Framsóknarspillingin spillir

Það getur enginn treyst stjórnmálaflokkum á meðan Framsóknarspillingin veður uppi.

Hér er dæmi um spilling framsóknar sem ætlar enga endi að taka. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir tók saman.

“Pólitíska tengslanetið birtist þar með ýmsum hætti. Ein birtingarmynd tengslanets í kringum Íbúðalánasjóðinn á þessum tíma var flokkspólitískt tengslanet sem leit svona út:
Á árunum 2003 til 2006 var í Félagsmálaráðuneytinu Árni Magnússon ráðherra Framsóknarflokksins. Í Íbúðalánasjóði var stjórn sem hafði verið skipuð án tilnefningar af Páli Péturssyni fyrrum félagsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason, sem var ráðinn af þeirri stjórn ráðherrans, var fyrrum samflokksmaður og samráðherra Páls í ríksstjórninni.

Í Fjármálaeftirlitinu var forstjórinn sonur Páls Péturssonar fyrrum félagsmálaráðherra, Páll Gunnar Pálsson. Fjármálaeftirlitið heyrði undir Viðskiptaráðuneytið þar sem Páll Gunnar Pálsson var deildarstjóri áður en hann var skipaður í stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins árið 1998. Þar hafði þá verið ráðherra Finnur Ingólfsson og aðstoðarmaður hans hafði verið Árni Magnússon, sem þarna var orðinn félagsmálaráðherra. Finnur Ingólfsson var hins vegar þarna kominn í starf útí í viðskiptalífinu eftir tveggja ára starf sem bankastjóri Seðlabanka Íslands.

Steingrímur Hermannsson hafði verið skipaður í embætti Seðlabankastjóra árið 1994 og hættir á árinu 1998. Þá hefði samkvæmt hefðinni átt að skipa nýjan Seðlabankastjóra og það hefði Finnur Ingólfsson átt að gera sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra á þeim tíma. Hann hins vegar frestar þeirri skipan, en er svo sjálfur gerður að Seðlabankastjóra þegar bankinn flyst frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu til Forsætisráðuneytisins í upphafi árs 2000. Þegar Finnur hætti var Jón Sigurðsson, trúnaðarmaður Framsóknarflokksins gerður að bankastjóra Seðlabankans.

Í Viðskiptaráðuneytinu var Valgerður Sverrisdóttir orðin ráðherra fyrir Framsóknarflokkin og aðstoðarmaður hennar var Páll Magnússon, bróðir Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra. Af þessu má sjá að það pólitíska umhverfi sem Íbúðalánasjóður starfaði í var þéttofið tengslanet Framsóknarflokksins í ábyrgðar- og áhrifastöðum innan stjórnsýslukerfisins."

 

hvells 


mbl.is Traust til stjórnmálaflokka aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir gefiði, birtið bara mynd af Vigdísi Hauksdóttir !

Var ekki verið að ,,skrifa" um traust ?

JR (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 03:32

2 Smámynd: Örn Ingólfsson

Jæja hvernig væri þá að Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir? tæki þá saman spillinguna hjá öllum flokkum frá því herrans ári 1918 til ársins 1944 og til dagsins í dag! Kannski kominn tími til fyrst að hún blessunin? er svona rosalega fróð um nútímann að hún blessunin fari nú að grúska í heimildunum!

 Mátti til bara smá skot :)

Örninn

Örn Ingólfsson, 26.7.2013 kl. 04:44

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað kemur fortíðin Framsóknarflokksins í dag við. Þó að fólkið sem situr við stjórnartaumana sé gott fólk (við vonum það) þá getur það ekki breytt því sem spilling þeirra sem stjórnuðu hér áður gerði af sér.

Framsóknarflokkurinn er mest endurnýjaði flokkurinn af fjórflokkunum í dag. Give them a chance to show what they can do.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 06:23

4 identicon

Sæll.

Tek undir með nr. 2 hér að ofan.

Ég held að Sigurbjörg mætti alveg nefna að núverandi formaður Sf þáði milljónir fyrir ráðgjafarstörf sín fyrir IBL. Eru það ekki bitlingar?

Það er ekkert að marka það sem þessi kona segir, ekkert. Man ekki betur en hún hafi séð eitthvað kynferðislegt hjá fullklæddri snót í auglýsingu á fermingarfötum fyrir ekki svo löngu síðan.

Vandinn er ekkert endilega bundinn við einn flokk, vandinn er kerfið. Með svona stóran opinberan geira hafa stjórnmálamenn alltof mikil völd sem að sjálfsögðu eru misnotuð við og við og sennilega oftast án þess að við heyrum nokkuð af því.

Ef menn eru orðnir þreyttir á spillingu eru hæg heimatökin að minnka hana, minnka völd stjórnmálamanna og opinberra stofnana. Hvernig væri að fara eftir stjórnarskránni?

Helgi (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 08:04

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

XB er líklega seinasti flokkurinn sem mundi vilja minnka völd stjórnmálamannana. Þeir halda að þeir stjórni landinu og skapa störf og prenta peninga og þeir líta á sig sem bjargvættum heimilana sem ætla að prennta peninga til að niðurfæra lán. Þeir líta á sig sem lífsbrauð almenning. Ef það væri ekki fyrir XB og alla ríkisstyrkta landbúnaðarstyrki og háa tolla þá mun þjóðin svelta í hel. Við eigum að þakka XB öllum stundum fyrir að vera á lífi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2013 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband