Framsókn með allt niðrum sig

Það kom á daginn sem allir með einhverja heilasellur vissu að loforð Framsóknar var bull og vitleysa.

Kjósendur eru vitleysingar upp til hópa.

Nú fer að styttast í uppgjör Framsóknar og eina svar þeirra sé að þessar skammstafanir "eiga að fara í endurmenntun" einsog þeir hafa ekkert lært af hruninu.

hvells 


mbl.is AGS leggst gegn skuldaniðurfellingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Hvernig stendur á því að nú þegar búið aer að loka skrifstofu AGS á Íslandi, að Christine LaGarde fær áfram að ybba gogg?

Hvernig væri að þeir átti sig á að hér hafi orðið stjórnarskipti og fyrst Ísland er ekki aðili að ESB-ríkinu og verður það ekki næstu 40 árin, þá þurfi ríkisstjórnin ekki að fara eftir neinu áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jóhanna og Steingrímur höfðu í aumimngjaskap sínum hætt við fyrningarleiðina í kvótakerfinu, sem meirihluti þjóðarinnar hefði viljað, og vildu í staðinn hækka veiðigjaldið. AGS lagðist gegn því, en Steingrímur þrábað sjóðinn um leyfi til þess. Steingrímur var eins og þræll, sem hefur fengið að vita að honum verði refsað með 100 svipuhöggum, en biður um 200.

Steingríms og VG verður alltaf minnzt sem hækju auðvaldsins, því að hann hyglaði bankaelítunni en sveik þá húseigendur sem lentu í skuldasúpu eftir að kreppan skall á.

Andstæðingar Framsóknar verða að átta sig á því, að fólk kaus ekki Framsókn af því að það bjóst við að núverandi ríkisstjórn myndi uppfylla öll sín kosningaloforð 100%, það gerist hvort eð aldrei, en af því að kjósendurnir vissu að Framsókn ætlaði sér að gera eitthvað.

EITTHVAÐ er talsvert meira en EKKERT, sem er NÁKVÆMLEGA hvað fyrri ríkisstjórn gerði.

Austmann,félagasamtök, 7.8.2013 kl. 21:25

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

AGS á gríðarlega háa fjárkröfuá Ísland og getur fellt hana og gert ríkissjóð gjaldþrota hvenær sem er.

Ísland er ekki sjálfstætt ríki.... það er ennþá í krumlunum á AGS.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 7.8.2013 kl. 22:20

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

80% kjósenda kusu aðra en Framsókn, Sjálfstæðisflokknum var það brátt í brók að þeir skrifðu upp á ruglið í stefnuskrá Framsóknar, fórnarlömbin verðum við...landsmenn.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2013 kl. 22:56

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Útúrsnúningar eins og fyrri daginn.

Framsóknarflokkurinn lofaði því aldrei að niðurfæra skuldir heimilanna á kostnað ríkissjóðs, enda er engin sérstök þörf á því heldur.

Allar "greiningar" sem byggja á þeirri hugmynd að leiðrétting á skuldum heimila samsvari útgjöldum úr ríkissjóði, eru því úr lausu lofti gripnar.

Hver hafa annars útgjöld ríkissjóðs verið vegna mörg hundruð milljarða niðurfærslu sem þegar hefur verið gerð á skuldum heimilanna?

Svarið við þeirri spurningu er auðvitað sama og trúverðugleiki AGS sem liggur djúpt á botni ruslflokksins ásamt S&P og OECD o.fl. skst.

Verði þeim að góðu fyrir að senda frá sér enn eina efnislega ranga greiningu, sem styðst ekki við neitt nema hugarburði um veruleika sem er hvergi til.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2013 kl. 23:08

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Þetta erlíka spurning um að lesa textann í greininni í heild sinni.

"Í þessu sambandi telur hún að áform stjórnvalda um að grípa ekki til frekari aðgerða til skuldalækkunar nema fjárhagslegt svigrúm sé til þess sé viðeigandi.

Nýjar aðgerðir eiga að beinast að þeim heimilum sem ekki hafa fengið úrlausn með núgildandi aðgerðum. Stjórnin taldi mögulegt að bæta vinnuaðferðir við framkvæmd skuldaaðlögunar."

