Grófar aðferðir geislafræðinga

Geislafræðingar geta ekki farið í verkfall.

Beit í staðinn grófri aðferð, jafnvel ógeðfelldri.

Það er að segja upp starf sínu án þess að hafa í hyggju að snúa sér að öðrum störfum. Uppsagnir notaðar til þess að beita þrýstingi.

Sama hvað hver segir, þeir sem hafa sagt upp hafa ekki í hyggju að sækja um vinnu í afgreiðslunni í Aktu Taktu.

Ég hvet ráðamenn, ekki bugast.

Skulum ekki setja það fordæmi að starfsstétt getur knúið fram launabreytingar með ósvífnum aðferðum.

Svo þarf að passa upp á launaskriðið. Verðbólgan.

kv

Sleggjan


mbl.is Verulegar áhyggjur af stöðu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Sleggjan!

 Ég tel af skrifum þínum að þú sért afar fáfróður um stöðu launa geislafræðinga og annarra þátta tengdu skipulagi o.fl.  Einnig fylgist þú að öllum líkindum ekki með launaþróun heilbrigðisfagstétta innan ríkisins.  Það hefur til þessa verið lofað geislafræðingum umbótum til fjölda ára sem ekki hefur verið staðið við.  Geislafræðingum er haldið niðri og hafa til þessa nánast aldrei fengið nokkra einustu launahækkun fyrir aukna ábyrgð, aukna færni og þess háttar sem aðrir starfsmenn þessa lands fá reglulega.  Hér á LSH fara sjaldnast fram launaviðtöl amk. ekki í minni fagstétt svo í 5 ár hef ég aðeins fengið kjarasamningsbundnar hækkanir þrátt fyrir að standa mína pligt með eindæmum vel.  Geislafræðingum er haldið niðri vegna samfélagslegrar og siðferðilegra hlutverka sinna og stöðugt höfðað til samvisku geislafræðinga og því eru geislafræðingar ein meðvirkasta fagstétt heilbrigðiskerfisins.  Geislafræðingar hafa alltaf verið lægst launaðasta stéttin innan BHM.  Þú ættir einfaldlega að skammast þín fyrir blammeringar þínar.  Af hverju eiga mín börn að þjást fyrir það að móðir þeirra velur að mennta sig í 4 ár í geislafræði og á að sætta sig við bág kjör.  Það þykir sjálfsagt að kaupmenn hækki verð á vöru þegar heimsmarkaðsverð hækka og hefur það ekki áhrif á mín lán og hefur alltaf gert en ég sem geislafræðingur má ekki gera kröfur.  Mér finnst þú gera lítið úr sjálfum þér með þessum skrifum.  SKAMMASTU ÞÍN.

 Með kærri kveðju

XXX

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 10:15

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sæl Ragnheiður.

Ég tók eftir því að þú notaðir "please think about the children" spilið. Þá fara umræðurnar oft í einhverja vitleysu. En anyways.

Ég talaði aðalega um ógeðfelldu aðferðirnar sem þið notið. Að segja upp starfi án þess að í raun hafa í huga að skipta um starf. Það er frekar ómerkileg aðferð ef þú spyrð mig.

Þú ert auðvitað hagsmunaaðili að þessu máli, þú talar klárlega ekki út frá almannahagsmunum.

Ég hinsvegar vill ekki koma af stað launaskriði, þið geislafræðingar gera það ekki einir, en það fer ákveðinn bolti í gang. Mæli sterklega með því að þú lesir grein Þorsteins Pálssonar sem hann skrifaði í Helgarblaði Fréttablaðsins.

http://visir.is/ny-neydarlog/article/2013707279993

Við erum öll þegnar í þessu landi. Reyndu aðeins að hugsa um heildina en ekki bara umhverfis sjálfan þig.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 29.7.2013 kl. 11:01

3 identicon

Það fara flugvélafarmar af íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum til afleysinga í heilbrigðiskerfum nágrannalandanna og sú leið bæði bein og greið. Margir af reyndustu sérfræðingum landsins innan flestra sérgreina læknisfræðinnar, eru í afleysingum sumir meira eða minna allt árið og að mestu í Svíþjóð og Noregi, meðan Landspítalinn er mannaður af allt að 4.-5. árs læknanemum. Íslendingar hafa ekki greitt fyrir sérmenntun lækna sem er 5-12 ár eftir kandítatsárið og þessi menntun fer nánast eingöngu fram erlendis og þannig eru þessir sérfræðingar að skila sér "heim". Menn reyndu að byggja þetta upp fyrir hrun en það hrundi niður með niðurskurðinum. Grunnlaun unglækna eru um 330 þús á mánuði og það er bara eitt að gera að drífa sig burt af "skerinu" sem fyrst. Tíminn nýtist ekki sem sérnám og laun og öll aðstaða er hörmulega léleg. Þeir fá víst ekki lengur ekki einu sinni kandítata til starfa. Innan við 1% af þeim sem fara erlendis til margra ára sérnám mælir með Landspítalanum sem framtíðarvinnustað og það þarf ekki að gera sér neinar grillur um það að þetta fólk komi til að skila sér í ríkum mæli í þann faðm aftur. Það er í raun búið að eyðileggja orðspor Landspítalans og íslenska heilbrigðiskerfis sem vinnuveitenda. Þeir þurfa að keppa á sama markaði og útkjálkasjúkrahús á Norðurlöndum um mannskap og þeir eru með "head hunting" fyrirtæki í þessu. Launakjör til afleysinga eru í raun mjög há allt að 3-4 földum enda erfitt að fá fólk og lítill markaður (3-4 faldur lögfræðingataxti þykir hér eðlilegt). 60-110 þús norskar á viku (ekki mánuði en viku) eftir vöktum og stöðu, mikil vinna og mikil ábyrgð og síðan koma ferðir og uppihald. Þeir sem hefur verið meinað að fara hafa sumir hreinlega hætt enda gefur 8 vikna vinna meira af sér en meira en 1 ár á Landspítalanum með sambærilegu eða jafn vel meiru álagi. Það verða engar kröfugöngur eða hópuppsagnir. Raunar getur íslenska ríkið ekki sagt neitt enda hefur það ekki lagt fingur í kross til að kosta þessa sérmenntun sem er fengin að mörgu leiti í þessum löndum. Svíar fóru fyrir nokkrum árum fram á það að íslenska ríkið greiddi fyrir þetta en það var ekki tekið í mál af íslenskum stjórnvöldum.

Þegar laun geislafræðinga, meinatækna, sjúkraþjálfara og hjúkrunnarfræðinga á Íslandi eru nánast við fátækrarmörk er eina leið þeirra að fara annað að vinna. Það er í raun meira eða minna einn atvinnuveitandi og því er eina leiðin fyrir suma að drífa sig burtu.

Gunnr (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 16:54

4 identicon

Ég þekki það ekki vel en klárlega fer enginn að sækja 4 ára nám sem geislafræðingur, meinatæknir, sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur þegar launin eru svona léleg og til að bæta gráu ofan á svart að fólk er nánast ofurselt einum vinnuveitanda og vaktavinnu. Síðan má bæta við fjölda annara sérhæfða starfa í heilbrigðiskerfinu sem eru ákaflega illa launuð. Varla er mikill markaður innanlands fyrir þetta fólk og varla fer Landspítalinn að keppa við sjálfan sig.

Sérfræðingar í geislagreiningu vinna ákaflega flókin og margbreytt störf með flókinn tækjabúnað, álag er mikið. Þarna eru segulómskoðanir, röntgen sneiðrannsóknir bæði með og án skuggaefna af alls slags ger, æðarannsóknir, ísótóparannsóknir, ómskoðanir, alls slags meltingarrannsóknir og þvagfærarannsóknir. Röngenmyndir beina og brotagreining sem og störf viðvíkjandi geislameðferð ofl. Það að fólk úti í bæ geti bara sest og byrjað að ýta á takka og farið að sinna þessum störfum er jafn vel enn fáránlegra en Pétur og Páll geti sest í flugstjórasætið á einni Boing þotu Flugleiða og flogið af stað. Já það er hægt að lesa um þetta í "manualnum" og sjá þetta á "YouTube", ætli það?

