Þriðjudagur, 30. júlí 2013
Fylgja með
Það væri ágætt ef geislafræðingar mundi láta fyljga með hvar á að skera annarstaðar niður til þess að eiga fyrri launahækkununum?
Barnaspítalanum?
hvells
![]() |
Reynt til þrautar á Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verða því miður miklu fleirri sem fylgja á eftir geislafræðingum. Væntanlega benda þau á afslátt á kvótagjaldi til stórútgerða sem vara aðalbáráttumál ríkisstjórnarinnar en forráðamenn þeirra toppa tekjulista og eitt fyrirtækið deildi sér yfir miljarð í arð í gær og við munum heyra meira af þessu. Brátt fara þyrlur útgerðarmannanna af stað, það er búið að afskrifa skuldirnar. Síðan kemur næsti baggi ríkisstjórnarinnar sem er afnám "stóreigna" skatts eða "auðlegðarskatts" og væntanlega og síðan launaskrið i bönkum og forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði og síðan koma þessir forstjórar ríkisstofnanna sem eru út á fyrir sig á fremur lágum launum miðað við hina.
Ríkisstjórnin er ekkert farin að skera niður og það örlar ekki á efnahagstillögum og í þessari þoku hrynur augljóslega lánstrausts íslenska ríkisins og þar með íslenska efnahagslífsins og við erum hænufeti frá russlflokki.
Klárlega munu margir hópar ekkert sætta sig við að kostnaðurinn við þessar skattalækkanir sé að þrýsta þeim niður í örbyrgð og það er í raun fyrirséð að við munum sjá fram á áframhaldandi hrörnun heilbrigðiskerfisins og það mun gerast fljótt sem og löggæslan. Það hefur í raun enginn tekið ábyrgð á hruni íslenska hagkerfisins, enginn hefur iðrast, enginn hefur játað mistök. Kennitöluflakkararnir og þeir sem nánast glutruðu niður lífeyriskerfinu sitja sem fastast þá munu margir gefa íslenskt þjóðfélag upp á bátinn og fara. Ef Ísland getur ekki boðið upp á sambærileg lífskjör og þessi ríkisstjórn hefur í raun sýnt það að hún er í raun lítið annað en að vernda sérhagsmuni.
Ég get ekki séð að ástandið hafi batnað frá fyrri ríkisstjórn.
Að óbreyttu er ég ákaflega svartsýnn. Það mun allt loga í verkföllum með haustinu og við munum aftur verða vitni að ofurverðbólgu. Stóreignamennirnir og silfurskeiðadrengirnir Björn Bjarnason og Sigmundur Davíð Guðlaugsson virðast vera að falla á prófinu, en þetta virðist allt skelfilega illa undirbúið og meira byggt á óskhyggju en "facts".
Þetta verður sem fyrri ríkisstjórn eins kjörtímabils stjórn sem sú fyrri sem var ráðlaus og hálfgert viðurkenndi það hálfgert.
"Engar nefndir, enga aðgerðarhópa, aðgerðir straks". "koma hjólum atvinnulífsins af stað", "leiðrétting lána, straks" Og hver er niðurstaðan 3 mánuðum eftir kosningar?
Gunnr (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 11:01
Íslenska heilbrigðiskerfið er ódýrt og það eru ekki ofurlaun fagfólks sem er ástæða samdráttarin.
Það sem þjóðin sér er að eina leiðin til árangurs er skilyrðislaus hagsmunagæsla sem útgerðarmenn fá fyrir sína fjárfestingu. Nánast afnám veiðigjalds og jörðun á ESB og þar með upptöku Evru þýðir á mannamáli að aðrir eru í raun dæmdir til að vera krónuþrælar á lúsalaunum og greiða háa vexti og síðan í gjaldþrota lífeyriskerfi. Klárlega munum við nú verða vitni að stórfelldum atgerfisflótta yfir til "stóra" olíuríkisins austan við okkur sem háfar inn tæknimenntað fólk frá allri Evrópu. Þar tekur við hægristjórn í haust og þeir eru með tilbúna margra fasa aðgerðaráætlun á niðurskurði í hinu opinbera sem hafa verið i undirbúningi í fleirri ár allt margfaldlega útreiknað. Nýtt fjárlagafrumvarp og síðan ráðherralista (sem ekki er enn gerður opinber) Það er sorglegt að segja það en Ísland er augljóslega að breytast í efnahagslega Molbúaeyju.
