Miðvikudagur, 31. júlí 2013
Glæsilegur árangur
Þetta er glæsilegur árangur. Það er vinstri stjórn í borginni.
Það gerir man hugsi hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað afrekað þetta? Miðað þá sem eru eftir í borgarráði eftir að Hanna Birna fór virðast ekki vera miklir hægrimenn. Gegnsýrðir sérhagsmunamenn sem aðhyllast Statism á háu stigi.
Ef það er ekki rétt þá væri rétt að minnihlutinn mundi leggja til lægri skatta og meiri niðurskurð og niðurgreiðslu skulda.... ekki aukna neyslu og fjárausur. Það er nær engin munur á XD og VG í borgarráði ef maður tekur "kynjahugsónina" til hliðar.
Eitt er ljóst. Þeir gerður ekkert í hagræðingu OR meðan þeir voru í stjórn og ef eitthvað er gerðu þeir vandann enn verri með því að "frysta verðið" til heimilana í nokkurn tíma sem gerði næstum útaf við OR.
hvells
![]() |
Planið hjá OR gengur betur en áætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er rétt. Sjálfstæðisflokkurinn er því miður hryggðarmynd. Þeir fylltu OR af skuldum og töppuðu af þessu arð. Gagnrýndu síðan niðurskurðin hjá OR.
Ég verð nú bara að hrósa "grínframboði" Jóns Gnarr og Óttar Proppe er þarna að mörgu heilinn á bak við þetta. Það er bæði leitt og sárt að horfa upp á þetta. Íslensk þjóð á skilið alvöuru hægriflokk.
Gunnr (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 17:01
Gæti kannski verið að XD voru of miklir stjórnmálamenn til þess að vilja taka óvinsælar ákvarðanir.
BF ákvað bara að demba sér í þetta.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 1.8.2013 kl. 01:24
Sælir
Annað hvort að þau viti betur og þora ekki að fylgja sinni sannfæring af ótta við að skapa sér tímabundnar óvinsældir kjósenda eða þeir hafi vanmetið þetta og séu ekki skarpari en þetta sýnir. Raunar gagnrýndu þau þessa áætlun BF sem hróflaði við flokksmönnum sem var búið að koma fyrir í "matarholum" í kerfinu.
Fróðlegt að sjá hverning á landsvísu flokkurinn ætlar að skera upp í ríkisrekstinum enda virðast menn ekki hafa komið með margar hugmyndir að borðinu. Flokkur með skattahækkanir og vitandi vits hversu skelfileg staðan á ríkisrekstinum er skuli vera búin að skipa nefnd. Ætli þar verði þor til að beygja sérhagsmunina. Að óbreyttu þarf að umskera kerfið, fækka og minnka og það þarf að skera niður í sveitarstjórnarstiginu og ná þar hagræðingu til að geta yfirfært einhvern hluta af ríkisstarfseminni. Þarna þarf að stíga á margar tær, gera fjölda manns bæði atvinnulausa og áhrifalausa í eigin flokki. Hin leiðin er að reyna að skrúfa niður laun og þar munu ákveðnir faghópar hreinlega flytja burtu þar sem þeir fara í miklu betur launuð störf erlendis. Læknar, hjúkrunarfræðingar, verkfræðingar, veðurfræðingar, dýralæknar, alvöru raungreinafólk, ásamt fleirri haghópum. Þeir sem ekki geta flutt sig eru lögfræðingar (þeir sem ætla að vinna að menntun sinni) sem enn er verið að mennta í 4 háskólum, íslenskir stjórnmálamenn ásamt fólki með MBA og hagfræðimenntun með "kornflekspróf" úr svökölluðum íslenskum háskólum (frá efnahagslegu Molbúaeyjunni Íslandi) með starfsreynslu úr gjaldþrota íslenskum banka. Sem og íslenskum stjórnmálafræðingum.
Framleiðni er helmingi lægri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, væntanlega er lélegt skipulag hluti af þessu. Ég efast um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi "guts" að skera niðu kerfið, þeir eru of samdauna því. Í Noregi er komandi Hægristjórn með áætlun hvernig á að skera niður kerfið og hafa eytt næstum áratug til að undirbúa þetta það á að fækka um yfir 100 þús störf og þar liggur nákvæm áætlun yfir nokkur ár. Á Íslandi er skipuð nefnd ómenntaðs bónda frá Vestfjörðum (sem flytur inn geldingartæki í hjáverkum) sem og yfirlýsingaglaðri blómasölukonu (sem hefur tekið lögræðipróf frá Bifröst) og að vísu með Guðlaugi Þór sem er reynslubolti. Það grátlegasta er að þau virðast ekkert hafa spáð í þetta fyrr en eftir kosningar, sýnir hvers konar aular þetta eru.
Gunnr (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.