Laugardagur, 6. júlí 2013
Árni Jónssen
Árni Jónssen barðist fyrir þessari leið.
Sjómenn sem þekktu aðstæður mótmæltu.
Árni hélt ótrauður áfram með pening skattborgara í handtöskunni.
Íslensk þjóð hafa orðið að miklu meiri tjóni vegna þessara vitleysu heldur en stuldurinn sem Árni var dæmdur fyrir.
hvells
![]() |
Enn ófært í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Grétar Mar fór með eina bestu ræðu í sögu Alþingis um þetta mál.
Grétar Skipstjóri.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 20:16
Eitthvað er mynnið að svíkja ykkur S&H. Árni Johnsen barðist fyrir göngum milli lands og Eyja, ekki höfn við Landeyjasand.
Hann benti á þann möguleika að gera göng milli lands og Eyja og hafði frumkvæði að því að erlendir aðilar voru farnir að skoða málið, alvarlega.
Það var hins vegar pólitísk ákvörðun, sem Árni var á móti, að fara leið Siglingastofnunar í málinu, stofnunar sem hefur sýnt að hún hefur ekki kunnáttu eða getu til að hanna höfn á sandströnd, enda sama aðferð notuð af stofnuninni til að fanga sand í fjörur fyrir neðan Vik í Mýrdal.
Eftir að þessi ákvörðun var tekin var gangnagerð slegin með öllu útaf borðinu. Vissulega var sú framkvæmd dýrari en áætlanir um hafnargerðina voru. Vandinn er bara sá að þær áætlanir stóðust enganveginn og kostnaður nú farinn að nálgast kostnað við gangnagerð. Enn er langt í land með að séð verði hver endanlegur kostnaður vegna Landeyjarhafnar verður, ef nokkurntíman mun vera hægt að fá þá niðurstöðu.
Hugmynd Árna um göng hefði betur verið tekin alvarlega og framkvæmd. Kannski vakna menn upp einn daginn og sjá að ekki verður lengra haldið í baráttunni við sandinn og dusta rykið af hugmynd Árna Johnsen. Best væri að það yrði sem fyrst, svo spara megi einhverja milljarða vegna Landeyjarhafnar.
Gunnar Heiðarsson, 6.7.2013 kl. 21:23
Ég held að það er best heyra Árna sjálfan staðfesta frásögn hvells þannig að engin vafi er á þessu myndband.
Ég veit ekki hver kostnaðurinn er þessa stundina við höfnina en hugmyndir Árna um jargöng voru upp á 14 miljarða króna + vsk fyrir hrun og það er ekki vitað hvort það stennst þar sem mun meiri forvinnu er krafist til að kortleggja bergið neðansjávar og hvað þá virka eldfjallið sem kallast heimaey.
Það er ekki mikið um jarðskjálfta og eldgos á suðurlandi er það nokkuð?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 00:48
Elfar
Takk fyrir þennan link. Sem opinberar Gunnar sem vitleysing og er þar að leiðandi ekki mark takandi í framhaldinu.
Hvellurinn hefur aldrei haft rangt fyrir sér og það hefur sannast aftur og aftur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.7.2013 kl. 14:14
Ræða Gretar Mars
Frú forseti. Samgöngur til Vestmannaeyja eru afar mikilvægar, sérstaklega fyrir Vestmannaeyinga. Rétt er að segja frá því að göngin voru slegin af fyrir ári síðan. Það er reyndar út af fyrir sig dálítið sorglegt að ekki skyldu vera settar 60, 70 milljónir í viðbót í það rannsóknarverkefni að athuga jarðlög sem eru næst Vestmannaeyjum og á eftir að kanna upp á framtíðina því einhvern tímann kemur að því að það verður arðbært að bora göng til Vestmannaeyja. Ég er ekki í vafa um það. Þær tölur sem við heyrum um verð eða kostnað við gangagerð til Vestmannaeyja eru allt frá 25 milljörðum upp í 100 milljarða. Hver hefur rétt fyrir sér í þeim efnum, það veit maður auðvitað ekki. En það kemur að því að hægt verður að gera göng til Vestmannaeyja.
