óttast peningaprentunina

ég verð að segja að ég óttast peningaprentunina.

ég er þá að tala um magnbunda íhlutun. eða q1 q2 q3 einsog usa hefur gert það. það hefur valdið gríðarlegri verðbólgu og gullið hefur hækkað einsog engin er morgundagurinn.... menn með viti er ekki að treysta dollaranum í dag.

xb var kosið vegna þess að þeir sögðu að erlendir hrægammar mundu borga skuldaniðurfellingu.

að bjóða magnbundna íhlutun er allt annað. hægri grænir voru með það á stefnuskránni og þeir fengu 1,5% í kosningunum.

það er ekkert umboð fyrir magnbundna íhlutun

en þeir munu fara þá leið.. .mark my words 

hvells 


mbl.is Hópar takast á við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það Hvellur, það er mikil peningaprentun og verðbólga í USA, en það fer lítið fyrir henni af því að því var breytt hvernig hún er reiknuð, svo að Obama líti betur út.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 16.8.2013 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagsmunasamtök heimilanna eru alfarið andsnúin magnbundinni íhlutun, einmitt vegna þess að það er ávísun á óðaverðbólgu. Magnbundin íhlutun var stunduð hér á landi í áratugi með skelfilegum afleiðingum, þegar menn brugðu trekk í trekk á það ráð að prenta fjárlagahallann eftir að hafa sett ríkissjóð á hausinn í enn eitt skiptið. Það voru slíkar hafarir sem leiddu til Ólafslaga og verðtryggingar. Sem, eins og við höfum áður rætt hér á þessum síðum er líka magnbundin íhlutun, þar sem prentunin er sjálfkrafa tengd við verðbólgunaog þegar verðbólgan hækkar þá kemur meiri prentun = bensín á bálið.

Athygli vekur að HH er ekki boðið sæti við borðið í þessum hópi.

Sjálfur, þá deili ég áhyggjum þínum.

Ef QE er tilfellið þá verður stutt í potta og pönnur og tunnur aftur.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2013 kl. 20:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er gaman að heyra að hh er sammála mér. ég bjóst ekki við því. ég hvet hh að vera þá háværari með þessa skoðun ykkar.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.8.2013 kl. 20:46

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það getur ekki verið að farið verði í svokallaða magnbundna íhlutun.

Vegna þess að hugmyndin er svo vitlaus.

KosningaLoforð framsóknarflokksinns má líkja við það að trúboði lofi mönnum algjörum umskiptum rétt si sona fyrir tilstuðlan heilags anda.

Það er ekkert mál að lofa slíku. Það er ekkert vandamál. Tala bara og tala og lofa gulli og grænum skógum í paradís Framsóknareilífðarinnar.

Vandamálið er að framkvæma loforðið. Hvernig á að koma þessum umskiptum á?

Svarið er einfalt: Það er ekki hægt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.8.2013 kl. 21:10

5 identicon

Þessir hópar eru vel mannaðir af fagfólki sem hefur vit á því sem það er að gera.

Ólíkt fyrri ríkisstjórn sem einfaldlega hlítti milliliðalaust öllum fyrirmælum úr bankakerfinu, og fór þær leiðir sem hentuðu banksterunum sem best.

Skelfilegt, að 5 árum frá hruni skuli þetta enn vera eitt brýnasta efnahagsmál þjóðarinnar, að taka á öllum þeim málum sem síðasta ríkisstjórn ýtti endalaust á undan sér.

Eða eins og útlendingar eru að átta sig á, að allar aðgerðir hingað til hafa miðast að því að fresta málum, en ekki leysa þau.

Og það hefur verið okkur öllum dýrt.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 00:51

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

hvells: ég hvet hh að vera þá háværari með þessa skoðun ykkar

HH hafa verið mjög hávær með þessa skoðun, það er að segja að leggjast gegn magnbundinni íhlutun, sem á Íslandi á sér fyrst og fremst stað með sjálfvirkum hætti gegnum þá aðferð sem bankarnir nota við að bókfæra verðbætur á höfuðstól verðtryggðra lána, sem á sér enga lagastoð. Aðalbaráttumál samtakanna er afnám verðtryggingar og í því skyni hefur verið skrifað frumvarp um afnám hennar sem var meira að segja flutt sem þingmál á síðasta þingi.

Það væri þá að bíta höfuðið af skömminni ef ráðið við verðtryggingu ætti að vera meiri peningaprentun og meiri verðbólga af völdum hennar! Það væri álíka gáfulegt og ætla að lækna krabbamein með asbesti og plútóni.

Ómar Bjarki:

Vandamálið er að framkvæma loforðið. Hvernig á að koma þessum umskiptum á?

Svarið er einfalt: Það er ekki hægt.

Það er víst hægt. Það var til dæmis hægt að lækka ólögleg gengistryggð lán heimila um öðru hvoru megin við 200 milljarða sem er talsvert meiri lækkun á þeim en verið er að tala um fyrir verðtryggðu lánin.

Það sem hefur verið gert áður, er vel hægt að gera aftur.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2013 kl. 01:28

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að mínu viti stefnir allt í magnbundna íhlutun.

Ætlaði Sigmundur ekki að mæta með haglabyssu til kröfuhafa? Nei hann hefur verið í Kanada í staðinn.

Þetta mun enda sem disaster og XB mun þurrkast út einsog í borginni.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.8.2013 kl. 12:00

8 identicon

Sæll.

Hægri grænir ætluðu sér að apa TARP eftir USA og beita því hér. TARP var eitt alls herjar klúður þó reynt hafi verið að telja flólki trú um annað. Síðan hvenær eru ríkisafskipti af fjármálakerfinu og atvinnulífinu góð? Þau koma alltaf illa út, alltaf!!

Helgi (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 14:16

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það Helgi.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.8.2013 kl. 15:03

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úr þingsályktun nr. 1/142: http://www.althingi.is/altext/142/s/0009.html

"Ef bið verður á því að samningar náist við kröfuhafa væri mögulegt að setja á fót leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána til að aðgerðir í þágu lántaka komist fyrr til framkvæmda og til að tryggja gagnsæi og eftirlit með leiðréttingunum. Ekki er gert ráð fyrir að peningamagn í umferð aukist með tilkomu slíks sjóðs. ..."

Úr umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna:

http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=142&dbnr=57

"Samkvæmt athugasemdum í greinargerð með þingsályktunartillögunni er ekki gert ráð fyrir að peningamagn í umferð aukist með tilkomu slíks sjóðs, og taka HH undir mikilvægi þess. ..."

[feitletrun bætt við hér til áherslu]

Ef lesið er í gegnum umsögn HH sést að þar leggjast samtökin alfarið gegn því að kostnaði við niðurfærslu sé velt á almenning, hvort sem er í gegnum ríkissjóð eða með nokkrum öðrum hætti. Það útilokar magnbundna íhlutun.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2013 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband