Föstudagur, 26. júlí 2013
Færnin
Hvað gera geislafræðingar? Jújú lesa röntgen myndir enda hétu þessir kappar röntgentæknar á sínum tíma.
Ástæðan fyrir að þetta er mikið vandamál að þeir segja upp er vegna þess að þeir eiga "einkarétt" á að lesa á röntgen myndir. Ekki það að það þarf einhverskonar fræni í það. Margir sem hafa mikla þekkingu á líffærafræði, lífeðlisfræði og sjúkdómarfræði innan sjúkrahússins t.d hjúkrunarfræðingar. En hjúkrunarfræðingar fá ekki leyfi til þess að hjálpa. Vegna þess að geislafræðnignar hafa löggyltan rétt til þess að lesa á skerminn.
Þetta er enn eitt ruglið hjá hinu opinbera. Allir vilja fá einhverkonar löggildingu til að hækka sín eigin laun og beita almenning fantabrögðum í kjarabaráttu og bola öðrum starfsmönnum til þess að ganga í sín störf.
hvells
![]() |
Geislafræðingar vinna ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Plús það að Geislafræðingar eru ekkert að fara hætta að vinna og fara annað.
Vegna þess að þeir hafa ekki verkfallsrétt þá segja þeir upp, sem er ómerkilegt a þeim þegar ekkert er á bakvið það.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2013 kl. 19:09
Er ekki í lagi með ykkur??
Held þið ættuð aðeins að kynna ykkur betur starfsemi geislafræðinga áður en þið komið með svona blammeringar!
Þetta er ekki bara spurning um að sjá hvort eitthvað sé brotið á einhverri röntgenmynd sem borin er upp að ljósi.
"Til að verða geislafræðingur ljúka nemendur fyrst þriggja ára námi sem lýkur með BS prófi og bæta við sig einu ári og ljúka diplómuprófi í geislafræði. Námið tekur því fjögur ár og er diplómuprófið jafnframt fyrra árið í meistaranámi."
Þó ég sé hjúkrunarfræðingur þá myndi ég ekki treysta mér til að lesa úr slíkum myndum.
Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 19:45
Hér kemur í ljós mikil vanþekking á starfi geislafræðinga. Geislafræðingar lesa ekki úr myndum, það er í höndum lækna með sérmenntun á því sviði. Geislafræðingar framkvæma myndrannsóknir, sem ekki eingöngu eru röntgenrannsóknir, koma að framkvæmd geislameðferðar á krabbameinsdeild o.fl. Það þarf svo sannarlega sérstaka færni til þessa, einkum þegar verið er að vinna með jónandi geislun.
Sonja (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 19:46
þú talar nú barta útum rassgatið á þér félagi
Gunnar (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 19:59
Ertu hálfviti?
Geislafræðinga mynda: röntgen, CT, MRI, ísótópa, sjá um krabbameinsmeðferð með geislun, skygningar á skurðstofum og æðarannsóknir sem dæmi. Þeir vinna í samstarfi við röntgenlækna sem lesa úr myndunum. Röntgenlæknar serhæfa sig í úrlestri myndanna sem er nóta bene ekki auðveldur og er ekki á færi t.d. hjúkrunarfræðinga og fleiri sem hafa grunn þekkingu á líffærafræði. Ástæðan fyrir því er sú að þetta eru ekki ljósmyndir.
Hjúkrunarfræðingar eru ágætir en geislafræðingar þurfa líka að ganga í gegn um fjögurra ára háskólanám til þess að fá réttindi. Engin virðing borin fyrir starfstéttinni og maður og annar telur sig geta einfaldlega hlaupið inn í starfið eins og ekkert sé.
Vinsamlegast gott fólk berið virðingu fyrir fólkinu sem tekur þátt í að bjarga lífi ykkar.
kv. Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 20:35
ég veit mæta vel að þetta nám er 4ár. En leikskólanám er fimm ár og þar geta allir unnið þó að leiksskólakennarar tala um "meinta hæfni" sem einginn getur gert.
En svo betur fer hafa leikskólakennarar ekki krafist löggildingu á að passa börn í leiksskólum svo þau geta gengið fram með ofbeldi á kostnað barnanna til að heimta hærri laun.
Ragnheiður. Afhverju ætti ég að bera virðignu fyrir fólki sem ber ekki virðingu fyrir mér né sjúklingum. Það er ekki mikil virðing og manngæska í röðum rönkenfræðinga ef þeir hætta samstundis og leiða sjúklinga í lífshættu... jafvel dauða.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2013 kl. 20:52
Það þarf ekki að koma á óvart að á þessari síðu komi sleggjudómar með hvelli og látum.
Vanþekkingin lekur af ykkur og þið megið skammast ykkar.
Jón (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 23:42
Ég veit ekki, mér finnst frekar þægilegt að vita til þess að þeir sem sprauta geislavirkum efnum inn í æðar á mér hafa sérfræði menntun sem gerir þeim kleift að vita hvað í ósköpunum þeir eru að gera.
En hví segiru að þau beri ekki virðingu fyrir sjúklingum?
Það er ekki eins og þetta er að ské snögglega. Það er búið að reyna núna í nokkur ár að ná samningum og eftir að þau sögðu upp þá hefur ríkið haft 6 mánuði til að finna lausn.
Það að samningar eru ekki að nást er einfaldlega merki um það að geislafræðingar eru búnir að fatta að þeir hafa yfirhöndina í kapitalíska skilninginum að því leyti að a) það er viðvarandi skortur á geislafræðingum og b) þeir geta fengið vinnu annarsstaðar á betri launum.
Í kapitalísku kerfi þýðir þetta yfirleitt há laun ekki satt?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 00:00
það er ekki sýnd mikil virðing að hætta að sinna starfi sínu og skapa lífshættu fyrir sjúklinga.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 27.7.2013 kl. 10:19
Merkilegt hvernig þú ákveður að bakka ekki með röngu fullyrðingarnar þínar og játa að þú hefur kannski ekki fullt vit á málefninu en pakkar bara í vörn. Bara það að vita ekki hvað stéttin gerir myndi stoppa flesta í að tjá sig um efnið en það er annað mál.
Forsaga málsins er að það hefur verið mikil óánægja meðal geislafræðinga í lengri tíma og snéri einungis hluti óánægjunnar að launum en einnig má nefna starfsaðstöðu, vaktakerfi og fleira
. Geislafræðingum berst svo tilkynning frá sjúkrahúsyfirvöldum að það eigi að breyta vaktakerfinu þeirra sem veldur launalækkun miðað við unna tíma en ekki mátti þessi stétt við því verandi lægst launaða háskólamenntaða stéttin á sjúkrahúsinu. Niðurlag bréfsins er svo vísun í lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þar sem kemur fram að starfsmanni býðst að hafna breytingum á vaktafyrirkomulagi en með því segir sá hinn sami starfsmaður upp. Bréfið var sent með 2 - 3 mánaða fyrirvara og lokafrestur til að samþykkja var 1. febrúar, dagurinn sem uppsagnirnar tóku gildi.
Geislafræðingar voru ekki á því máli að samþykkja þetta kerfi og gerðu yfirmönnum það strax ljóst með bréfaskriftum. Á þessu stigi málsins hefði verið hægt að bakka með nýja kerfið og að öllum líkindum hefði enginn hætt. Það var hins vegar látið undir höfuð leggjast að gera nokkuð við þessu og uppsagnirnar tóku gildi. Fyrstu þrjá mánuðina - lögbundna uppsagnarfrestinn - var ekkert fundað og ekkert boðið. Talið eins og þú gerir í fyrsta svarinu við eigin post að það væri engin alvara á bak við þetta. Þegar 1. maí fór að nálgast virðst stjórnendur átta sig á að það er ekki hægt að hunsa þetta lengur og grípa til þess ráðs að lengja uppsagnarfrest geislafræðinga einhliða um 3 mánuði.
Þessa síðustu þrjá mánuði hefur eitthvað verið fundað og hver "sáttatillagan" rekið aðra. Þær hafa þó allar átt það sameiginlegt að fela í sér launalækkun miðað við núverandi ástand.
Tl;dr:
Þessar uppsagnir komu í raun frá sjúkrahúsyfirvöldum sem hafa ekki sýnt neina alvöru viðleitni til að sætta deiluna. Þetta eru uppsagnir hjá fólki sem hefur þurft að þola versnandi starfsaðstöðu, laun og mönnun án þess að eiga möguleika á verkfalli til að knýja fram umbætur. Nú hefur þetta fólk einfaldlega fengið nóg.
Bjarki Ívarsson (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 11:33
Sleggjan og Hvellurinn.
Þú ert á glerhálum ís og ert greinilega búinn að detta en vonandi ertu ekki brotinn. Þú virðist ekki mikið vit hafa á. Geislafræðingar eru sérmennataðir í meðferð tækja og í töku mynda og í líffærafræði og eins í eðlisfræði geislagreiningar. Það hefur verið gríðarleg þróun í þessu þarna er þetta er margháttuð tækni segulómum (MRI), sneiðröntgenmyndun (CT og HRCT) með og án "skugga"efna, þetta eru isótóparannsóknir, þarna eru meltingarrannsóknir, þvagfærarannsóknir sem og "venjulegar" röntgenrannsóknir til viðbótar er þetta algjörlega fundamentalt við geislameðferð.
Það að halda að einhver lúði geti bara sest þarna og byrjað að ýta á takka er hreinlega út í hött. Já það er hægt að líkja því við að fólk geti sest og byrjað að stýra farþegaþotum, "það er þar væntanlega nóg að lesa manualinn og setja á autopilot?"
"Belive me!", þetta fólk er eftirsótt og fær greiðlega góða og velborgaða vinnu utan við láglaunaeyjuna Ísland.
Þetta sjáum við gerast einnig hjá meinatæknum sem eru með svipað langa menntun, sem og hjá sjúkraþjálfurum.
Við vitum öll hvernig staðan er hvað varðar lækna. Við erum vitni að skipbroti íslenskar heilbrigðisþjónustu. Þar sem bæði heilsugæslan er að veslast upp og sérfræðiþjónustan einnig með sjúkrahúsþjónustu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þar fer saman léleg launakjör, mikið álag, lélegur búnaður, lélegt húsnæði. Landspítalinn getur ekki einu sinni fengið kandítata, en það þarf 1 árs vinnuár til að fá læknaleyfi (eftir 6 ára háskólanám). Þeir voru með fornám til sérfræðináms (sem fer fram erlendis) en áhuginn hverf eftir hrun og það lagðist af. Innan við 1% af íslenskum læknum sem heldur utanlands til sérnám mælir með Landspítalanum sem framtíðar vinnustað. Þetta fólk mun seint skila sér aftur og það er talað um að sleppa úr prísundinni.
Raunar er Ísland orðið að "varahlutalager" fyrir heilbrigðiskerfi nágrannalandanna þar sem margir byggja fjárhagslega afkomu sína á afleysingastörfum erlendis og það er síminnkandi hluti af afkomunni sem er innlend laun.
Menn eru komnir í raun niður fyrir laun í Austur Evrópu en þar er fæði og húsnæði langtum ódýrara. Þegar meira að segja heilbrigðiskerfi nágrannalandanna er í ákveðnum vandræðum með að fylla stöður þá er Landspítalinn í "deep shit" sérstaklega þegar þeir eru komnir með óorð á sig þeir geta ekki einu sinni náð til baka fólki sem fer til margra ára sérnám.
Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 20:23
Það eru stjórnvöld sem bera ábyrgð á heilbrigðiskerfinu og það hefur verið margvarað við ástandinu raunar talsvert fyrir hrun. Það sem gerst hefur eftir hrun er að innviðir samfélagsins eru teknir að molna. Harðast hefur verið gegið að heilbrigðiskerfinu og þar eru menn því miður komnir í ákaflega slæm mál og ástandið mun versna. Laun þessar stétta eru það lá að fólk er fallið niður í fátækt.
Þú gerir lítið úr sérmenntun leikskólakennara, ég myndi raunar ekki gera það. Ég hef séð leikskóla með sérmenntaða leikskólakennara og annan sem var mest með leiðbeinendum og það var mikill munur á.
Það er gríðarlega óánægja sem kraumar og vandamálið er að margir lykilstarfshópar hverfa til annara starfa eða erlendis og þá er aukið álag á þá sem eftir verða þannig að þannig að sumir þeirra hröklast þá burtu. Það eru enn smærri hópar sérfræðilækna sem í raun halda uppi ákveðinni starfsemi sem einnig eru gríðarlega óánægðir. Síðan má ekki gleyma kennurum og öðrum þanning að ég spái því að það muni frá haustinu allt loga í verkföllum/átökum á vinnumarkaði.
Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.