Ég hef verið mjög mikill efasemdarmaður um hafnarframkvæmdir í Bakkafjöru með því sniði sem ætlað er í dag. Verið er að tala um að gera höfn fyrir rúma 3 milljarða, sem ég held að séu allt of litlir peningar í þetta stóra mannvirki sem höfnin þarf að vera. Miðað við að þetta verði bara ferjuhöfn og eins og teikningarnar líta út í dag af því mannvirki held ég að garðarnir þurfi að vera 300 m lengra út í sjó. Þá er verið að tala um samkvæmt skýrslu Siglingastofnunar að kostnaður við höfnina verði á bilinu 18–20 milljarðar. Það sjá náttúrlega allir að ef hægt væri að fá göng fyrir 30–40 milljarða værum við beinlínis að græða peninga fyrir ríkissjóð og tryggja bættari samgöngur fyrir Vestmannaeyinga við Ísland þó svo að þeir séu Íslendingar sem búa í Vestmannaeyjum enn þá.
Vestmannaeyingar hafa verið með mjög miklar efasemdir um þetta og maður heyrir í mörgum Vestmannaeyingum sem eru hræddir við slíka höfn og telja að öryggi og stöðugleiki í ferðum milli lands og Eyja verði ekki eins og þeir gerðu sér vonir um, m.a. vegna þess að rif er 300 m utan við þann hafnargarð eða hafnarkjaft sem er í fyrirhuguðum teikningum. Það brýtur á þessu rifi í tiltölulega góðu veðri. Þegar er 4 m ölduhæð fer að brjóta á því rifi. Mér segir svo hugur um að með suðurströndinni, sem ég þekki nú þokkalega sjálfur, ég hef siglt mikið þarna fram og aftur, er æðioft 4 m ölduhæð. Þar af leiðandi verður ófært til og frá Vestmannaeyjum á ferjunni.
Ég hef verið talsmaður þess að besta samgöngubótin, fyrst hætt var við göng eða að kanna í alvöru gangagerð til Vestmannaeyja, hefði verið sú að kaupa stórt skip eða ferju sem gengi 25–30 mílur og nota hana frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar. Það hefði verið miklu kostnaðarminna. En fyrst að þessi leið er farin vona ég svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér hvað varðar öryggisþáttinn eða þetta fasta öryggi, að menn komist fram og til baka þegar þeir þurfa. En ég get ekki neitað því að ég er hræddur um að það verði ekki eins og menn ætla.
Ferðalag frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur er ekkert styttra við fyrirhugaða ferju. Það tekur tvo tíma að keyra frá Bakka til Reykjavíkur og yfir vetrartímann þegar komin er hálka og ég tala nú ekki um ef einhver snjór verður, þá er þetta orðið mikið ferðalag og erfitt. Væntanlega verður Suðurlandsvegur mokaður að öllu jöfnu og haldið opnum. En ferðalagið sem slíkt getur verið erfitt fyrir þá sem eru að fara þessar ferðir.
Ferðirnar frá Bakkafjöru til Reykjavíkur með rútum, því ekki yrðu allir á einkabílum sem færu þá leið, yrðu líka kostnaðarsamar. Reyndar hefur ekki fengist nein útskýring á því eða hvernig það verður og hvað það mun kosta og annað í þeim dúr. Rútuferðir eru frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur á þeim tímum þegar Herjólfur kemur til Þorlákshafnar. Herjólfur kemur tvisvar sinnum á sólarhring til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum en verið er að tala um sex, jafnvel átta ferðir á milli lands og Eyja sem þýðir að vera þarf með heilan rútubílaflota að keyra á milli, kannski ekki stórar rútur. Ég held að þessi þáttur sé dálítið vanmetinn í umræðunni. Ég hef ekki heyrt neinar skýringar eða útskýringar á því eða um kostnaðinn við það að koma sér frá Bakka til Reykjavíkur ef menn þurfa að fara með rútu eða minni bílum. Engar skýringar hafa fengist á því hvernig það er hugsað.
Þetta verður landshöfn eins og lagðar voru af fyrir um 15–20 árum. Síðustu landshafnirnar voru á Rifi, í Þorlákshöfn og það var landshöfn í Keflavík, Njarðvík. Þessar hafnir lét ríkið til sveitarfélaganna skuldlausar á sínum tíma vegna þess að mönnum fannst það ekki viðeigandi að ríkið væri að reka hafnir bæði í samkeppni við aðrar hafnir og annað í þeim dúr.
Það er auðvitað kostur fyrir Rangárþing eystra að fá höfn jafnvel þótt hún verði ekki nothæf allt árið, hún skapar mikla möguleika í Rangárþingi a.m.k. hluta úr ári. Suðurströndin öll hefur verið hafnleysa en þetta er náttúrlega höfn á sama svæði og menn hafa verið að nota Vestmannaeyjahöfn til að fara inn vegna veðurs og annarra hluta. Segja má að kannski hefði verið betra að fá þessa höfn einhvers staðar enn þá austar með tilliti til öryggissjónarmiða sjómanna. Það er ekki í boði nú. Verið er að hugsa þetta fyrst og fremst sem samgöngubót fyrir Vestmannaeyinga.
En að sama skapi er þetta ókostur fyrir Vestmannaeyinga. Þeir fá hugsanlega samkeppnishöfn. Það er æðioft þannig og hefur verið núna síðustu ár að töluvert er flutt af fiski með gámum í Herjólfi upp á land, keyrt til Reykjavíkur og síðan sigla skipin fram hjá Vestmannaeyjum, þ.e. fraktskip þegar þau eru að fara með fiskinn út. Herjólfur er nánast alltaf fullur af gámafiski og manni finnst það reyndar skrýtið. Þess vegna má segja að mjög tímabært sé fyrir Vestmannaeyinga að fá stórskipahöfn í Eyjum og geta tekið við stærstu frökturum í Vestmannaeyjum á leiðinni til og frá Reykjavík sem virðist nú alltaf vera endastöð á Íslandi.
Ég benti á rifið sem er 300 m fyrir utan fyrirhugaðan hafnarkjaft samkvæmt teikningum. Ég held að höfnin verði aldrei góð fyrr en hafnargarðarnir nái út fyrir þetta rif. Ef sigla á yfir rifið í alls konar veðrum — ég tala nú ekki um í vondum veðrum, því grunnt er niður á rifið, það eru ekki nema um 4 m — á skipi eins og fyrirhugaðri ferju sem á að rista um 3,5 m þá er ekki er mikið upp á að hlaupa að hún taki hreinlega ekki niðri á þessu rifi.
Ég er satt best að segja mjög hissa á verkfræðingunum hjá Siglingastofnun sem leggja þetta til fyrir okkur sem eru vanir. Ég hef verið skipstjóri í 29 ár og einn mánuð og hef siglt inn í höfn sem býr við það að fara þarf út í brimi og koma í land, oft í brimi og það var brimlending eins og þetta hét nú í gamla daga. Það eru aðeins tvær aðrar hafnir á Íslandi sem búa við þetta, þ.e. Grindavík og Höfn í Hornafirði, en eftir að Stokkseyri og Eyrarbakki duttu út sem hafnir, fiskihafnir, og hætt að nota þær eru bara þrjár hafnir eftir sem menn þurfa að kljást við brim frá degi til dags og það er dálítið merkilegt og skemmtileg reynsla að hafa tekið þátt í því. En maður veit hvaða hættur eru samfara því. Að sigla ferju sem er full af fólki, jafnvel upp í nokkur hundruð manns, og taka einhverja sénsa með gamalt fólk og ungabörn, það gera náttúrlega engir alvöruskipstjórar og munu ekki fást til þess að fara þarna um ef eitthvað er að veðri.
Ég hef bent á að umferðin um Suðurlandsveg muni aukast, þ.e. frá Bakka að Þrengslum. Kannski er komið á teikniborðið að tvöfalda þann veg og það þarf auðvitað að gera með tíð og tíma og komnar eru einhverjar hugmyndir um það.
Ekkert hefur verið minnst á að setja þarf grjót að vestanverðu í Markarfljóti til að stoppa ána raunverulega af svo hún sé ekki að færast til og frá eins og hún hefur gert í gegnum aldirnar. Þá er annað sem er fyrirhugað, þ.e. að plana einhverja mestu uppgræðslu sem sögur fara af á Íslandi. Sandurinn í Bakkafjöru er allur á fleygiferð og ekki bara sandurinn á landi, sem vonandi tekst að breyta í jafnvel akra, heldur er sandurinn neðan sjávar á fleygiferð. Segja má að það sé algjörlega óþekkt og sérfræðingarnir geta ekki gert sér grein fyrir því hvað muni fara af sandi inn í fjöruna og fer það eftir jafnvel veðri og straumum.
Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson minntist áðan á þátt varðandi stjórnsýslulög og Siglingastofnun sem hv. þm. Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók undir að þyrfti að breyta. Ég veit ekki hvort það er lausn að kæruleiðir séu til samgönguráðuneytisins þar sem ráðuneytið er yfir Siglingastofnun. Ég hefði haldið að það þyrfti að vera einhvers staðar annars staðar þar sem menn gætu leitað réttar síns gagnvart höfninni eða vinnubrögðum hugsanlegra rekstraraðila hafnarinnar ef eitthvað kæmi upp þar.
Ég efast um að þeir þættir sem ég hef talið upp í þessu gangi almennilega upp nema með miklu meiri kostnaði heldur en hér er verið að fjalla um, ekki er reiknað með í hafnarframkvæmdina sjálfa nema 3.108 millj. kr., en ég hef vonandi rangt fyrir mér í þessu. Menn eru nánast byrjaðir í framkvæmdum. Verið er að bjóða þetta út og opna á útboð í hafnarframkvæmdina 5. júní. Búið er að bjóða út byggingu á ferjunni og rekstur en eftir því sem mér skilst eru einhverjir vankantar þar, því ekki hafa náðst samningar. Það væri kannski gaman að heyra hæstv. samgönguráðherra segja okkur frá því hver staðan er í þessum ferjumálum núna vegna þess að mér skilst að þar séu einhver vandamál í gangi sem eru óleyst.
En ég segi enn og aftur, ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og þetta verði góð höfn og góð samgöngubót fyrir Vestmannaeyinga. Ég þarf ekki að lýsa því aftur að ég hef efasemdir en vona að þær séu rangar og reynist rangar fyrst menn eru komnir þetta langt með málið.
http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20080528T232607.html
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.7.2013 kl. 14:16
Árni barðíst ekki fyrir höfninni, hann barðist fyrir göngum en síðar höfninni þegar það varð ljóst að ekki var stuðningur við göngin.
Þetta kemur fram bæði í viðtalinu sem Elvar linkar á, og svo einnig hér þar sem hann bölvar "borgarsveitalubbunum" fyrir að stöðva göngin.
http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=17656
Sigurður (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 21:40
Við sem höfum fylgst með pólítikinni í um og yfir tíu ár vitum að Árni barðist ávalt fyrir göngum milli lands og eyja. Raunhæft eða ekki, allavega fékk Árni ítrekað að komast á þing með þennan málflutning og hélt hann þeirri braut áfram.
En þegar í ljós kom að göngin voru ekki að gerast. Þá sættist Árni á Landeyjarhöfn sem tímabundna lausn áður en göngin koma.
Það þarf eiginlega ekkert að vera að deila um þetta.
Það var hver moggagrein á fætur öðrum. Hvert sinn sem árni fór í umræðuþátt. Alltaf talaði hann um göngin.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2013 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.