Röklausir kennarar

Það er þægilegt að afgreiða réttmæta athugasemd með því að athugasemdin "dæmir sig sjálf"... 

Kennarar eru að sjálfsögðu að verja sína eigin hagsmuni. Sitt eigið starf. Þeir hugsa ekki um hag barnanna.... allavega ekki þeir í kennarasambandinu. Það sést á málflutningum.

Finnst þeim eðlilegt að Íslensk börn verða tveim árum á eftir jafnöldurm þegar þau byrja í háskóla?

Þetta sníst ekki bara um peninga heldur hag íslensku nemendanna.

hvells 


mbl.is Fullyrðingar AGS „dæma sig sjálfar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Kennarsambandið er án efa ferlega slappt batterí sem einbeitir sér að því að verja hagsmuni kennara burtséð frá hagsmunum nemenda, hugsa að það sé rétt hjá þér.

AGS segir, skv. fréttinni, að hægt væri að fjölga í bekkjum. Það lítur ofsalega vel út á pappír og þá væri án ef hægt að spara.

Heldur þú samt ekki að það komi niður á gæðum kennslunnar? Heldur þú þá ekki að kennari hafi minni tíma per nemanda til aðstoðar? Slíkt myndi minnka kostnað en gæðin yrðu auðvitað líka minni og það fengjum við í hausinn í PISA. Því miður treysta hagfræðingar of mikið á stærðfræðina eina saman án þess að hugleiða forsendur og afleiðingar. Þessi gagnrýni á AGS á því fullann rétt á sér.

Úti á landi getur verið að í litlum skólum sértu með t.d. 4 nemendur í 5.b, 3 nemendur í 7.b. og 4 í 8.b. Þessum hópi væri án efa kennt saman. Það er alltaf einhver startkostnaður, eðlilega sérhæfa kennarar sig og ekki sjálfsagt að sami kennari geti kennt bæði stærðfræði og íslensku skammlaust. Til þess að er KÍ að vísa. Hvernig viltu þú svo leysa svona aðstæður? Það væri ábyggilega hægt að spara með því að láta bara einn og sama aðilann kenna nánast allt, íslensku, heimilisfræði, stærðfræði og samfélagsfræði. Heldur þú að viðkomandi kennari gæti kennt öll fögin almennilega?

Það sem snillingarnir hjá AGS virðast ekki nefna er eftirfarandi þversögn: Rekstrarkostnaður íslenska menntakerfisins er hár miðað við önnur lönd innan OECD en laun kennara hér með því lægsta sem tíðkast innan OECD. Í hvað fara peningarnir? Í stað þess að verða sér til skammar með illa ígrunduðum forsendum ætti AGS að skoða þessi mál. Það gera þeir tæpast því þá þurfa þeir að líta upp úr Excel.

Vel má vera að gott sé að stytta námið en AGS verður sér til skammar með sumu af því sem þarna kemur fram, margt í skýrslunni lýsir ótrúlegum barnaskap.

Er AGS ekki á móti Framsóknarleiðinni? Hvað heldur þú að yrði um bæði greiðsluvilja og kaupmátt hérlendis ef þúsundir heimila fengju höfðustól sinna lána lækkaðan um 20% í boði kröfuhafa? Hvað er svona hræðilegt við það?

Helgi (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 22:00

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Geri ráð fyrir að AGS vita þetta vel.

Ég held að það er jafn skaðlegt að hafa t.d tvo til þrjá bekki kenndir saman í einni stofu með örfáum nemendum og svo að hafa 300 manna bekk.... ætli óskaföldinn sé ekki á milli 15-25manns í bekk. Fer eftir aldri nemanda.

T.d er einn grunnskóli á húnavöllum og svo einn á blönduósi. það má alveg sameina þá tvo þú ert sirka 10mín á milli skólanna og báðir eru þeir litlir og það er nú þegar verið að keyra krakka úr nærsveitum í húnavallaskóla.. getur rútan ekki alveg eins keyrt krakkana á blönduósskóla

En á móti kemur þá er þetta slæmt fyrir starfsmenn skólanna. Ef skólarnir verða sameinaðir þá missa kennnarar og annað starfólk vinnuna. OG það fækkar ársverkum í bæjarfélögunum.

Þetta er eitt lítið dæmi. ... það eru til fjölmörg önnur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2013 kl. 22:49

3 identicon

Rekstrarkostnaður íslenska menntakerfisins er hár miðað við önnur lönd innan OECD en laun kennara hér með því lægsta sem tíðkast innan OECD. Í hvað fara peningarnir???... Óeðlilegan fjölda kennara. Kennara sem hafa viðveruskildu fram í júní en hætta að kenna snemma í maí. Kennara sem skila 6 klukkustunda vinnudegi en fá 8 greidda strax og aðra 2 sem lengingu á sumarfríi. Kennara sem þurfa sérstaka mánaðarlega "vinnudaga" þar sem nemendur eru heima og engin vinna fer fram, o.s.frv...

Og AGS er ekki á móti Framsóknarleiðinni. Enda er hún ekki til. Það eina sem AGS hefur eru loforðin um "leiðréttingu" og skattalækkanir stjórnarinnar en enginn hefur séð raunhæfar áætlanir um fjármögnun. Dagdraumar og óskir teljast ekki raunhæfar áætlanir. Og meðan svo er þá eru einu fjármunirnir sem stjórnin hefur til að efna loforðin skattfé og lánsfé.

Sú kenning er landlæg að Íslendingar séu svo sérstakir og aðstæður svo öðruvísi hér en alstaðar annarstaðar að útlendingar geti ómögulega lagt mat á það sem hér er gert og hljóti alltaf að komast að röngum niðurstöðum. Sérstaklega þegar þeir benda okkur á að við séum að skíta uppá bak. Viðvarandi skítalykt hefur afsannað þessa kenningu.

Espolin (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 22:55

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því Espolin.

Ástralía er sem dæmi dreifbílara heldur en Ísland.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2013 kl. 23:28

5 identicon

@2: Ef menn ætla að taka eins mikla einföldun á þetta og hægt er höfum við bara tugi nemenda í hverjum bekk. Þá líður kennslan fyrir fjöldann. Þú setur ekki svona dæmi bara upp í excel og reiknar, útreikningar eru aldrei betri en forsendurnar og á því fellur AGS. Sumt af því sem þeir segja er í besta falli broslegt.

Það er voðalega ódýrt að afgreiða allt svona bara með því að starfsfólk og kennarar missi bara vinnuna og þess vegna séu allir á móti. Sameining á skólum, eins og sú sem þú vísar í, sparar stjórnendur en miklu síður kennara enda heildarfjöldi nemenda sá sami. Slíkri sameiningu er ég mjög fylgjandi. Hún var reynd í Reykjavík nýlega og hefur ekki lukkast eins og hún átti að gera en hérlendis er of mikil stjórnendamenning, menn gleyma út á hvað t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið ganga.

@3: Hvaða gögn hefur þú sem styðja þá kenningu þína að fjöldi kennara sé óeðlilega mikill? Miðað við hvað? Fullyrðing þín um vinnudag kennara er ekki rétt, sorry. Starfsdagar eru heldur ekki mánaðarlegir. Ef þú hefur rétt fyrir þér um óeðlilegan fjölda kennara ætti að vera svigrúm til sparnaðar og þá er eðlilegt að nýta það tækifæri.

AGS er víst á móti framsóknarleiðinni, sá frétt um það nýlega. Annars tek ég heilshugar undir síðustu efnisgrein þína, sveitamennskan ætlar aldrei af landanum að hverfa.

Helgi (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband