Vissuð þið....

Magnús Kristjánsson segir:

 

"Vissuð þið að verðtrygging neytendalána hækkar verðbólgu og hækkar þ.a.l. vexti

Vissuð þið að sá hræðsluáróður að ef lán væru ekki verðtryggð þá myndu vextir kannski hækka í 15 - 20 % og fólk gæti þá ekki borgað er blöff. Bankarnir og lánastofnanir færu hraðar á hausinn.

Vissuð þið að það er búið að ljúga þjóðna fulla á því að þetta sé það eina rétta til að viðhalda ósjálfbærufjármagnskerfi hér þ.e. lífeyrissjóðunum

Vissuð þið að aðrar þjóðir álíta þetta galið

Vissuð þið að verðtrygging neytendalána er afleiða sem er böönnuð samkvæmt lögum sem Ísland er búið að undirgangast

Vissuð þið að án verðtryggingar þá verður flöt niðurgreiðsla lána í hvert sinn sem þið greiðið af láninu - Flöt niðurgreiðsla sem allstaðar tíðkast í vestrænum heimi"

 

 

Sleggjan svarar:

Vissir þú að þú bendir ekki á neinar heimildir máli þínu til stuðnings.

Talar eins og þetta séu staðreyndir sem þær eru ekki.

 

Hvet fólk til að fylgjast með þessum hópi. Skemmtileg lesning og fjörug innlegg svo ekki sé meira sagt.

https://www.facebook.com/groups/heimilin/

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fyrir hverja er ASÍ að vinna?

ASÍ gaf út endurskoðaða hagspá 2013-2015 og hvað segir þessi spá þeirra?

Hagvöxtur 2013 verður 1,7% og 2014 verður hann 1,5%. Það sem ASÍ telur helst draga úr hagvexti er fjárfesting í atvinnulífinu. Þar eru taldar t.d. framkvæmdir í Helguvík og seinkun á Bakka.

Þeir horfa ekkert til þess að almenningur og íslensk fyrirtæki sitja í verðtryggðum skuldaklafa sem drepur allt efnahagslíf og fjárfestingu. ASÍ vill ekki hverfa frá verðtryggingunni og vill keyra lífeyrissjóðina á 3,5% raunávöxtunnarkröfu til eilífðar. Raunávöxtun sem er u.þ.b. 2% meiri en hagvöxtur. Hver borgar þetta? Jú heimilin og ríkið (Ekki skrýtið að ÍLS sé í vanda eftir bankagambl lífeyrissjóðinna sem ASÍ skipar stjórnar menn í).

ASÍ hefur ekki verið hrifið af skuldalækkun og vill ekki afnám verðtryggingar. Afhverju get ég ekki skilið því þetta er mesta kjarabót þeirra félagsmanna. Fyrir hverja eru þeir að vinna?
Gott væri ef einhver gæti svarað þessari spurningu þ.e. fyrir hverja vinnur ASÍ.

Það liggur ljóst fyrir að afnám verðtryggingar og leiðrétting skulda er nauðsyn og það strax. Afnám verðtryggingar skapar einnig ábyrga stefnu og starfsemi hjá ASÍ þ.e. menn verða að hugsa og það er svo sem í lagi að þeir geri það á þeim bænum og geri sér grein fyrir afhverju allt er í hægagangi. Menn sækja ekki launahækkanir með svona stefnu.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2013 kl. 23:07

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það sem þarf að gera fyrir land og þjóð snýst ekki lengur um pólitík, hefur raunar aldrei gert það, en almenningur vill og þarf að fá lausnir og tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi á okkar frábæra landi sem er enginn vandi að veita okkur.
Allt sem þarf er kjarkur og þor í eitt skipti við að afnema verðtryggingu neytendalána og leiðrétta þann forsendubresst sem ólögleg útfærsla verðtryggingarinnar hefur valdið og setja alvöru öryggisnet fyrir þá sem þess þurfa þrátt fyrir leiðréttingu.
Auðvitað þurfa það að vera stjórnmálamenn sem koma þessum atriðum í framkvæmd en það hlýtur að vera öllum alvöru stjórnmálamönnum, sem hugsa fyrst og fremst um þjóðarhag, auðvelt að koma þessu í framkvæmd.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2013 kl. 23:08

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Á sumarþinginu voru samþykktar 10 tillögur til að taka m.a. á skuldavanda heimilinna.

Það var ekkert lagt fram til að eyða óvissu þeirra tugþúsunda heimila sem bíða milli vonar og ótta.

1. Afhverju setja menn ekki strax neyðarlög til að stöðva nauðungarsölur meðan að það er unnið í málunum?

2. Afhverju setja menn ekki strax lög og yfirtaka t.d. lánasafn Dróma sem er að mestu í eigu ríkisins?

3. Hvar er samninganefndin sem á að semja við kröfuhafa bankanna?

4. Afhverju fóru menn ekki í að breyta þeim grunni sem er notaður við vísitöluútreikninga lána?

Menn verða að fara að vinna vinnuna sína - Heimilin geta ekki beðið lengur í óvissu - Það er grundvallar atriði nr. 1 í allri stjórnun að eyða óvissu.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2013 kl. 23:09

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fréttum fjölmiðla alla daga má lesa einhverjar hrunafréttir.  Annað hvort fréttir um væntingar og loforð stjórnmálamanna eða fréttir af ákærum og dómum sérstaks saksóknara.  Inn á milli birtast síðan fréttir af hækkandi verðbólgu og vísitölu sem allir eru löngu hættir að nenna að lesa.  En mig langar að segja ykkur frá því hvernig mér líður.

Við erum ósköp venjulegt fólk.  Reyndar svo venjulegt fólk að ég get ekki sagt neitt annað en að við tókum líka þátt í gleðinni fyrir hrun, tókum lán, keyptum nýja  hluti, vorum með yfirdrátt, keyptum flatskjá, fórum til útlanda.  Tek samt fram að lántökurnar okkar hlupu ekki á einhverjum sláandi tölum.  

Við tókum of mikið af lánum, ég viðurkenni það.  Við notuðum visakort og raðgreiðslur og yfirdrætti.  Við eyddum um efni fram en  höfðum það gott en það var ekkert mál að standa í skilum og enn minna mál að fá aðgang að fjármunum og kortum.

Þetta var frábær tími og þótt ég skoði sjaldan allar digital myndirnar sem eru óflokkaðar í tölvunni minni, þá get ég alveg sagt ykkur að þar er að finna hundruði myndir af hamingjusamri fjölskyldu, við gerðum margt og okkur leið vel saman.  

Árin 2006 og 2007 vorum við hjónin í þeim pælingum hvort við ættum að koma með eitt barn í viðbót.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2013 kl. 23:15

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

smá punktar í viðbót.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2013 kl. 23:15

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

gaman af þessu

en ég verð sorgmæddur þegar ég sé fólk vaða uppi með tóma þvælu í nafni HH.... ekkert sem kemur frá þeim samtökum er mark takandi og er Andrea forsetaframbjóðandi afsprengi þess hóps....

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2013 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband