Fimmtudagur, 18. júlí 2013
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hefur ekki sómakennd
Finnst Þorbjörg eðlilegt að tala um geðveiki þriðja aðila í tímaritum útí bæ? Finnst frekar ógeðfellt að bera galla Ólafs á torg hér á Íslandi. Svo talar hún um að vilja vera borgarstjóraefni.
Tel litlar líkur á því eftir þetta viðtal.
hvells
![]() |
Misnotuðu veikindi Ólafs F. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ert þú ekki að tala um þriðja aðila hérna...
Merkilegt samt(ekkert endilega þú), hvað bloggarar geta verið hrikalega sjálfhverfir, og meira og minna kjánalegir á flesta vegu...., en það er annað mál.......
Annars bara mjög gott mál, að hún tali opinskátt um þetta, og segi það sem allir í raun sáu. Ekki algengt í íslensku samfélagi, og hvað þá stjórnmálum.
Einar G. (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 17:59
Sammála þér Sleggjan, þetta er í meira lagi ósmekklegt og skotið langt fyrir neðan beltisstað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2013 kl. 18:32
Hér erum við að tala um meinta bisbeitingu Sjálfstæðisflokksins á pólitísku valdi sínu með því að nýta sér augljós, viðurkennd og þekkt veikindi fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur.
Margir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru greinilega með óbragð í munninum við kynningarathöfn á klikkaða meirihlutanum - nú vitum við klárlega af hverju.
Svona óhæfuverk vilja vanhæfir smáborgarar þagga niður á grundvelli misskilinnar mannúðar og aumingjagæsku :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 20:03
Sammála þér hvells.
Þetta er ómerkilegt og ósmekklegt af Þorbjörgu að túlka þetta mál í sinn hag í glansviðtali - og þá mest á kostnað Ólafs F.
Þó það henti henni núna þegar hún er komin í prófkjörsstellingar. Oj bara.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 20:26
Ákaflega sorglegt og sjálfhverft viðtal. Þorbjörg þú ert bitlaus ef þetta er rétt eftir þér haft, stóðstu bara á hliðarlínunni og horfðir á atburðarrásina? Eigum við að kjósa þig til áframhaldandi setu eftir þessa yfirlýsingu um eigið vanhæfi, ? Held þú eigir bara heima í einhverju öðru.
Njáll (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 21:29
Er Ólafur ekki einn í pólitíkinni sem hefur bréf upp á heilbrigði?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2013 kl. 00:08
góður punktur ásthildur. ólafur skilaði inn læknisvottorði þegar hannn tók við borgarstjóranum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2013 kl. 00:56
þetta er frændi minn. Óli er góður maður og gegnheill og vill öllum vel. Að tala um hann með þessum hætti er viðbjóðslegt og lýsir vel innræti þessar konu.
það getur hent alla að lenda í þunglyndi og depurð og þurfa hjálp. Enn það gerir viðkomandi ekki óhæfan sem borgarstjóra.
Eini galli óla er heiðarleiki hanns og það hvað hann treystir fólki vel. Ég þekki sjúklinga sem hafa verið hjá honum og einn sagðist mundi næstum fórna lífi sýnu fyrir þennan góða lækni og góða mann. þorbjörg. þú ert viðbjóðsleg manneskja og sem betur fer ertu dauð núna pólitískt eftir þetta viðtal. Hafðu skömm fyrir orð þín um aldur og ævi.
ólafur (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.