Fyrverandi Landlæknir og nú sérfræðingur á Landspítalanum, Sigurður Guðmundsson lýsti ástandinu á Landspítalanum í Læknablaðinu í april sem "þjóðarskömm".

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2013/04/02/einfaldlega_thjodarskomm/

Það er varla hægt að hlekkja þetta fólk við veggina á Landspítalanum.

Það er augljóst að óánægjan kraumar um allt þjóðfélagið, það eru 5 ár frá hruni og því miður sjá menn að núverandi stjórnvöld hafa heldur engar lausnir og þá held ég að margir eins og td. fólk með sérhæfða menntun fari hreinlega annað. Síðan getur Ísland setið með alla þessa viðskipta-, hagfræðinga og lögfræðinga sem er algört offramboð á sem og íslenskum stjórnmálamönnum sem enginn vill hafa en íslendingar sitja uppi með og eru eru flestir á miklu miklu hærri launum en bæði geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar og læknar.

Gunnr (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 17:20

5 Smámynd: Starbuck

Þú vilt ekki koma af stað launaskriði Sleggja.  Sorrý en bankamenn og forstjórar eru þegar búnir að koma því af stað með miklum launahækkunum undanfarið.  Hugsa þessir aðilar um heildina en ekki bara umhverfis sjálfa sig?

Skrítið að þú og Samtök atvinnulífsins og fleiri skulið ekki sjá neitt athugavert við það þegar þessir aðilar eru að hækka í launum umfram aðra hópa í þjóðfélaginu.

Starbuck, 29.7.2013 kl. 17:33

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Starbuck

Ég  hoppaði ekki hæð mína þegar þeir hækkuðu í launum. Ég vill að öll þjóðin haldi sér á jörðinni og tjúni launahækkanirnar niður sem mest.

Fyrir stöðugleikann, fyrir minni verðbólgu. Þú einfaldlega gafst mer upp skoðun, leiðrétti ég það hér með og óska þess að þú gerir ekki slíkt aftur.

Gunnr og Ragnhildur er sama manneskjan. Ritstíll og þekkingin er sú sama, en nóg um það.

Staða geislafræðinga er slæm. Ég gagnrýni þó aðallega aðferðir þeirra. Einnig hef ég áhyggjur af verðbólguskriði og stöðguleika.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 29.7.2013 kl. 22:34

7 identicon

Bíddu við ég er ekki Ragnhildur, hvaða bull er þetta. Það eru margir sem vitja hvað geislafræðingar (röntgentæknar) geta og gera.

Það er spurning hvaða ráð starfsfólk hefur, ef ekki er vilji eða geta til að semja við þá. Þá er væntanlega eina leiðin að hætta og fá sér aðra vinnu annað hvort á Íslandi eða erlendis.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/07/18/starfsmonnum_i_stjornsyslu_fjolgar/

Klárlega er þróunin í átt að hér rísi alvöru prívat heilbrigðiskerfi þar sem þeir sem geta og vilji borgi sjálfir eða þeirra vinnuveitendur eða gegnum einka tryggingu. Í Noregi eru um 450 þúsund manns eða næstum 10% þjóðarinnar sem nota prívat heilbrigðisþjónustu og þetta þýddi kanski 30 þúsund Íslendinga. Tími hjá sérfræðingi í þessu kerfi er um 2500 Nkr (50.000 Íkr) og hjá sumum enn hærra. Fólk getur panntað lækni heim fyrir umsamda upphæð. Þetta mun að óbreyttu gerast á Íslandi og mun rísa upp við hliðina á rústum hins opinbera heilbrigðiskerfis.

Gunnr (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband