Miðvikudagur, 17. júlí 2013
frítt
Eina sem ég hef að athuga við þetta mál er að Reykjavíkurborg er að gefa lóðina frítt. En hún er í eigu skattborgara Reykjavíkur.
Rvk á að selja lóðina á markaðsverði og borga niður skuldir.
Ef félag múslima eða einhverjir aðrir bjóða hæsta verð í lóðina þá er það fínt. En að gefa vermæta lóð á besta stað er óábyrg meðferð á fé landsmanna. Og það er eitthvað sem stjórnmálamenn eru mjög góðir í. enda er mjög gaman að gefa almannafé... svo lengi sem það er ekki þitt eigið.
hvells
![]() |
Mýturnar um múslima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo samkvæmt jafnréttislögum. Ef ég fæ tæpa 500 manns til að trúa á bjórguðinn Thule með mér. Þá verður Reykjavíkur borg að gefa mér lóð...
Athygglisvert
Karl (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 15:05
Já Karl og ég skal vera meðlimur nr. 2 því ég trúi staðfastlega á þennan Thule Guð. Hafa Thule trúar ekki trú á því að lambakjöt sé óhreint? Þá vil ég ekki að börnunum mínum sé boðið upp á lambakjöt í skólum, það hlýtur að vera tekið tillit til þess og allt lambakjöt tekið af matseðlinum. Takk fyrir umburðarlyndið!
assa (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 15:15
Sæll.
Hvað er nú trú friðarins að gera í Svíþjóð?
http://www.youtube.com/watch?v=EvDUuQLdQ_c
http://www.youtube.com/watch?v=eXTDsde5vIU
Þegar múslimar verða orðnir meirihluti íbúa þarna, verða Svíar þá enn frændur okkar?
Sjá líka hér:
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/1306433/#comments
Sumir eru alveg grátlega illa að sér.
Helgi (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 15:59
Til að láta Félag múslima borga fyrir lóðina þarf að breyta landslögum því samkvæmt þeim ber sveitafélögum að úthluta skráðum trúfélögum lóðir án endurgjalds. Öll önnur trúfélög sem hafa fengið lóðir hafa fengið þær frítt og því er erfitt að finna rök fyrir því að láta Félag múslima borga nema það sé þá liður í þeirri stefnubreytingu að héðan í frá skuli öll trúfélög borga fyrir sínar lóðir. En reynar hafa trúfélög sem sótt hafa um lóðir seinna en Félag múslima fengið sínar lóðir frítt og má velta fyrir sér að ef slík stefnubreyting samhliða lagabreytingu verður ofan á hvort það sé réttlætanlegt að láta seinagang borgarinnar við að úthluta Félagi múslima lóð eigi að bitna á múslimunum.
Sigurður M Grétarsson, 17.7.2013 kl. 17:57
Ég er fylgjandi því að breyta þessum landslögum. Þetta eru fáránleg lög og vanvirðing fyrir skattborgara þessa lands sem þarf að bera allar byrgðarnar af vinsældarkeppnum stjórnmálamanna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2013 kl. 20:09
En ert þú þá ekki líka fylgjandi því að vera ekki að gagnrýna sveitafélög fyrir að fylgja landslögum? Ætti sú gagnrýni ekki frekar að beinast að löggjafarvaldinu?
En hvað finnst þér þá um að íþróttafélög fái ókeypis land undir sína starsemi?
Sigurður M Grétarsson, 17.7.2013 kl. 20:14
Já rétt er það. Rót gangrýninnar beinist að löggjafanum.
Að hinu dæminu þá á sveitafélög alls ekki að gefa Íþróttarfélögum lóð undir sína starfsemi.
Svo er ekki til neitt sem heitir ókeypis land. Landsvæði innan borgarmarkanna kostar helling pening og er réttlætanlegt að láta skattborgara borga undir hin og þessi íþróttarfélög án þess að verða spurð?
Ég ber það mikla virðingu fyrir mína samborgara að ég vill ekki að þau eiga ekki bara að halda kjafti og borga fyrir einhvern æðri tilgang sem stjórnmálamenn ákveða.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2013 kl. 20:47
Ég hef ferðast um miðausturlöndin. Bænaturninn veldur ónæði upp að vissu marki. Hann fer af stað með kall í dágóðan tíma gegnum speaker úr turni. Kall sem enginn skilur nema þeir sem skilja Arabísku. Mörgum sinnum á dag, og fram á kvöld.
Þegar ég kaupi framtíðarhúsnæði, þá hef ég staðsetningu í huga. Ekki á laugarveginum vegna hávaða um helgar, og ekki nálægt bænaturni múslima.
kv
Sl
Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2013 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.