Fimmtudagur, 8. ágúst 2013
Framsóknarblekkingin horfin
Framsóknarmenn héldu að þeir gætu fengið "afslátt" af kröfum frá Vogunarsjóðunum. Einhverskonar skiptidíl. Þeir mega hverfa með erlendu eignirnar gegn því að innlendu eignir verði afskrifaðar og nýtt til höfuðstólslækkunar til lántakenda verðtryggðra lána.
Nú vill fjárfestingarhópur frá Asíu kaupa heila klabbið (erlendu og innlendu kröfurnar sem voru auðvitað alltaf samansett).
Nú hefur Framsókn ekkert í höndunum. En kosningarnar gengu vel. Þeim ættu svosem að vera sama um fylgistap. Það er langt í næstu kosningar. Eftir 4 ár eru þeir komnir með einhverja sniðuga kosningabrellu sem kjósendur falla fyrir.
kv
Sleggjan
![]() |
Kínverjar vilja kaupa Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta hlítur að vera gríðarlegt áfall fyrir Framsóknarflokkinn
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2013 kl. 14:17
Persónulega er ég handviss um að þetta sé leikrit, enda kínverjar hvergi í bankastarfsemi í evrópu, og þessa verðhugmyndir mun hærri en fengjust fyrir stöndugustu banka evrópu, sem þó eru ekki læstir inni í gjaldeyrishöftum, með hæsta vanskilahlutfall í evrópu og verulega óvissum um verðmæti ólöglegra lána.
Þannig að þetta stenst tæpast skoðun.
En jafnvel þótt svo væri, og kínverjar vildu kaupa hræið, hverju ætti það að breyta um áform Framsóknar?
Ég get ómögulega séð að það skipti nokkru einasta máli frá hvaða landi eigandinn er.
Sigurður (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.