Þetta snýst um þetta fjárhagslega svigrúm og hvernig skuldaniðurfellingin verður útfærð en það vitum við ekki í dag. Spurning með að geyma aðeins að slá pólitísku keilurnar um sinn. Svo er óþarfi að vera með þennan hroka gagnvart kjósendum. Samfó og VG hreinlega réttu gömlu hrunflokkunum stjórnartaumanna eftir fjögurra ára stjórnarháttamartröð. Ef einhver hefur unnið sér inn fúkyrði og reiði þá eru það Samfó og VG.

Pétur Harðarson, 8.8.2013 kl. 00:45

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Auðvitað verður þetta alltaf á kostnað ríkissjoðs.

Ef við fáum "afslátt" af skuldum.

Þá erum við að nota hann við niðurfærslur lána almennings frekar en að lækka skuldir ríkissjóðs (eða byggja hátæknisjúkrahús og með því).

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2013 kl. 11:37

7 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Guðmundur - Þegar blekkingaskýlan fellur frá andlitinu þá liggur það auðvitað í augum uppi að kosningarloforð framsóknarflokksins er á kostnað ríkissjóðs. Og gildir þá einu hvernig menn líta á málin. Peningar, sem vissulega á eftir að innheimta, gætu til að mynda gætu farið í að lækka skuldir ríkissjóðs, landsmönnum til hagsbóta. Hinn svokallaði útúrsnúningur er þar af leiðandi rekin beint aftur til föðurhúsanna.

Erum við í stöðu til að dæma AGS út í ystu myrkur? Tómir viðvaningar sem þar ráða?

Jón Kristján Þorvarðarson, 8.8.2013 kl. 12:00

8 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Eitt sem sýnir, að það á ALDREI að taka mark á neinum fullyrðingum eða greiningum sem kemur frá AGS, er nýleg skýrsla frá þeim þar sem þeir halda fram að hægt sé að spara 50% (50 milljarða) í heilbrigðiskerfinu.

Í viðtali við Kristján Þór sýnir hann fram á að fullyrðingar AGS sé tómt bull og kjaftæði, sem er til þess fallið að blekkja bæði stjórnvöld og almenning.

Austmann,félagasamtök, 8.8.2013 kl. 12:32

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvar eru kjósendur Framsóknar?

Fer svo lítið fyrir þeim svona miðað við fyrir kosningarnar.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2013 kl. 13:14

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef litið er á einfalda mynd af leið fjármuna við greiðslu kröfu sem fer í gegnum nýju og gömlu bankana þá má segja að hún sé á þessa leið:

Lántaki/heimili --> Fjármálastofnun (e. 2008) --> Fjármálastofnun (f.2008) --> Kröfuhafi (Upphaflegur/nýr)

Hvar er aðkoma ríkissjóðs í þessu ferli? Hún er að sjálfsögðu ekki til staðar við innheimtu og greiðsluferli kröfunnar. Hvers vegna ætti ríkissjóður þá að koma að niðurfellingu einhvers hluta hennar? Fyrir utan að niðurfærslan hefur þegar farið fram, gerði það október 2008 við færslu lánanna í nýju bankana, þá þarf ekki sérstakt fjárframlag nú vegna aðgerðarinnar. Og alls ekki úr ríkissjóði.

Og hvernig hægt er að segja, að nota eigi hugsanlegan ávinning af viðræðum við kröfuhafa um breytingu á upphæðunum sem tilheyra ofangreindu innheimtuferli, til að greiða skuldir ríkissjóðs, fæ ég ekki séð. Enda eru það stundum sömu aðilar sem segja annars vegar að svigrúm sé ekki til staðar, en bæta svo við að frekar eigi að lækka skuldir ríkissjóðs en láta slíkt svigrúm ganga til heimila.

SFF segir á blaðsíðu 7 í annáli sínum fyrir áríð 2012, að búið hafi verið að lækka skuldir heimila frá stofnun nýju bankana um 196 milljarða um áramótin 2010-2011. Hef ekki heyrt að ríkissjóður hafi þurft að greiða þetta. Á sömu blaðsíðu segir að skv. greiningu FME megi búast við allt að 125 milljörðum til viðbótar vegna gengislánadóma. Þetta eru nú bara 321 milljarða kostnaður sem ég man ekki til að hafi átt uppruna sinn í ríkissjóði. Hvaðan kom hann þá?