Gunnr (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 11:17
Ef við náum að skera niður hjá hinu opinbera sem hefur bólgnað út seinustu 20ár, borga niður skuldir og lækkað skatta í leiðinni svo almenningur hefur meiri ráðstöfunarfé þá mun ástandið á Íslandi batna og atgerfisflóttin snúast við.
http://www.visir.is/opinberum-starfsmonnum-hefur-fjolgad-um-27-prosent-fra-arinu-2000/article/2009978658863
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.7.2013 kl. 12:55
Er einhver sérstök ástæða að geislafræðingar eigi ekki að fá sambærilegar launahækkanir og topparnir hjá ríkinu sem voru að fá hækkanir sem nema mánaðarlaunum geislafræðinga?
Vonandi standa geislafræðingar harðir á sínu, fordæmið liggur fyrir um svigrúm til launahækkanna.
Sigurður (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 13:27
Ég er alveg sammála að það þarf að skera niður í hinu opibera og raun þarf að fara aftur að til 2000-2002 og þar er ramminn. Stærstu og örlagaríkustu efnahagsmistökin eftir hrun að menn fóru of seint og of vægt af stað og niðurstaðan núna er að þessu ferli er nærri enn lokið, skuldabagginn er orðinn of stór. Núverandi stjórn virðist ekki nægilega undirbúin og það eru náttúrlega gríðarleg vonbrigði. Munurinn á milli Høyre í Noregi og Sjálfstæðisflokksins á Íslandi er gríðarlegur. Eiginlega algjört sjokk þegar þetta rann upp fyrir mér þetta eins og munurinn á Barcelona og Gróttu og kanski enn meiri. Það ætti að vera búið að greina hverja ríkisstofnun og fleyga niður fitulag því af nógu er að taka. Það er gríðarlegt fitulag í skólakerfinu sérstaklega grunnskóla og menntaskólanum. Eins er gríðarlegt fitulag á sveitarfélagsstiginu enda eru 7 sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem er eitt atvinnusvæði sem er algjör firra. Þarna munu margir pólitískir samherfjar lenda undir hnífnum og þetta eru átök sem ekki verður farið í. Ég held hreinlega að heilbrigðiskerfið er komið niður að beina og langt niður fyrir það og sá sparnaður getur orðið dýrkeyptur það er farið að vanta lykilstarfsmenn. Skipulagsbreytingar td. einkarekstarform til að minnka yfirbyggingu og gera kerfinu kleyft að keppa þó nema í litlu mæli við kerfi nágrannalandanna því annars getur ástandið orðið ákaflega alvarlegt. Þeirri þróun verður ekki snúið við nema á ákaflega mörgum árum. Eftir meira en áratug munu stóru árgangarnir fara yfir 60 tugt og það mun margfalda kostnað og þörfina í heilbrigðiskerfinu og leggjast með ofurþunga á lífeyriskerfið. Þróunin í heilsugæslunni hefur verið í 15 ár og ef menn missa tökin þar þá missa menn algjörlega möguleikann á að geta stýrt fólki inn á ódýari hluta þjónustunnar. Menn eru búnnir að missa stjórn á sérfræðihlutanum, taxtarnir eru frá 2011 og það er verið að loka stofum og fólk er farið að vinna frekar betur borgaða afleysingavinnu erlendis.
Það er bráðavandi í æðri menntunn. Háskólarnir eru litlir og fjársveltir í raun með mikla yfirbyggingu og það er verið að troða fólki í menntun sem lítil þörf er á lögfræði (væntanlega erum við með heimsmet) viðskipta og hagfræði en landið er oftroðið af fólki með þessa menntun. Raunar með masters og doktorsgráður. Klárlega eru aðrar greinar miklu dýrari í kennslu og þar er sparað því miður og það vantar nauðsynlega þungavikta raungreinafólk og frumkvöðla og þessi stefna eða stefnuleysi er dýrkeypt sóun á mannauði og tapað tækifæri, já töpuð kynslóð. Það verður ekki nema í litlu mæli hægt að byggja á rafmagnsölu og ég held að það verði ekki byggð ein einasta virkjun næstu 5 árin nema ef menn ætli að tapa á því, með að selja orkuna undir kostnaðarverði tekið tillit til fjármagnskostnaðar.
Gunnr (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.