ódýr rök frá kennarasambandinu

Kennarasambandið hefur ekki getað svarað athugasemdum AGS frekar en fyrri daginn. Enda hafa þeir ekki mikið vit á hagfræði.

En ég hjá að einu þegar þeir segja

"Það veldur KÍ áhyggjum að umræðan nú (eins og raunar oft áður) snýst aðeins um einn hlut -- sparnað."

Í fyrsta lagi er lýgi að það  hefur aðalega verið búið að ræða styttingu framhaldskólanáms sem er ekki rétt. Grunnnskólinn hefur alltaf verið í þessu dæmi líka. Kennarasambandið nefnir framhaldsskólann sérstaklega til að koma með þau rök að "nemendur hafa staðið því til boða að taka framhaldsskóla og klárað hann á þremur árum"

 En að "sparnaðinum" þá sníst stytting til stúdentsnáms ekki um sparnað. Þetta sníst um það að afhverju eiga íslenskir nemendur að láta það ganga yfir sig að byrja í háskóla með "jafnöldrum" sínum erlendis. Danirnir 18ára og Íslendingurinn 20ára. 

Íslendingurinn er þá strax orðinn tveim árum eftir Dananum.

Þetta kerfi vill kennarasambandið verja með kjafti og klóm enda eru þeir að verja sína eigin vinnu fyrst og fremst..... ekki hag nemenda.

Peningurinn er aukaatriði. Að íslenskir nemendur standa jafnfætis nágrannalöndunum er aðalatrðið.

 

Eða eru það "við íslendingar erum svo spes" rökin farin að glymra aftur?

 

hvells


mbl.is Kennarar ósáttir við við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú er eiginlega komin í mótsögn við sjálfan þig þegar þú segir "Peningurinn er aukaatriði. Að íslenskir nemendur standa jafnfætis nágrannalöndunum er aðalatriðið". Það samhengi á milli fjármagns sem eytt er í menntakerfið og gæða þess, sambandið er án efa ekki línulegt en peningar skipta máli.

Við getum án efa sparað með því að fjölga í bekkjum eins og AGS vill en það kemur augljóslega niður á gæðum kennslunnar. Standa íslenskir nemendur þá jafnfætis jafnöldrum sínum úti?

Ég er enn að bíða eftir því að einhver kíki á þessa þversögn sem ég nefndi fyrr: Íslenska menntakerfið er dýrt m.v. lönd innan OECD en laun kennara með því lægsta meðal kennara innan OECD. Í hvað fer peningurinn? Það skiptir máli en krefst annars en bara excel útreikninga og er því of flókið fyrir AGS.

Kennarasambandið má leggja niður mín vegna en þú pirrast alltof oft út í sumar stéttir eins og hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga og kennara. Hvaða gagn gerir það? Er það málefnalegt? Væri ekki nær að tækla þetta málefnalega?

Helgi (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 16:30

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Laun kennara er lág m.a vegna gengisfall krónunnar.

En leggjum það til hliðar

Ef kennari útá landi er að kenna fimm mans í bekk á móti kennara erlendis sem kennir 30manna bekk.

Það þarf enginn snilling að sjá að launin í þessu dæmi er aukaatriði. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2013 kl. 16:33

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski að KÍ sé með þetta á hreinu að íslendingar eru heimskari en danir t.d. og það tekur tveimur árum lengur að troða í íslendinga?

Ef ekki, þá er afstaða KÍ óskyljanleg.

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 9.8.2013 kl. 16:54

4 identicon

Íslenska menntakerfið er dýrt m.v. lönd innan OECD en laun kennara með því lægsta meðal kennara innan OECD. Í hvað fer peningurinn...Óeðlilegan fjölda kennara samkvæmt tölum frá OECD. Íslendingar eru meðal þjóða með minnstu bekkina og fæsta nemendur á kennara samkvæmt OECD og síðan segja PISA tölur okkur að þau lönd sem standa sig betur en við í því að mennta ungviðið eru öll með með stærri bekki og fleiri nemendur per kennara.

Þannig að mýtan um að stækkun bekkja komi niður á gæðum kennslunnar hefur verið afsönnuð. Nema Íslensk börn séu upp til hópa heimskari eða/og Íslenskir kennarar lélegri en gengur og gerist erlendis.

Espolin (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 17:16

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

afhverju er íslenska kerfið svona dýrt? jú gæti það verið vegna þess að við eyðum tveim extra árum í þetta miðað við nágrannaþjóðirnar okkar

það er óskiljanlegt að við séum ekki löngu búin að breyta þessu..... þarf AGS til að segja stjórnmálamönnunum til.

við þurfum fleiri þingmenn með hugsjónir en hugsa ekki bara hvernig þeir verða kosnir næstu 4ár.

en svo á móti þa er það í raun kjósendunum sjálfum að kenna hvernig ástandið er..... þeir eru kaþólskari en páfinn þegar kemur að minnstu breytingum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2013 kl. 19:05

6 identicon

Nu flutti ég til Norge með börn á aldrinum 9,15 og 18 ára. Munurinn á skólunum var ekki mikill, þau voru öll á svipuðu róli og norskir jafnaldrar EN það var áberandi hvað norsku krakkarnir voru miklu agaðri og betur undirbúin undir tíma, samt er heimalærdómur er næstum bannorð, börnin eiga að læra í skólanum og ekki taka vinnu með sér heim. Ekki látum við fullorðna fólkið bjóða okkur að taka vinnuna með heim, eða hvað. Þegar komið er í framhaldsskóla er ekki verið að eyða tíma í eitthvað sem ekki kemur beinu námi við, og norðmenn virðast geta útskrifað úr flestu iðnnámi á 3 árum á meðan við þurfum 4 ár í það á Íslandi.

Larus (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 19:20

7 identicon

Sleggjan slær vindhögg og hvellurinn myndast af púðursprengingu í þessu máli. AGS, menntamálaráðherra ofl. sparnaðarmógúlar gera sér ekki grein fyrir grundvallaratriði málsins: Skólaárið á Íslandi er ca. 170 dagar á meðan skólaárið í Evrópu er 200 dagar. 20 ára skólaganga á Íslandi er því ígildi 19 ára skólagöngu í Evrópu.

Leiðin til að stytta nám íslenskra ungmenna um eitt ár er því að lengja skólaárið í 200 daga - eða skerða undirbúningsnám fyrir háskólanám um eitt ár.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 19:53

8 Smámynd: Snorri Magnússon

Ég held að sumir þeir sem hér hafa tjáð sig að ofan ættu að kynna sér rækilega "frækna" sögu AGS (International Monetary Fund) um veröld víða! Það geta þeir hinir sömu gert með því t.d. að lesa bókina "The Shock Doctrine - The Rise of Disaster Capitalism" eftir kanadíska rannsóknarblaðamanninn Naomi Klein! Einnig geta þeir einfaldlega "googlað" IMF og lesið sér til um "framúrskarandi" árangur "leiðbeininga" og "tillagna" þessarar stofnunar í gegnum þá ártugi sem liðnir eru frá stofnun hennar árið 1945. Tilurð, rekstur, tillögur, ráðleggingar og hvað þetta nú heitir allt saman sem frá þessu alþjóðlega apparati kemur snýst ekki um neitt annað en peninga - hefur einfaldlega ekkert að gera með velferð, samfélög, árangur, hagi einstaklinga sem byggja þjóðfélög eða annað í þeim dúr. Þeir ríku skulu verða ríkari!!! Ég held að það liti örlítið öðruvísi út flest það sem ritað er hér að ofan ef skríbentarnir hefðu kynnt sér IMF (AGS) og söguna áður en þeir ákváðu að tjá sig opinberlega.... Amen.

Snorri Magnússon, 9.8.2013 kl. 19:56

9 identicon

Staqðreyndin er einföld, íslenska menntakerfið er eitt það dýrasta, en samt eitt það lélegasta á vesturlöndum.

Önnur staðreynd er líka augljós, allar tilraunir til að bæta þetta ruslkerfi eru stöðvaðar af kennurum í kerfinu. Siðferði íslenskra kennara er undir frostmarki.  Það eina sem þeir hafa áhuga á er að fá sem mest fyrir sem minnst, nemendurnir skipta þá engu máli og faglegur metnaður er enginn.

Íslenska kennarastéttin er þjóðarböl.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 23:57

10 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Það er vissulega hægt að spara og hagræða í menntakerfinu og gæti ég flutt um það langt mál. Hins vegar gagnast það ákeflega lítið að fjalla um þessi mál í upphrópunarstíl og neita að horfast í augu við blákaldann veruleikann.

 

Vandamál sem framhaldskólar hafa átt við að etja um langt árabil er margs konar. Það sem ætti t.d. að vekja flesta til umhugsunar er að næstum fjórðungur þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla ljúka því ekki og hutfall þeirra sem útskrifast nokkurn veginn á réttum tíma er mun lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Um þetta má lesa nánar í skýrslu Samráðsvettvangs.

 

Menn hafa reynt að greina ástæðurnar fyrir þessu mikla brottfalli og m.a. hefur verið bent á að fjölmargir nemendur búa við kröpp kjör og eiga við andlega vanheilsu að stríða. Við þennan hóp bætist svo við heill herskari nemenda sem tekst á við annars konar vandamál í sínu daglega lífi. Margir þessara nemenda þurfa á sérúrræðum að halda og það verður að segjast eins og er að skólar landsins hafa hvorki mannskap né fjármagn til að sinna þessum nemendum með sómasamlegum hætti.

 

Brottfall nemenda er gríðarlega dýrt, því í upphafi annar er gerður ráðningasamningur við kennara til að annast kennslu tiltekins fjölda nemenda. Forsendur samningsins breytast vitaskuld þegar verulega kvarnast úr nemendafjöldanum, en skólinn situr eftir með kostnaðarsaman ráðningarsamning. Eitt af höfuðmarkmiðum framhaldsskóla í dag er að reyna að sporna við brottfalli nemenda, en því miður er við ramman reip að draga. Sér í lagi í því þjóðfélagsumhverfi sem við búum við í dag.

Jón Kristján Þorvarðarson, 10.8.2013 kl. 00:34

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bjarni ef við teljum USA til vesturlanda, þá eru almenningsskólar (public Schools)þar mun dýrari og verri heldur en á Íslandi.

Sem dæmi má nefna að margir 18 ára nemendur eiga í erfiðleikum og jafnvel geta ekki fyllt út umsóknarblöð fyrir vinnu sem þau eru að sækja um.

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 10.8.2013 kl. 11:23

12 identicon

Þetta er þvæla hjá þér Jóhann.  Almennigsskólar í BNA eru miklu ódýrari en íslenska ruslkerfið.  Gerir þú þér grein fyrir að það þarf útsvarstekjur af launum sem samsvarar fimm árslaunum til að kosta einn grunnskólagrislíng í eitt ár?

Hver grunnskólanemi kostar 1.600.000 á ári!!!!!!!!!!!

Til að fá útsvar til að kosta hvern grunnskólagrisling þarf tekjustofn yfir 12.000.000, fimmfaldar meðaltekjur einstaklings!!!!!!

Samt eru þessir nemendur illa upplýstir og illa gefnir eftir þennan fjáraustur, skora verst allra nemenda í pisa könnunum og kunna hvorki almenna mannasiði né margföldunartöfluna.   Og það eina sem kennarahyskinu dettur í hug til að bæta stöðuna, er að hækka laun kennara!

Bjarni (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 01:21

13 identicon

Ég get svosem rifjað upp nokkrar minningar af kennurum þessa land:

Það var regla í skólanum að það átti að vera einn kennari á skólalóðinni til eftirlits í frímínútunum, en það var aldrei nokkur kjaftur til staðar.  Allir að lepja kaffi í heitri kaffistofunni, á meðan fékk eineltið að blómstra ásamt ofbeldinu.

Ef það var snarvitlaust veður fengu nemendurnir að vera inni, eftirlitslausir af því kennarablókin þurfti að fá sitt kaffi, óháð veðri.  Dagin eftir, þegar enn og aftur var snarvitlaust verður, þá var öllum hent út af því  ólætin dagin áður höfðu gengið framaf kennurunum og þeir því ákveðið að ekki væri hægt að hafa þessa fjandans orma innandyra.Niðurstaðan var að nemendurnir húktu undir súð hríðskjálgfandi úr kulda meðakennarahyskið fékk sitt kaffi.  Íslensk kennarastétt er þjóðarböl og án undantekningar drullusokkar inn að beini.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 01:47

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki segja að það sé þvæla að skólar í USA séu dýrir, t.d. í Wahington D.C. er sagt að kostnaður við hven nemanda er $14,000 til 16,000.

Ef við notum $14,000 þá er kostnaðurinn 1,680,000 krónur.

En það sem verra er að mikið af þessum nemendum sem koma út úr skóla 18 - 19 ára eru ólæs og reikningur er gerður á kalkulator og þau hafa ekki hugmynd um hvað þau eiga að fá til baka þegar þau kaupa eitthvað.

Svo er óþarfi að vera öskar Bjarni.

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 12.8.2013 kl. 08:49

15 identicon

ég hefði viljað sjá helga og espolín sýna okkur heimildniar sem þeir tala um, kannast við að hafa heyrt það sem helgi segir en er ansi skeptískur á það sem espólín segir, hann virðist bara vera pirraður út í kennara yfirhöfuð alveg eins og Bjarni.

Pirringur er ekki stefna.

Nonni (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 20:11

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

The Shock Doctrine er mesta bull bók sem skrifuð hefur verið frá upphafi heims... slær út bókina population bomb sem sama kappar stuttu vel og lengi

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.8.2013 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband