Skynsamlegt

Þessi nefnd er það eina skynsamlega sem hefur komið frá þessum stjórnvöldum hingað til.

Báknið er alltfo stórt.

Það er of stór baggur á okkur skattborgara.

Hér eru alltof háir skattar.

Ríkssjóður hefur verið rekinn með lánum seinustu 5ár

Ríkssjóður er stórskuldugur.

 

Það þarf AUGLJSÓSLEGA að skera hressilega niður.

Í raun á hið opinbera að sjá um turnana þrjá. Menntakerfið, heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið. Svo má hafa góðar samgöngur á milli þessara turna.

 

hvells


mbl.is Hafna flötum niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nefndarmenn mega hafa samband við síðuna ef þeir vilja góðar ráðleggingar og hugmyndir um niðurskurð.

Vefpóstfangið er til hliðar á síðunni.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 10:40

2 identicon

Sæll.

Fyrst skrefið er að skera niður við alþingismenn sjálfa, þeir eru fimm sinnum fleiri per íbúa hér en á Norðurlöndunum. Reka alla aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra. Leggja niður menntamála, heilbrigðis, sjávarútvegs, landbúnaðar og viðskiptaráðuneyti svo nokkur dæmi séu talin. Heldur einhver að bændur hætti öllu sínu ef landbúnaðarráðuneytið verður lagt niður? Halda menn að menntun í landinu leggist af ef menntamálaráðuneytið verður strokað út?

Skera þarf niður útgjöld hins opinbera um 20% eða svo á ári út þetta kjörtímabil. Eystrasaltslöndin hafa skorið niður raunstærð hins opinbera (það haf PIGS löndin ekki gert) og þess vegna er staðan nokkuð góð þar.

Hræðilega fáir skilja að fjármunir sem hið opinbera sogar til sín fara ekki í hagkvæm verkefni heldur óhagkvæm.

Á vefsiðunni rikid.is er kemur fram að heildarskuldir opinbera geirans hérlendis séu um 2200 milljarðar króna eða sem nemur tæpum 7 millum á hvert einasta mannsbarn hérlendis. Heldur einhver að þetta verði borgað? Við erum gjaldþrota eins og flest önnur Vestræn ríki. Hvert einasta mannsbarn í USA skuldar rúma 50.000US$ og hratt bætist við þá súpu.

Þegar fjárfestar fatta hvernig staðan er í reynd verður hrikalegur hvellur, bankahrunið frá 2008 verður eins og hurðarsprengja í samanburði. Ríki verða gjaldþrota og óðaverðbólga mun rýra kjör fólks. Þetta getur hæglega gerst innan 5 ára.

Helgi (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband