Föstudagur, 26. júlí 2013
Enn eitt lýðskrumið
Hvenær ætlar Eygló að hætta þessu rugli?
Veit hún ekki að það þarf að endurreikna 40þúsund lán bara í Landsbankanum?
Heldur hún Eygló að það tekur engan tíma? Svo er umboðsmaður skuldara að gagnrýna seinaganginn..... sama stofnuninn sem afgreiddi einungis 11 mál á sínu fyrsta starfsári. Án þess að Eygló sagði orð.
Eygló hefur blint hatur á fjármálagerfinu eða hún veit að hún fær pólitiskt prik frá almenningi fyrir að pönkast í fjarmálafyrirtækjum. Og er því lýðskrumari fyrir vikið.
Veit Eygló ekki að fjármálafyrirtækin eru ennþá að bíða eftir nokkrum dómum frá Hæstarétti og geta ekki byrjað að reikna fyrr en þá? Er Eygló að pönkast í dómstólum? afhverju ekki? dómstólarnir eru að tefja ekki bankarnir?
Stelpan er sorgleg og hefur ekkert vit á fjármálum eða bankastarfsemi. Afhverju einbeytir hún sér ekki á þessu umönnunarrugli einsog er í hennar verkhring. Hún er að gera sig að fífli einsog er.
hvells
![]() |
Ekki hægt að sætta sig við stöðu gengislána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
bara gjamm í henni, en ef verkin dæma þá lætur hún þau í friði.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2013 kl. 19:36
Segir maðurinn sem fullyrti hérna á blogginu sínu um daginn að fjármálafyrirtækin væru búin að reikna og endurreikna öll gengislánin.
Það er ekki orð að marka manninn!
Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 20:18
Skúli
Bankarnir höfðu klárað allan endurútreikning þegar árnapáls lögin svokölluðu voru dæmd ólögleg í hæstarétti.... þá þurfti að reikna þau öll aftur og sú vinna stendur yfir núna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2013 kl. 20:45
Æ æ aumingja bankarnir að þurfa að endurreikna svona mikið.
Það var aldrei neitt því til fyrirstöðu að þessi lán væru löglega reiknuð frá upphafi. Þeir sem reiknuðu þau vitlaust og ólöglega og brutu á neytendum bera alla ábyrgð á því. Að bera blak af þeim er hið eiginlega lýðskrum.
Það voru ekki lög nr. 151/2010 sem voru dæmd ólögleg, heldur var dæmt að bankarnir brutu vaxtalögin (og fjölmörg önnur) þegar þeir þóttust vera að reikna samkvæmt þeim. Endurtek þóttust.Það voru útreikningarnir sem voru ólöglegir.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2013 kl. 21:27
Það er einmitt það sem ég sagði hérna á bloggsíðunni þinni um daginn........ en nei....þú vissir sko betur. Bankarnir voru sko víst búnir að reikna þetta allt.
Frábært.....segir eitt í dag og annað á morgun.
Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 21:33
Guðmundur. Bankarnir fóru að lögum frá Alþingi (árna páls lögin) með einu og öllu. Sú staðreynd að aðferðin var dæmd ólögleg er Alþingi að kenna ekki bönkunum.
Skúli. Ég hef sagt að bankarnir hafa reiknað öll lánin... en málið er að sá endurútreikningur var dæmdur ólöglegur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2013 kl. 22:38
Hættu nú að reyna að snúa út úr. Það var aldrei neitt því til fyrirstöðu að reikna þetta rétt í upphafi, sem bankarnir hefðu auðvitað átt að gera.
Endurútreikningarnir voru dæmdir ólöglegir, einmitt vegna þess að aðferðin var ólögleg. Ef hún hefði verið lögleg þá hefði hún ekki verið dæmd ólögleg.
Hefurðu lesið dómana um þetta? Þú ættir kannski að gera það. Það var ekkert í lögum sem heimilaði að rukka fólk um vexti sem það er búið að borga. Það er hinsvegar mjög hentugt fyrir bankana að kenna Árna Páli um þetta, því það dreifir athyglinni frá þeirra eigin sök í málinu, sem er stór og alvarleg.
Búhú hringjum á vælubílinn. Bankarnir kunna hvorki að lesa né reikna rétt.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2013 kl. 15:16
Bankarnir áttu semsagt ekki að fara að lögum frá Alþingi?
Áhugaverð skoðun hér á ferð.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 27.7.2013 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.