Fimmtudagur, 15. ágúst 2013
Valdarán og rangfærslur í frétt
Ljótt að sjá þetta valdarán.
Morsi var kosinn í lýðræðislegum kosningum en herinn tók völdin af honum og flokki hans. Alþjóðasamfélagið þarf að beita þessari þjóð þrýstingi. Þvert á móti eru lönd að viðurkenna herinn sem réttmætur valdhafi.
Sagt er að herinn réðst að stuðningsmönnum Morsi. Það er ekki alveg rétt. Það voru einnig stuðningsmenn lýðræðis sem var ráðist að. Þeir sem ekki endilega studdu Morsi í síðustu kosningunum en vilja lýðræði í valdinu. Svo voru þarna fylgjendur hugmyndafræðinni um íslamskt ríki. BBC sagði frá. Ekki það að Morgunblaðsmenn hafa efni á að senda fréttamann til Egyptalands. En þetta leiðréttist hér með.
kv
Sleggjan
![]() |
Ofbeldisverkin fordæmd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Auðvitað er það sem herinn gerði ekkert sérstaklega gott en þú mátt ekki gleyma því að ansi margir Egyptar voru andsnúnir stjórn Morsi. Ekki gleyma heldur minnihlutanum sem þarna býr sem allt í einu var orðinn að skotmarki - margir hafa látið lífið vegna yfirgangs meirihlutans þarna.
Haldið þið annars virkilega að það sé gott fyrir Egypta og svæðið að hafa kolvitlausa öfgamenn við völd í Egyptalandi? Stór hluti þjóðarinnar er ungur og efnahagurinn er í steik. Það verður ábyggilega borgararstríð þarna.
Helgi (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 12:37
Ég er allt annað en stuðningsmaður Morsi.
En lýðræðislega kosningar voru í landinu og fáar athugasemdir gerðar við frakmkvæmdina á henni.
Jabb, styttist í borgarastríð, ferðmamannabrannsinn deyr og almenn örbrigð í nánd.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2013 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.