Og þetta er fyrir utan allan kostnað vegna gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja, sem og beinu leiðarinnar (eða hvað hún hét) sem lækkaði skuldir fyrirtækja um fleiri tugi eða hundruð milljarða. Ekki kom það úr ríkissjóði og ekki var spurt hver ætti að greiða.

Þessi umræða er svo mikil froða að hálfa væri of mikið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.8.2013 kl. 16:17

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stundum mætti halda að völd einstakra stjórnmálaflokka væru raunveruleg á Íslandi.

Stundum mætti líka halda að einungis Framsókn væri hvorki með belti né axlabönd. Alla vega miðað við umræðuna um að þeir séu með allt niðrum sig. Spurning hverjir eru með bæði belti og axlabönd, og allt uppum sig?

Hvar er upplýsingamiðillinn, sem stundum er kallaður hlutlaus ríkisfjölmiðill Íslands?

Hvað vitum við?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 18:04

12 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Anna, einn sem er með allt niðrum sig er Árni Páll Árnason. Hann botnar ekkert í að Ísland er hætt að sækja um fleiri aðlögunarstyrki, bara vegna þess að aðlöguninni hefur verið hætt. Talandi um skort á rökhugsun.

Austmann,félagasamtök, 8.8.2013 kl. 19:08

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er Árni Páll ekki bara einn af mörgum kúguðum/blekktum fórnarlömbum svika-afla Íslensku skuggaráðuneyta-stjórnsýslunnar?

Hvað vitum við?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 19:44

14 Smámynd: Austmann,félagasamtök

"Er Árni Páll ekki bara einn af mörgum kúguðum/blekktum fórnarlömbum svika-afla Íslensku skuggaráðuneyta-stjórnsýslunnar?"

Nei.

"Hvað vitum við?"

Þetta veit ég.

Austmann,félagasamtök, 8.8.2013 kl. 21:26

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spurning: hver er útlagður kostnaður ríkissjóðs vegna ólöglegra lána heimila sem hafa nú þegar verið lækkuð um á þriðja hundrað milljarða króna?

Svar: nákvæmlega núll krónur.

Það sem ekki verður greitt, verður ekki greitt. Hvorki af ríkissjóði né neinum öðrum. Enginn mun borga það sem enginn mun borga, hvorki ríkið né aðrir.

Bara svo þetta sé áréttað:

Það hefur enginn á Íslandi lofað því að ríkissjóður sé að fara að taka sér innborganir á höfuðstól neinna lána heimila, eða annara einkaaðila.

Enginn! Hvorki Framsóknarflokkurinn né neinir aðrir.

Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu mikið AGS og tannálfurinn halda einhverju fram sem er rangt. Það mun samt halda áfram að vera rangt.

Það mun líka halda áfram að vera rangt þó að erlendar skammstafanir ímyndi sér allskyns ranghugmyndir.  Þær eru samt sem áður ranghugmyndir. Tröllasögur.

Það eru bara börn sem trúa tröllasögum.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2013 kl. 21:37

16 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað talað um að það svigrúm sem myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna verði nýtt til að koma til móts við heimilin. Gott og vel, en…

 

Um það verður ekki deilt að skuldaniðurfelling kemur skuldara alltaf vel, til að mynda  lækkun skulda ríkissjóðs vegna eftirgjafar kröfuhafa á þrotabú föllnu bankanna hvort sem það væri í formi ríkisskuldabréfa eða beinharðra peninga.

 

Og eins og bert liggur fyrir þá myndi framsal til ríkisins á t.d. 200-300 ma. lækka skuldastöðu ríkisins um sömu upphæð. Og hvers vegna ætti þá skuldaeftirgjöf kröfuhafa að skapa meira svigrúm til leiðréttingar á húsnæðislánum en skatttekjur? Já, ríkið hefur hagsmuna að gæta eins og AGS hefur réttilega bent á.

Jón Kristján Þorvarðarson, 9.8.2013 kl. 01:43

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú skrítilegt að sjá þá framsjalla hérna í kommentum fullyrða að skuldir heimilanna hafi verið felldar niður um á þriðja hundrað milljarða króna.

Þeir margsögu og tilkynntu fyrir kosningar að EKKERT hefði verið gert fyrir heimilin og að ÞEIR ætluðu að lækka skuldir heimilanna um 400 milljarða króna. Allir áttu að fá feitan tjékka eftr kosningar.

Núna er það orðið þannig að fv. ríkisstjórn var búin að lækka skuldir heimilanna um fleiri hundruð milljarða - og núna þarf bara ekkert að gera.

Það er svo mikil rugl-umræða sem þeir framsjallar standa fyrir - að efasamt er að landið haldi sjálfstæði sínu undir þeirra stjórn.

Tal framsjalla er bara súrrealísk andskotans vitleysa.

Það hefur komið í ljós að flestir nýju þingmenn framsjalla sem slysuðust inná þing vegna loforðsins um feita tjékkann - þessir nýju þingmenn virðast flestir einhverjir vitleysingar bara og til einskis hlutar nýtilegir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.8.2013 kl. 11:41

18 identicon

Er þetta ekki sami AGS og lagði til að við semdum við breta og hollendinga um að slaka þit þeirra nokkur hundruð miljörðum í erlendum gjaldeyri, og taldi það vel viðráðanlegt?

Það voru alvöru peningar, í alvöru gjaldmiðlum og í alvörunni á kostnað ríkissjóðs.

Og AGS studdi þetta.

Tillögur Framóknar ganga hins vegar út á það að nota krónur, pappírsrusl sem hverg er hægt að nota utan Íslandsa í að leiðrétta þessi lán heimilanna, án kostnað fyrir ríkissjóð.

Þessa peninga er EKKI hægt að nota í að greiða niður erlend lán ríkisisns, byggja sjúkrahús eða nokkuð annað.

Þetta er ekki alvöru gjaldmiðill, bara pappírsrusl sem er hvergi gjaldgengur í neinum viðskiptum nema í þessu sýndarhagkerfi á Íslandi.

Ekki aðeins er þetta hægt, heldur er alveg bráðnauðsynlegt, bæði heimilanna vegna, og eins þjóðarinnar því það er alveg útilokað mál að það verði nokkurn tíman hægt að greiða þessar eignir út í erlendum gjaldmiðli, og þetta er sí stækkandi snjóbolti á hæstu vöxtum í hinum vestræna heimi þökk sé Má og vitringunum í seðló.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 11:52

19 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Enn er gáfnaljósið Ómar Bjarki mættur til að græta örlög ESB-stjórnarinnar og heldur því fram, að fyrrv. ríkisstjórn hafi gert eitthvað fyrir skuldara, þrátt fyrir að þeir sem fóru 110% leiðina eru engu betur settir í dag en áður.

Austmann,félagasamtök, 9.8.2013 kl. 12:16

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það þarf sennilega að taka það fram oft á dag fyrir þá framsjallanna, að Ísland er að borga Icesaveskld þeirra framsjalla upp í topp plús álag.

Fíflagangur forsetaræfils og þjóðrembingskjánagreyja þýddi einfaldlega að greiðslubriðin verður mun erfiðari og þyngri. Auk þess a skapa auka skaðakostnað uppá mörg hundruð milljarða króna sem leggst af fullum þunga á landið og lýðinn.

Framsjalar eru einhverjir verstu aumingjar og vitleysingar ásamt landsskaðavörgum sem til eru á byggðu bóli. Það er ekkert í lagi með þá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.8.2013 kl. 12:47

21 identicon

Ómar,

Íslenskir skattgreiðendur, ríkissjóður er ekki að greiða neitt vegna Icesave.

Fyrverandi ríkisstjórn ákvað hins vegar að svindla sér fram hjá þjóðarvilja og skuldsetja nýja Landsbankann til að reyna sitt besta að gefa eftir við kröfum ESB, breta og hollendinga.

Með þeim árangri að bankinn er á leið í greiðsluþrot, hraðar en útrásavíkingum tókst að reka þann gamla í þrot.

Aðeins þrem árum frá stofnun er bankinn á leið í þrot, þökk sé enn einum snilldar afleik Steinríms og Jóhönnu.

Vonandi verður bankinn látinn fara í þrot, og þessi vitleysa stöðvuð, það væri ágætis skref að afnámi hafta og lausn snjóhengju, að láta nýja Landsbanka Steingríms og ´Jóhönnu falla á ný, þrem árum frá stofnun og þá væntanlega einn skammlífasti banki mannkynssögunnar.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 17:52

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Landsbanki = 100% í eigu almennings og ríkissjóðs.

Að sjálfsögðu borgar ríkið og þ.a.l. almenningur Sjallabrúsann.

Samningar voru eigöngu um hagstæð afborgunnarkjör og greiðslubirgði.

Greiðslubirgði og afborgunnarkjör eru miklu mun verri og erfiðari núna eftir fíflaganginn. Þess vegna auka-skaðakostnaður vegna skuldarinnar sem alltaf verður borguð upp í topp plús álag.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.8.2013 kl. 18:32

23 identicon

Ómar,

Finnst þér ásættanlegir samningar sem Steingrímur og Jóhanna gerðu sem valda því að Landsbankinn er á leið í greiðsluþrot ef lánadrottnar neita að lengja í lánum hans?

Hvernig líkar þér að það tók aðeins 3 ár að setja hann í þrot?

Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 20:37

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Barnaskapur og einfeldni ef ekki vísvitadi hálfvitaprópaganda að SJS, Jóhanna eða einhver annar hafi getað samið til eða frá varðasndi skuld þeirra framsjalla. Skuld sem stofnaðist af ráni þeirra framsjalla úr vasa heiðvirtra EU borgara.

Máið var svo forljótt að það var bara ein leið út.

Borga skuldina.

Sem VAR, ER og VERÐUR alltaf gert.

Það hvort þessi sjallabanli sé í þroti eður ei er svo önnur umræða.

Reyndar hefur þessi sjallabanki lengst af verið í þroti og á herðum almennings vegna háttalags framsjallaelitunnar á þessu vesalings skeri hérna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.8.2013 kl. 23:25

25 identicon

Ómar,

Nýji bankinn tók ekki yfir neinar eignir í erlendri mynt, og skuldaði því ekki neitt í erlendri mynt.

Eina ástæðan að þetta skuldabréf er í erlendri mynt er að kröfuhafar báðu um það, og Steingrímur gerði alltaf allt sem kröfuhafar báðu hann umm, því hann fékk nðiurgang af hræðslu í hvert sinn sem þeir opnuðu á sér munninn.

Vesalingur og aumingjaskapur fyrri ríkissjtórnar er eina ástæðan að þessi banki er á leið í greiðsluþrot.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 14:45

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi Landsbankabréf sem þið eruð að tala um eru ólögleg, af margvíslegum ástæðum sem ég ætla ekki að rekja hér, en það eina rétta væri að afskrifa þau.

Ómar Bjarki virðist hafa valið að snúa út úr fyrir mér.

Þess vegna skal rítrekað það sem ég sagði:

"Spurning: hver er útlagður kostnaður ríkissjóðs vegna ólöglegra lána heimila sem hafa nú þegar verið lækkuð um á þriðja hundrað milljarða króna?"

Þessar lækkanir voru ekki neinni ríkisstjórn að þakka, heldur þeim skuldurum og lögmönnum þeirra sem unnu viðkomandi dómsmál. Framvkæmd þessara lækkana var ekki heldur á könnu stjórnvalda, heldur bankanna, þegar þeir neyddust til að hlíta þeim dómum sem fallið höfðu.

Það er óralangur vegur frá því að dómstólaleiðinni sé lokið. Það sem búið er að dæma nú þegar um er bara toppurinn af ísjakanum í ólöglegum samningum. Það eru bara tvær mögulegar útkomur: að fylgt verði lögum, eða þá lögleysa. Að sjálfsögðu hljóta allir að kjósa fyrri kostinn og þá er þetta ekkert mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2013 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband