Öryrkjar á Íslandi, fjölgun, orsakir og afleiðingar

Rakst á ágætis skýrslu frá Tryggva Þór um öryrkja. Hún heitir "Fjölgun öryrkja, orsakir og afleiðingar".

Svo sannarlega tími til að rifja þessa skýrslu upp þegar ríkiskassinn er stórskuldugur og þörf á niðurskurði og kerfisbreytingum.

Nokkrir punktar úr skýrslunni, feitletrun í sviga eru mín orð:

"Þannig benda rannsóknir OECD til þess að í löndum þar sem bætur eru hlutfallslega háar, og tiltölulega auðvelt er að fá greiningu sem öryrki, séu öryrkjar hlutfallslega flestir."(margoft bent á það  hérna á blogginu að það þarf að herða reglurnar með örorkugreiningu, alltof margir verða öryrkjar án þess að vera óvinnufærir).

"Fjölgun öryrkja setur mikinn fjárhagslegan þrýsting á fjármál hins opinbera sem og á lífeyrissjóðakerfið"

 

"En það er ekki aðeins mikill beinn kostnaður tengdur örorku heldur minnkar
framleiðslugeta þjóða þegar fólk hverfur af vinnumarkaði vegna örorku."

 

 

 

"Til að halda samfélagslegri bjögun í lágmarki ríður á að gaumgæfa hvort ekki megi hverfa af þeirri braut sem mörkuð er af síauknum fjárhagslegum stuðningi við öryrkja.
Í því skyni mætti til að mynda leita leiða til að aðstoða öryrkja í auknum mæli við að fóta sig á nýjan leik á vinnumarkaði." (Þetta er augljóst, hjálpa öryrkjum að fara á vinnumarkað aftur).

 

 

 

"Í 3. kafla kemur í ljós að mikill fjárhagslegur hvati er fyrir láglaunafólk að leita eftir örorkumati, enda getur það hækkað laun sín umtalsvert með því móti. Að sama skapi er lítill hvati fyrir fólk að hverfa af örorkubót um nema þokkalega vel launuð vinna bíði þeirra." (þetta er óásættanlegt. Það á ekki að vera val  um að vera á örorku eða ekki. Þetta snýst um hvata. Lækka skal örorkubætur til þess að hvetja menn til þess að fara á vinnumarkað).

 

 

"Mat á örorku hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Nýr örorkumatsstaðall
hefur leitt til þess að einstaklingar sem áður voru á vinnumarkaði geta nú sótt um
örorkulífeyri þrátt fyrir að starfsgeta þeirra hafi lítið sem ekkert skerst." (Óásættanlegt er að einstaklingur getur skráð sig sem öryrki með starfsgetu. Höfundur örorkumatsstaðalsins þarf að svara fyrir sig, þetta er alvarlegt mál og mikill baggi á ríkið. Gerir lítið úr þeim sem sannarlega eru öryrkjar og óvinnufærir).
 
 
 

Svo í umræðum í dag er verið að tala um að "leiðrétta" kjör öryrkja.

Útvarp sögu hringja brjálaðir öryrkjar inn og telja sig vera að svelta og saka ríkisstjórnina um rán.

Bara á Íslandi.

kv

Sleggjan

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eins og annað sem hefur komið frá Tryggva Þór, þá er þessi skýrsla hans rusl og ómarktæk.

Það eru alltaf öryrkjar sem tapa störfunum fyrst þegar efnahagskreppa skellur á. Öryrkjar eru nefnilega fyrstir til þess að tapa vinnunni þegar harðnar á dalnum.

Tekjur öryrkja eru gífurlega tekjutengdar, skerðingin er króna á móti krónu. Þannig að allar þær tekjur sem viðkomandi vinnur sér inn skerða örorkubætunar jafn mikið og viðhalda þannig fátækt viðkomandi.

Það er ennfremur ekki einfalt að fá örorkumat á Íslandi eins og Tryggvi Þór heldur fram þarna ranglega. Hérna er síðan yfirlit yfir örorkumat á Ísland.is.

Öryrkjar á Íslandi eru fátækt fólk, og miðað við stefnu núverandi stjórnvalda. Þá er það ekkert að fara breytast.

Jón Frímann Jónsson, 8.7.2013 kl. 02:23

2 Smámynd: Jack Daniel's

Þessi skýrsla er í besta falli brandari og í versta falli hreint og klárt kjaftæði.
Greinilegt að skýrsluhöfundur hefur ekki hundsvit á því hvernig örorkumat er framkvæmt og hvað fólk þarf að ganga í gegnum til að fá örorkumat en það er ekki eitthvað sem fólk gerir að gamni sínu eða til að fá betri tekjur.

Ég hef sjálfur þurft að ganga í gegnum þetta ferli og það tók 2 ár.  Tvö ár sem ég var með litlar sem engar tekjur og gekk á milli sérfræðinga til að finna út hvað það var sem olli mér þeim þjáningum sem gerðu mig óvinnufæran.  Þetta var vondur tími og ég hef séð fullt af fólki missa andlegu heilsuna smátt og smátt þegar það þarf að fara í gegnum þetta ferli enda er það bæði niðurlægjandi og ótrúlega erfitt.

Ég sjálfur skaddaðist mikið á þessu andlega og þrátt fyrir að hafa verið þunglyndur á köflum áður en ég slasaðist og missti heilsuna, þá versnaði þunglyndið og ég fór að þjást af félagsfælni og kvíða ofan á allt annað.

Þeir þekkja þetta best sem hafa gengið í gegnum þetta ferli sjálfir og þessi skýrsla er samin af einstaklingi sem er gjörsamlega stútfullur af sjálfumgleði og hroka með nákvæmlega enga þekkingu á málefninu.

Jack Daniel's, 8.7.2013 kl. 06:37

3 identicon

Þetta er hrokafullt sjónahorn og getur ekki verið sett fram af mikilli þekkingu eða manngæsku.

Björn Ófeigsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 08:38

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar ríkiskassinn er tómur skal skoða allar leiðir.

Óvinnufærum er ekki að fjölga heldur vinnufærum einstaklingum sem hafa náð að skilgreinast sem öryrkjar. Þetta er alvarlegt mál. Jafnvel hægt að líta á þessa einstaklinga sem svindlara.

Kemur einnig fram í skýrlsunni að örorkubætur eru betri en verkamannastörfin. Þetta er spurning um hvata. Mikil hvatning er fyrir verkamenn með enga merku að "gerast" öryrkjar.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2013 kl. 10:30

5 Smámynd: Jack Daniel's

Þá á bara að hækka launin í stað þess að reka hér á landi hálfgerðar þrælabúðir þar sem fólki í fullri vinnu eru skömmtuð laun sem fólk gerir ekki meira en að tóra á.

Jack Daniel's, 8.7.2013 kl. 10:57

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Óþarfi að koma af stað verðbólgu sem lækkar kaupmátt og þá sitjum við í sama farinu.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2013 kl. 12:21

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála skýrslu Tryggva. Mjög góð og á að taka alvarlega.

Best væri að senda hana beint á Eyglóu í verferðarráðuneytið.

Margir öryrkjar eru að svindla á kerfinu.

Ég er sérstaklega sammála því að henda ekki meiri og meiri penng í vandnann... það hefur ekki virkað hingað til.

Það á að hjálpa öryrkjum á vinnumarkaðinn.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2013 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband