Þriðjudagur, 16. júlí 2013
Fall hans falið
Í hverjum draumi manns er fall hans falið.
Þetta á vel við í dag.
Nú er það ljóst að margir stjórnmálmenn byrja sinn feril í stúdentapólitikinni. Hún einkennist af hagsmunabaráttu. Skítt með heildarhagsmuni landsins. Markmiðið er að plokka eins miklum pening af ríkinu til þess að ausa í skólann.... og helst sig sjálfan og þeirra flokk í leiðinni. Og það án þess að spyrja umbjóðendur sína. Nú kaus ég Vöku seinast og langar alls ekki að þeir eyði orku í þetta. Mér finnst hag landisn og þá háskólanema líka byggjast á því að fara skynsmalega með skattpeningana og auka hagkvæmni og framleiðni í menntakerfinu.
Sorglega við þetta alltsaman er að eitthvað af þessu liði kemst kannski á Alþingi (vona ekki) og þá munu þeir halda að til þess að ná árangir er að hafa sem hæst til þess að berjast fyrir sérhagsmunum. Plokka peninga af almenningi og dreifa þeim eftir sínu höfði.
Þetta mun á endanum fella Ísland.
hvells
![]() |
Dómstólaleiðin kemur á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mun það fella Ísland að hér gildi sömu reglur og annarsstaðar?????
Óskar Guðmundsson, 17.7.2013 kl. 00:18
Góðan daginn Hvellurinn,
Mér nánast blöskraði við að lesa þína afstöðu, en sem betur fer er okkur frjálst að hafa hver sína skoðun. Hingað til hef ég oftar en ekki verið algjörlega sammála ykkur, en það er annað á bátnum í þessum flokki. Það virðist algjörlega hafa gleymst í öllu "kaos-inu" að lykillinn til góðrar framtíðar er að fjárfesta í henni (framtíðinni þ.e.a.s.). Íslendingar eru skelfilegir í þessari hugsun, niðurskurður til háskólanna hefur verið til háborinnar skammar undanfarin ár (auðvitað átti að skera niður allstaðar, en það er vitað mál að skorið var um of hjá menntastofnunum). Nú, þegar menntakerfið hefur verið gert verra, á að skera niður á menntafólki og frekar láta útgerðina ganga lausum hala. Grunnframfærsla námsLÁNA nema rétt um 110.000 kr á mánuði, en á það að duga fyrir húsnæði, mat, skólabókum, fötum og öðrum svokölluðum nauðsynjum. Svo er hugmynd ráðamanna í dag, með fyrirhuguðum áætlunum sínum, að gera það enn erfiðara að bæði stunda og klára nám.
Nú vill ég taka fram að þessi lán (ekki styrkir eins og tíðkast víðast hvar um norðurlöndin) sem um ræðir eru verðtryggð og borguð til baka með vöxtum (mjög lágum, en það er borgað meira til baka en tekið var að láni).
Svo þekkjum við frá raunveruleikanum að með hærra menntunarstigi kemur auknar tekjur (eins og gefur að skilja, auðveldara er að selja út þekkingu sem önnur lönd hafa lítið af, eða bara alls ekki), en skv. skýrslunni "Education at a Glance 2011" kemur fram að menntunarstig þjóðarinnar er undir meðaltali OECD landanna. Þetta þýðir, beint út, að við höfum minni möguleika á að selja út þjónustu en önnur OECD lönd, sem skilar sér í minni gjaldeyri í kassann. Þessi lög sem setja svo á í dag gera hugsanlegum námsmönnum mun erfiðara fyrir að stunda nám, sem leiðir af sér hærra brottfall og enn og lægra menntunarstigi; minni tekjur!
"Þetta mun á endanum fella Ísland"
Bjarni
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 09:31
Bjarni
Þú ert að snúa útur mínum orðum. Það sem mun fella Ísland er hagmunargæsla og þegar stjórnmálamenn berjast fyrir því að veiða úr eins miklu féi úr sameiginlega pottunum til þess að þjóna kjördæminu, hagsmunarhópum og svo framvegis.
Í stað þess að hugsa um heildina.
Ég var ekki að lasta menntakerfið í sjálfu sér. Ég var að gagnrýna vinnubrögð stjórnmálamannana á Alþingi.
Með þessu áframhaldi mun Ísland falla.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2013 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.