Laugardagur, 6. júlí 2013
Stendur á dómstólum
Margir halda það að það séu bankar sem eru að tefja málin. Þvert a móti hafa bankar verið mjög fljótir að reikna eftir að dómur hefur fallið.
Þetta stendur allt á dómstólum.
Bankarnir eru að bíða eftir að fá niðurstöður um hvernig á að reikna þetta. Hvaða laun eru lögleg og hvaða lán ólögleg.
Hæstiréttur segir til um það.
Þetta þarf að vera alveg 100% ljóst áður en leiðréttingin á sér stað því bankarnir hafa meiria að gera en að endurreikna lán alla daga. Þeir hafa þegar brennt sig á að reikna öll lán eftir Árna Páls lögin. Sem voru dæmd ólögleg og bankarnir voru búin að reikna tugi þúsunda lána til einskis.
hvells
![]() |
Nokkur gengislán enn í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já er það?
Hvað varð um þessi 11 mál sem þurfti að setja í dóm til að ljúka öllum endurútreikningum?
Þessum málum átti öllum að vera lokið núna í sumar?
Hvað varð um þessi dómsmál sem samráðshópurinn taldi að myndi duga til að ljúka öllum endurútreikningum?
http://www.visir.is/frettaskyring--hver-er-stadan-a-endurutreikningi-gengistryggdra-lana-/article/2012707259945
Það er eins og þessi hópur og hans vinna hagi bara bókstaflega gufað upp???
Enda ekki hagur bankanna að ljúka þessum málum nú þegar það er ekki nema 1 ár í að þau fyrnist öll.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 13:44
Hvells,
Þú vinnur við þessa endurútreikninga.
Hver er staðan á þessum 11 dómsmálum sem er búið að bíða eftir í heilt ár?
Sigurður (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 13:53
Gaman væri ef einhver geti sagt mér, hvernig ólöglegt gengisbundið lán fari að því að vera í vanskilum.
Gaman væri líka að einhver segði mér hvaða verðmæti urðu til þegar Steingrímur og Jóhanna voru að hækka álögur á áfengi og tóbak.
Það þarf fyrir alla muni að fá niðurstöðu í þessi dómsmál sem allra fyrst,og ekkert að því að héraðsdómur og Hæstiréttur fresti sumarfríi um einn mánum,því það er nú engin geymvísindi að fá niðurstöðu í, hvað er afleiðuviskipti eða ekki,síðan er 13. grein laga 38/2001 alveg kýr skír,bannað er að hlaða vöxtum og verðbótum ofan á höfuðstólinn,þetta er nú ekkert flókið, niðurstöðu sem fyrst.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 15:38
Sigurður
Þessi 11 mál eru í dómslegri meðferð einsog er og þetta stendur allt á dómsólum einsog ég sagði þér.
Það eru miklir hagsmunir fyrir bankana að reikna þetta sem fyrst. Þeir eru búnir að færa áætlað tap niður í bókhaldi sínu.
Staðan er þannig að búið er að fá útur 3 dómsmálum og það eru 8 eftir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2013 kl. 18:16
Hvells,
Afhverju eru 8 mál eftir, heilu ári eftir að ákveðið var að höfða þau7, og hversu langt eru þau komin?
Hvað veldur að þessum málum er ekki lokið heilu ári eftir að samstaða náðist að aðeins þyrfti að hefja 11 mál til viðbótar til að ljúka öllum endurreikningum?
Og hvað hefur þú fyrir þér í því að þessi 8 mál séu fyrir dómi?
Sigurður (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 20:49
Sannleikurinn er sá að það hefur ekki enn fengist efnisleg niðurstaða úr neinu af hinum 11 sérvöldu prófmálum. Reyndar hafa öll nema þrjú þeirra verið felld niður, og eftir að dómur í svokölluðu Plastiðjumáli féll er líklegt að þeim fækki enn frekar. Það sorlega er að enn hefur ekki fallið dómur á grundvelli laga um neytendalán, ef þeim væri framfylgt strax væri vandamálið búið.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2013 kl. 02:04
Það er nefnilega nákvæmlega það sem maður hefur heyrt mjög víða að það sé búið að kæfa þetta ferli allt saman, og löngu búið að því.
Þessi mál voru lang flest dregin til baka, því bankarnir kæra sig ekki um nein dómsmál sem gætu leiðrétt stöðu lántakenda.
Þess vegn veit ég að Hvells lýgur því að þessi mál séu í dómskerfinu.
Einu tilfellin þar sem bankar hafa verið snöggir til að endurúrtreikna, það er þegar þeir vinna mál.
Það er mjög fljótlegt að endurreikna lán þegar bankarnir hafa hagsmuni af því, en ef það á að endurreikna lántakendum í hag þá tekur það mörg ár.
Bankarnir eru að láta þessi mál fyrnast, og gengur það bara nokkuð vel.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 13:40
Hvað veldur að þessum málum er ekki lokið heilu ári eftir að samstaða náðist að aðeins þyrfti að hefja 11 mál til viðbótar til að ljúka öllum endurreikningum?
þú verður að spyrja hæstarétt af því
Bankarnir eru að bæða í ofvæni eftir þessu alveg einsog þú
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.7.2013 kl. 14:18
Hvells,
Afhverju á ég að spyrja Hæstarétt að því?
Ertu að reyna að halda því fram að þessum 8 málum sé lokið í héraði, og þau séu strand í Hæstarétti?
Hvernig fóru þessi 8 mál þá í héraði?
Sigurður (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 18:44
spyrðu dómskerfið á því
meinti ég
en það er alveg ljóst að öll málin verða áfrýjuð til hæstaréttar
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2013 kl. 12:38
Hvells, mér þykir hálf leitt að sjá þig leggjast svona lágt að ljúga í svörum þínum.
Þó við séum ekki alltaf, og sennilega sjaldnast sammála þá höfum við yfirleitt getað skipst á skoðunum án þess að ljúga til um hlutina.
Þetta er leiðinlegt að sjá.
Sigurður (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.