Föstudagur, 2. ágúst 2013
Mikael Torfason að eyðileggja Fréttablaðið
Mikael var ritstjóri Fréttablaðsins fyrir ekki löngu síðan.
Ólafi Stephensyni þannig séð bolað í burtu þó hann haldi enn í ritstjóratitilinn.
Leiðarar Mikaels eru hundleiðinlegir. Einhver froða í Séð og Heyrt stíl. Hann höfðar til tilfinninganna og er ekki að leita að rökum eða staðreyndum. Svo er mikið femínistarugl og alltof mikill Pólitískur Rétttrúnaður. Örsjaldan pólitík.
Bestu blaðamennirnir hjá Fréttablaðinu hafa flúið sökkvandi skip. Nú eru óreyndir blaðamenn teknir við.
Hann sagði fyrir nokkrum misserum að Helgarblað Fréttablaðsins væri "hundleiðinlegt". Ég tel samt helgarblaðið vera flaggskip Fréttablaðsins. Algjör snilld. Ef Mikael ætlar að breyta því (sem hann gerir líklega, af hverju ætti hann að hafa hundleiðinlegt Helgarblað) þá set ég á bréflúguna mína "Ekki Fréttablaðið takk fyrir".
Hvet Fréttatímann að gefa út oftar yfir vikuna.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.