Páll Magnússon. Knock out. Davíð Oddson.

ég veit að mbl mun ekki birta þessa frétt þannig að hér eru hún

„Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót.“

Þetta kemur fram í grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, í Fréttablaðinu í dag þar sem hann svarar nokkrum  af allmörgum ávirðingum sem bornar hafa verið á RÚV í leiðaraskrifum blaðsins. Í greininni segir Páll.

Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.

Páll segir að alla jafna sé ekki ástæða til að svara „fúkyrðum og fimmaurabröndurum“ ritstjórans, Davíðs Oddssonar,  í garð RÚV, en öðru hvoru grilli þó í rangar efnislegar staðhæfingar sem verði að svara. Þannig var því haldið fram í nýlegu Reykjavíkurbréfi að RÚV væri orðinn eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni.

Þetta segir Páll rangt og vísar í tölur Hagstofunnar frá 2010 þar sem fram kemur að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52 prósent af heildarútsendingartíma. Til samanburðar var Stöð 2 með 1.085 klukkustundir sem var 14 prósent af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, eða 15 prósent. Þessi hlutföll eru að sögn Páls lítið breytt í dag.

Þá fullyrti ritstjóri Morgunblaðsins að RÚV hafi fjallað mun meira um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds heldur en undirskriftasöfnun um Icesave. Þetta segir Páll einnig rangt. Á 10 daga tímabili hafi RÚV fjallað 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttum útvarps og sjónvarps. Hins vegar hafi RÚV fjallað 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds á 13 daga tímabili í sömu fréttum.

Greininni lýkur útvarpsstjóri á eftirfarandi orðum:

Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið.

 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/07/12/utvarpsstjori-lofgreinar-davids-um-sjalfan-sig-i-thridju-personu-nymaeli-i-vestraenni-bladamennsku/

 

 

Algjört knock out.

 

hvells

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

heimild

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/07/12/utvarpsstjori-lofgreinar-davids-um-sjalfan-sig-i-thridju-personu-nymaeli-i-vestraenni-bladamennsku/

Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2013 kl. 09:56

2 identicon

sleggjan (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 10:34

3 identicon

Hvað heldur þú að gerist núna ?

Illugi Gummarsson ráðherra RUV mun kalla Davíð Oddsson til sín og tilkynna að Hallur Hallsson með umboð frá Ingva Hrafni Jónssyni verði gerður að útvarpsstjóra heimavarnarliðsins hjá RUV í boði sjálfstæðisflokksins !!

Sjáið ekki glæsileikan og Illuga þurfa þvo skítinn þegar DO  yfirgefur svæðið, og heldur áfram að skrifa í geðvonsku í boði LÍÚ ?

JR (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband