýrt fram hér.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2013 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband