Þingmaður í vanskilum

Það er ekkert að því í sjálfu sér að þingmaður sé í vanskilum.

En að þingmaður sem er í vanskilum en telur sig ekki (samkvæmt eigin túlkunum) vera í vanskilum er varhugavert. 

Millifyrirsögnin er m.a.

"Talin vera í vanskilum"

 

Eins og bankinn finnst hún vera í vanskilum, persónulegt mat? Nei, þú ert annaðhvort í vanskilum eða ekki.

Hún sleppti að borga nokkra gjalddaga og komst í vanskil. Byrjaði svo að borga gamla gjalddaga en beið alltaf með þá nýja. Semsagt alltaf nokkrir gjalddagar í vanskilum.

Svo hissa þegar bankinn segir hingað og ekki lengra.

 

kv

Sleggjan

 


mbl.is Þingmaður þarf að borga 5,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo á fólk að halda aftur af launakröfum til að ríkið hafi efni á að greiða þessum bönkum það sem upp á vantar. 

Grímur (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 17:36

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Til að halda verðbólgu í skefjum Grímur.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 29.7.2013 kl. 18:00

3 identicon

Vilja silkihúfurnar kalla yfir sig ástand sambærilegt því sem leiddi til frönsku byltingarinnar? Það stefnir einfaldlega hraðbyri í það! Verði þeim að góðu!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 18:01

4 identicon

Getur ekki verið annað en jákvætt að hafa á þing þingmann sem er að standa í sama stríði við bankann og stór hluti þjóðarinnar.

Þ.e. jákvætt fyrir almenning.

Annað en risaeðlurnar sem leiddu síðustu ríkisstjórn, með allt á þurru eftir áratugi á jötunni og lífeyrirssjóð með ríkisábyrgð.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 19:10

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

sammála #4

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2013 kl. 19:26

6 identicon

Verðbólgumarkmið Seðlabankans hafa verið 2.5% verðbólga, síðustu tvo áratugi, og það er sú verðbólga sem fólk gat reiknað með,svo það er ekkert skrítið að fólk lendi í erfiðleikum,síðan er það fullkomlega galið að stýrivextir hér séu 6% hjá hálf gjaldþrota þjóð, þegar þeir eru 0.2-0.5% í nágrannaríkjunum.

En ekki líst mér á það sem Innanríkisráðherran er að fara að gera.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/07/29/endurskodar_log_um_fasteignakaup/

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 21:02

7 identicon

Halldór,

Stýrivextir eru gólfið í vaxtalínunni og með að fella stýrivexti þá er það ein leiðin til að verðfella gjaldmiðilinn. Kostnaðurinn við að halda úti eigin gjaldmiðli þýðir í raun að stýrivextir þurfa að vera 2-3% hærri en í nágrannalöndunum, síðan bætist við vantraustið á gjaldmiðlinum. Með að fella stýrivexti og ef gjaldmiðillinn króna væri ekki í höftum myndi gengi krónunnar falla og vantraustið á gjaldmiðlinum sem og vantraust á efnahagsstjórn og hátt vaxtaálag landsins og háar erlendar skuldir þýða í raun að stýrivextir þurfa að vera miklu hærri á Íslandi. Í stöðugu ástandi þýddi þetta að kostnaðurinn við að halda krónnni yrði um 150miljarðar á ári og eins og það er núna miklu hærri. Framtíðin eftir gjaldeyrishöftunum væri afnumin (ef það er þá hægt) er sveiflukennd króna með háum stýrivöxtum, hárri verðbólgu og miklum óstöðugleika.

Gunnr (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 21:12

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Halldór

Það er einfaldlega heimskulegt að gera ráð fyrir 2,5% verðbólgu því markmið seðlabankans hefur aldrei náðst nema í nokkra mánuði.

Meðaltalsverðbólga seinustu 20ár er 6% og er eðlilegt að miða við það. Betra að skoða söguna og staðreyndir.... en ekki óskyggju embættis og stjórnmálamanna.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.7.2013 kl. 22:10

9 identicon

Jæja þar kom að því að þingmaður komst í þessa krísu eins og margur almenningur. Nú er hún að ganga í gengum það sama og margur annar sem fékk ekki að redda sér og missti sitt. Ég bara votta konunni samúð mína og vonandi nær hún að kippa þessu í lag við bankann. Þær ganga hart fram þessar lánastofnanir og sumar hafa engan vilja til að semja.

Margret (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 23:56

10 identicon

Hvells,

Ef það er heimskulegt að trúa því að markmið um 2,5% verðbólgu geti náðst eins og Seðlabankastjóri hefur lofað frá því hann hóf störf þá erum við með heimskan Seðlabankastjóra og tímabært að skipta honum út.

Engin sérstök rök mæla með því að jón jónsson viti betur en Seðlabankastjóri um raunhæfar verðbólguvæntingar.

Sigurður (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 00:18

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meðaltalsverðbólga seinustu 20 ár er 6% og er eðlilegt að miða við það.

Sem útheimtir skýringu á því hvers vegna bankarnir notuðust þá ekki við þessa forsendu þegar þeir reiknuðu og sýndu fólki greiðsluáætlanir miðað við annaðhvort 2,5% verðbólgu, eða jafnvel enga verðbólgu í mörgum tilvikum.

Endilega sýndu okkur lánssamning gerðan af íslenskum banka sem uppfyllir þessi skilyrði þín um að vera byggður á raunhæfum forsendum.

Það væri gaman að sjá.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2013 kl. 13:36

12 identicon

Það er ekki bara það að þingmaðurinn sem er í vanskilum virðist ekki skilja orðið vanskil og telji sig vera í skilum sem ég hræðist.

Hún básúnar að hún hafi farið í 110% leiðina til að fá niðurfellingu. Skv. útlistun hennar á málinu þá fór hún alls ekki í 110% leiðina, hún fór í sértæka greiðsluaðlögun, sem er allt annað mál.

Ef hún hefði farið í 110% leiðina þá hefði hún fengið strax allt umfram 110% af virði eignarinnar og sú niðurfærsla vaknar ekkert aftur. Hins vegar þegar farið er í sértæka greiðsluaðlögun þá eru það sem er umfram 110% flutt á sérstakt biðlán. Þ.e. lán sem bíður en hverfur ekkert að svo stöddu. Síðan er gerður samningur um ákveðnar reglulegar greiðslur til 3ja ára. Standi lántaki við þessar greiðslur á er biðlánið fellt niður. Standi hann hins vegar ekki við það og lánið lendi í vanskilum þá yfirleitt skilst mér að lánveitendur gefi mönnum kost á að koma því í skil. En ef þeir gera það ekki þá hefur greiðsluaðlögunarsamningurinn ekki verið uppfylltur og biðlánið vaknar aftur til innheimtu.

Þingmaðurinn hefur verið með lánið sitt í vanskilum og þar af leiðandi vaknar biðlánið hennar aftur. Einfallt.

Það er hins vegar áhyggjuefni að þingmaður sem er í vanda með fjármál sín og gefur þar af leiðandi kost á sér til setu á Alþingi, virðist bara alls ekki hafa hugmynd um sín eigin fjármál eða þá samninga sem hún hefur gert í því sambandi. Spurningin hlýtir því að vera sú hvaða erindi hefur einstaklingur inn á þing sem ekki hefur meira vit og skilning á lánamálum og fjármálum en þetta? Er líklegt að eitthvað af viti komi út úr þessari vanþekkingu á eigin málum?

Sigurður (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 14:06

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sumir hafa engar áhyggjur, þótt skuldirnar hækki umfram kaupmátt, og rétt að minna á orð Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi Glitnisbanka-bankskóaða stjóra, þegar hann fullyrti að það væri ábyrgðarlaust að borga skuldina sína, sem var allt í einu orðin of há, miðað við laun. Er það ekki boðskapur kristinnar trúar, að allir séu jafnir fyrir guði, og jafnvel líka jafnir fyrir lögum "sann"-kristinna?

Verðugt umhugsunarefni, eða hvað?

Hvað hefur Bjarni (fyrrverandi Glitrandi bankastjóri) háar tekjur í dag, og hvað borgar hann mikinn skatt til samfélagsins? Samfélagsins, sem ætlast er til að borgi hans vangreiddu skuld?

Hvaða lögfræðingur er verjandi Bjarna Ármannsonar? Og hver borgar málskostnaðinn?

Eða er Bjarni Ármannson ennþá í Noregi, á Íslendinga-samkomum, þótt hann sé óvelkominn í hóp íslenskra og bankarændra flóttamanna þar í landi?

Nú þarf að hjálpa sérstaka Óla Spes, með því að hætta allri meðvirkni með ræningjunum. Því allir sæmilega upplýstir einstaklingar skilja vonandi svo augljósa staðreynd, að það er ekki í eins manns valdi að rukka og handtaka bankaræningja-embættismanna-stjórnsýslukerfi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.7.2013 kl. 18:14

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@11

Bankarnir tóku feilspor þarna.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 30.7.2013 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband