Lausnin

Smá lausn fyrir smákongana.

Þeir eiga að hagræða hjá sér þannig að þeir auka þjónustu með minni tilkosntaði og mismunurinn má fara í hærri laun.

Þarna erum við komin með hvata fyrir forstöðumennina til að gera betur. Í stað þess að væla í kjararáði.

Ísland er á kúbunni. Við skuldum alltof mikið og stefnum í gjaldþrot ef ekkert verður gert. Höfum fjármagnað okkur með lánum seinustu fimm ár. 

hvells 


mbl.is Vilja launahækkun frá 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag hér.

Það virðist gæta misskilnings á starfi og umhverfi hins opinbera í þessum málflutningi. Þannig er að langflestar ríkisstofnanir fá rekstrarfé skv. fjárlögum. Þrjár undantekningar eru á þessu í svokölluðum B-hluta stofnunum: ÁTVR, Happdrætti Háskólans og Íslenskum orkurannsóknum. Það er ekki svo að forstjórar ríkisstofnana geti hagrætt hjá sér og notað peningana til að greiða út laun í staðinn. Það virkar einfaldlega ekki þannig. Kaup og kjör opinberra starfsmanna eru ákveðin með kjarasamningum viðkomandi stéttarfélag við Fjármálaráðuneytið og stendur það óhaggað. Ef stofnun sýnir aðhald í rekstri og skilar peningum í stað þess að óska eftir meiri peningum á fjáraukalögum, fær sú stofnun minna við afgreiðslu næstu fjárlaga. Launin halda sér fram að næstu kjarasamningum. Það er því ekki þannig að stofnunin geti tekið afgangsfé af rekstri og greitt það út til starfsmanna sem kaupauki.

GJ

Guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 09:07

2 identicon

...,,sem kaupauka'', átti þetta að vera.

GJ

Guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 09:10

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég veit alveg hvernig ríkisbókhaldið er sett upp. A og B hluti og allt það saman.

Það er vitað mál að forstöðumenn geta ekki tekið afgangin og sett það í vasann sinn. En forstöðumenn geta gert samning við fjármálaráðuneytið um þessa þætti.

Það liggur alveg fyrir.

Í stað þess að væla og væla.

Launin fóru í frystingu vegna bágra stöðu ríkissjóðs. Ríkissjóður hefur bara verstnað frá 2009 og því gilda þessi rök ennþá.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2013 kl. 10:37

4 identicon

Forstöðumenn ríkisstofna og fyritækja virðast hafa tíma fyrir ýmis launuð aukastörf.

Til og með sá hæstlaunaði þ.e.a.s.  forstjóri Landsvikjunar þiggur laun fyrir að sitja  í stjórn einkafyrirtækis úti í bæ er það eðlilegt?

http://veritas.is/um_veritas/stjorn/

Jón (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 10:52

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Finnst það eðlilegt í ljósi þess að fjölmargir forstjórar í einkafyrirtækjum er að gera það nákvæmlega sama.

Það er margt annað sem er mun brýnna að einbeyta sér að í hinu opinbera en akkurat þetta.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2013 kl. 12:04

6 identicon

Eftir höfðinu dansa limirnir

og ef forstjórinn hefur ekki meiri vinnuskyldur en að geta vera búinn með verkefnin fyrir hádegi og farið svo að gera eitthvað annað. Þá finnst örugglega öðrum starfsmönnum hið sama.

Jón (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 15:20

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

stjórnarseta krefst þess að stunda einn til tvo kaffifundi á mánuði... oft um helgar.

ef þú heldur það að sitja í stjórn krefst þess að vera á fullu á kaffifundum eftir hádegi alla virka daga þá hefur þú lítið við af þessari starfsemi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2013 kl. 16:55

8 identicon

Sælir piltar.

Landsvirkjun er ekki ríkisstofnun og er því ekki á fjárlögum, þó ríkið eigi stærsta hlutinn í Lv. Hún er ekki einu sinni B-hlutastofnun.

Það má semja um ýmislegt milli fjármálaráðuneytis og stofnana ríkisins, en laun starfsmanna og þar með talið forstjóra er ekki eitt af þeim. Embættismenn á borð við forstjóra ríkisstofnana fá laun skv. ákvörðun kjararáðs og aðrir starfsmenn skv. kjarasamningi milli Fjármálaráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Það er ekkert hægt að grauta í því miðað við meðferð stofnunarinnar á ákvörðuðu rekstrarfé hennar, enda er það bundið í lög.

Kv. GJ

Guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 00:19

9 identicon

það er hægt að breyta lögnunum

hvells (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 11:37

10 identicon

Það er vissulega hægt, en það er Alþingis að gera það; ekki forstjóranna. Það má ekki hengja bakara fyrir smið.

GJ

Guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband