Bruðlið

Þetta er lifandi sönnun þess að það er nóg fita til þess að skera niður í hinu opinbera.

Starfsmönnum í stjórnsýlsuna fjölgar en ársverk fækka.

Þetta er einfaldlega peningasóun á féi almennings.

Í hinu opinbera lifir hin eina sanna brauðminnsluhagfræðin. Það streyma milljarðar í ginið á hinu opinbera svo deila góðu stjórnmálamennirnir kjötbitunum í skiptum fyrir atkvæði.

hvells 


mbl.is Starfsmönnum í stjórnsýslu fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Gott hjá þér að blogga um þessa frétt.

Það er nánast lögmál um opinbera geirann að input eykst (meiri peningar) en outputtið minnkar. Þetta sjáum við í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu svo nokkur dæmi séu tekin. Biðlistar hérlendis eftir aðgerðum eru hræðilegir.

Leggja þarf niður heilu geira ríkisvaldsins. Hvað hefur hið opinbera með að segja okkur hvað við megum borða? Ýmis konar fæðubótarefni sem leyfð eru í Evrópu og USA eru bönnuð hér. Leggjum niður matvælastofnun og lyfjaeftirlit ríkisins, skrifstofublókum kemur ekki við hvað við leggjum okkur til munns.

Hvers vegna þarf að miðtýra menntakerfinu? Leggjum niður menntamálaráðuneytið. Ætli kennarar viti allt í einu ekkert hvað þeir eigi að gera af menntamálaráðuneytið hverfur? Halda menn að landbúnaður í landinu leggist af ef landbúnaðarráðuneytið verður lagt niður. Leggjum niður landbúnaðarráðuneytið.

Svona mætti lengi halda áfram. Því stærri sem opinberi geirinn er þeim mun meiri er sóun verðmæta sem kemur svo aftur niður á lífskjörum almennnings. 

Við getum t.d. nánast útrýmt atvinnuleysi á örfáum mánuðum af við lækkum alla skatta verulega. Það vilja stjórnmálamenn hins vegar ekki vegna þess að þá hafa úr minna að spila til að tryggja eigið endurkjör.  Hagsmunir stjórnmálamanna og almennings fara því miður ekki saman :-(

Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 08:46

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það þarf hugrakka stjórnmálamenn í öflugan niðurskurð.

Sé engan efnilegan á þingi eins og er. Erum dæmd til að þola þetta 4 ár í viðbót. Svo tekur ekkert skárra við.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2013 kl. 12:04

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála því

ég sé engan nýjan á þingi sem er efnilegur. sem dæmi las ég viðtal við yngsta alþingismanninn. Guðni Ágústsson er hennar æskuhetja og ætlar að berjast af öllu alefli fyrir hagsmuni bænda. Hún segir það grímulaust. "ef það er ekki hlustað á mig þá öskra ég bara hærra" svo ég quota í viðtalið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2013 kl. 12:36

4 identicon

Í maí árið 2012 hóf Landhelgisgæslan, og Fiskistofa mikið eftirlit með strandveiðiflotanum á Breiðafyrði og víðar, sem stendur enn.

Fóru um borð í strandveiðibáta,til að kanna veiðileifi, haffæri, lögskráningu og fl. allt þetta má athuga þegar bátarnir eru í höfn,þarna er ríkisbáknið greinilega að búa sér til verkefni,fjármununum er greinilega betur varið annarstaðar í öllum þessum niðurskurði.td. til tækjakaupa fyrir Landspítalann.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 13:27

5 identicon

Tek undir með Halldóri að veruleg tiltekt þarf að fara fram hjá Fiskistofu,undanfarin ár þegar maður hefur keyrt út á land og komið við á bryggjum sjáfarbyggðanna, rekst maður oftar en ekki á starfsmann frá fiskistofu,hverra erinda veit ég ekki,en þarna er greinilega mikill fjáaustur á almanna fjármunum, og svo eru þessir menn að flækjast um borð í markrílskipunum, sennilega til að taka sýni,sem þeir gætu hæglega látið senda sér þegar skipin koma í land.Það er kanski ekki skrítið að það eru háir skattar í þessu guðsvolaða landi.

Björn Sig. (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 21:10

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það þarf að taka á þessum strandveiðimönnum.

Kötta á þetta helst

Einhver "atvinnusbyggðarstefnalandsbyggðar" hjá Jón Bjarnasyni. Kötta á þetta strax.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2013 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband