Sorgleg atburðarás

Mohammed Morsi var kosinn í lýðræðislegum kosningum eftir mikil mótmæli.

Hosni Mubarak var einræðisherra í Egyptalandi áður en honum var steypt a stóli í Arabísku vorbyltingunni. Það var gott move. Einræðisherra hrakinn í byltingu fólksins.

 

En þegar herinn tók völdin af lýðræðiskjörnum manni er bara sorglegt. Ef einhverntímann á að fordæma þá skal það vera núna.

 

Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður Morsi og flokks hans Múslima Bræðralagið. Þetta er íslamskur flokkur sem vill fara mjög "íhaldsamar" leiðir við stjórn landsins. Semsagt blanda saman ríki og trú enn frekar. 

Svona virkar lýðræðið. Take it or leave it. Fólkið vildi Afganistan lífstíl en ekki Tyrklands lífstíl.

 

Stór ástæðan fyrir kosningasigri Morsi var að mótmælendurnir í arabíska vorinu voru ekki samstíga í að stofna flokk. Allt of breið krafa í gangi og þau náðu ekki saman. Geta sjálfum sér um kennt.

Vona að stjórnmálaástandið batnar sem fyrst, og þá sérstaklega samskiptin við Ísrael.

kv

Sleggjan


mbl.is Sakaður um tengsl við Hamassamtökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Byltingin át börnin sín einsog einhver mundi kalla það :)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2013 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband